Bjarni vill sem minnst af greinargerð um Lindarhvol vita Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2023 13:29 Bjarni Benediktsson telur enga ástæðu til að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, sem Bjarni kallar einhverskonar skjal sem hann hefur ekki séð, í ljósi þess að skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar liggur fyrir. „Það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli.“ vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á þinginu í gær að hann teldi enga ástæðu til að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. „Það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í gær eftir að Bergþór Ólason Miðflokki hafði spurt hann um afstöðu hans til þess að greinargerð Sigurðar væri ekki birt, sem þá hafði verið mjög til umræðu, innan þings sem utan. Vísir hefur fjallað ítarlega um málefni Lindarhvols að undanförnu en í síðustu viku var málflutningur í bótamáli Frigusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli. Grunur leikur á um að frjálslega hafi verið farið með þegar eignir sem féllu í hendur ríkisins eftir fjármálahrun voru seldar aftur til einkaaðila; að ýmsir hafi fengið þær fyrir hrakvirði. Það er uppleggið í máli Frigusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli. Leyndarhyggjan orðin að sjálfstæðu vandamáli Í réttarhöldunum sagði Sigurður Þórðarson að það mætti meta það svo að virði Klakka, sem um er tekist í máli Frigusar, hafi verið seldur á undirvirði um sem nemur hálfum milljarði króna. Vísir ræddi við Sigurð sem taldi það sæta furðu að greinargerð hans um Lindarhvol, en hann rannsakaði starfsemina í tvö ár, fengist ekki birt. Sigurður segist ekki enn hafa fengið það útskýrt hvað þar er sem ekki þolir dagsins ljós. Hann telur leyndarhyggjuna orðna að sjálfstæðu og alvarlegu vandamáli. Birgir Ármannsson forseti þingsins hefur staðið í vegi fyrir birtingu greinargerðarinnar og hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna þess. Jafnvel verið látið að liggja að Birgir vilji með leyndinni þjóna hagsmunum Bjarna sem stofnaði til Lindarhvols á sínum tíma og fól trúnaðarvini sínum, sem Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar kallar svo, Steinari Þór Guðgeirssyni, að annast starfsemina. „það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli“ Nú liggur fyrir að Bjarni er á sömu línu og Birgir, sem sér öll tormerki á því að greinargerðin verði birt. Bjarni telur spurninguna vera: Af hverju að birta greinargerðina? En ekki: Af hverju ekki að birta greinargerðina? „Ég hef svo sem enga sérstaka rannsókn lagt í það mál sem hefur verið inni á borði forsætisnefndar. Ég hins vegar horfi þannig á að þegar Ríkisendurskoðun er falið að skoða tiltekin málefni þá geti bara verið ein skýrsla frá ríkisendurskoðanda. Og sú skýrsla er komin út, hún var gefin út og það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli.“ Bjarni vísar hér til skýrslu sem kom út í tíð Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda en þar kemur fram að starfsemi Lindarhvols hafi verið með miklum ágætum. Sú niðurstaða kom mörgum í opna skjöldu. „Það sem er vísað til er ekki endanleg skýrsla setts ríkisendurskoðanda heldur einhverskonar skjal sem ég kann ekki nánari deili á og hef ekki séð og getur ekki verið endanleg niðurstaða í málinu. Og fyrir Alþingi sem hefur ríkisendurskoðanda sem sinn trúnaðarmann hlýtur aðalatriðið að vera það að embættið hefur skilað skýrslu til þingsins,“ segir Bjarni. Skúli taldi að greinargerðin kynni að valda ríkinu bótaskyldu Í frétt Viðskiptablaðsins frá í september 2018 kemur fram að Skúli Eggert þá ríkisendurskoðandi teldi að það gæti valdið íslenska ríkinu bótaskyldu að gera opinbera greinargerð Sigurðar sem send var Alþingi í júlí 2018. Að sögn Skúla innihaldi greinargerðin staðreyndavillur og missagnir sem gætu, auk bótaskyldunnar, skaðað hagsmuni ríkisins með ýmsum hætti. Þetta kom fram í umsögn ríkisendurskoðanda til forsætisnefndar Alþingis vegna kæru Viðskiptablaðsins um aðgang að téðri greinargerð. Sigurður Þórðarson sagði á móti í samtali við Vísi að hann kannist við fátt í skýrslu Skúla. Með öðrum orðum þessar skýrslur eru eins og svart og hvítt. Þá hefur Birgir Ármannsson hafnað ósk þess efnis að Vísi sé veitt aðgengi að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, eins og meðfylgjandi bréf ber með sér. Alþingi Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
„Það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í gær eftir að Bergþór Ólason Miðflokki hafði spurt hann um afstöðu hans til þess að greinargerð Sigurðar væri ekki birt, sem þá hafði verið mjög til umræðu, innan þings sem utan. Vísir hefur fjallað ítarlega um málefni Lindarhvols að undanförnu en í síðustu viku var málflutningur í bótamáli Frigusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli. Grunur leikur á um að frjálslega hafi verið farið með þegar eignir sem féllu í hendur ríkisins eftir fjármálahrun voru seldar aftur til einkaaðila; að ýmsir hafi fengið þær fyrir hrakvirði. Það er uppleggið í máli Frigusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli. Leyndarhyggjan orðin að sjálfstæðu vandamáli Í réttarhöldunum sagði Sigurður Þórðarson að það mætti meta það svo að virði Klakka, sem um er tekist í máli Frigusar, hafi verið seldur á undirvirði um sem nemur hálfum milljarði króna. Vísir ræddi við Sigurð sem taldi það sæta furðu að greinargerð hans um Lindarhvol, en hann rannsakaði starfsemina í tvö ár, fengist ekki birt. Sigurður segist ekki enn hafa fengið það útskýrt hvað þar er sem ekki þolir dagsins ljós. Hann telur leyndarhyggjuna orðna að sjálfstæðu og alvarlegu vandamáli. Birgir Ármannsson forseti þingsins hefur staðið í vegi fyrir birtingu greinargerðarinnar og hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna þess. Jafnvel verið látið að liggja að Birgir vilji með leyndinni þjóna hagsmunum Bjarna sem stofnaði til Lindarhvols á sínum tíma og fól trúnaðarvini sínum, sem Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar kallar svo, Steinari Þór Guðgeirssyni, að annast starfsemina. „það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli“ Nú liggur fyrir að Bjarni er á sömu línu og Birgir, sem sér öll tormerki á því að greinargerðin verði birt. Bjarni telur spurninguna vera: Af hverju að birta greinargerðina? En ekki: Af hverju ekki að birta greinargerðina? „Ég hef svo sem enga sérstaka rannsókn lagt í það mál sem hefur verið inni á borði forsætisnefndar. Ég hins vegar horfi þannig á að þegar Ríkisendurskoðun er falið að skoða tiltekin málefni þá geti bara verið ein skýrsla frá ríkisendurskoðanda. Og sú skýrsla er komin út, hún var gefin út og það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli.“ Bjarni vísar hér til skýrslu sem kom út í tíð Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda en þar kemur fram að starfsemi Lindarhvols hafi verið með miklum ágætum. Sú niðurstaða kom mörgum í opna skjöldu. „Það sem er vísað til er ekki endanleg skýrsla setts ríkisendurskoðanda heldur einhverskonar skjal sem ég kann ekki nánari deili á og hef ekki séð og getur ekki verið endanleg niðurstaða í málinu. Og fyrir Alþingi sem hefur ríkisendurskoðanda sem sinn trúnaðarmann hlýtur aðalatriðið að vera það að embættið hefur skilað skýrslu til þingsins,“ segir Bjarni. Skúli taldi að greinargerðin kynni að valda ríkinu bótaskyldu Í frétt Viðskiptablaðsins frá í september 2018 kemur fram að Skúli Eggert þá ríkisendurskoðandi teldi að það gæti valdið íslenska ríkinu bótaskyldu að gera opinbera greinargerð Sigurðar sem send var Alþingi í júlí 2018. Að sögn Skúla innihaldi greinargerðin staðreyndavillur og missagnir sem gætu, auk bótaskyldunnar, skaðað hagsmuni ríkisins með ýmsum hætti. Þetta kom fram í umsögn ríkisendurskoðanda til forsætisnefndar Alþingis vegna kæru Viðskiptablaðsins um aðgang að téðri greinargerð. Sigurður Þórðarson sagði á móti í samtali við Vísi að hann kannist við fátt í skýrslu Skúla. Með öðrum orðum þessar skýrslur eru eins og svart og hvítt. Þá hefur Birgir Ármannsson hafnað ósk þess efnis að Vísi sé veitt aðgengi að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, eins og meðfylgjandi bréf ber með sér.
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15