Tilkynnti áhorfendum að hann hefði kúkað í buxurnar á miðjum tónleikum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 14:31 Tónlistarmaðurinn Mugison var viðmælandi í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Stöð 2 „Ég kúkaði á mig uppi á sviði í Brussel,“ rifjar tónlistarmaðurinn Mugison upp, aðspurður hvert sé vandræðalegasta augnablik sem hann hafi upplifað uppi á sviði. Mugison, sem heitir réttu nafni Örn Elías Guðmundsson, var viðmælandi í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Þar fór hann yfir ferilinn og rifjaði meðal annars upp augnablikið þegar hann kúkaði á sig á miðjum tónleikum. Hann var þá staddur á tónleikaferðalagi í Evrópu með hljómsveitunum Ghost Digital og Aparat Organ Quartet. Mugison hafði fengið sér kebab eitt kvöldið og vaknaði daginn eftir með matareitrun. Þann dag átti hópurinn fyrir höndum langa bílferð til Brussel þar sem hann var að fara vera með tónleika um kvöldið. Áreynslan var honum um megn „Svo var ég allan daginn á klósettinu og var kominn með hita og allt,“ lýsir Mugison. Hann hringdi í konuna sína og sagðist ekki vera viss um að hann gæti stigið á svið. Hún sagði honum hins vegar að harka af sér og klára giggið. „Ég byrja að spila og það gengur vel. Ég tek tvö - þrjú lög. Svo er lag sem heitir I‘m on Fire og það er svona verið að rimma í því lagi,“ segir Mugison sem á þá við ákveðinn söngstíl sem líkist öskri, sem krafðist þess að hann þurfti aðeins að hita röddina upp, sem hann gerði uppi á sviði. Sú áreynsla reyndist honum hins vegar um megn og varð það til þess að hann kúkaði í buxurnar uppi á miðju sviði. Mugison sá enga aðra leið út úr þessum aðstæðum en að tilkynna áhorfendum hvað hefði skeð. „Það hlógu allir og héldu bara að ég væri með eitthvað uppistand,“ en þegar hann sneri sér við og áhorfendur sáu blettinn aftan á honum, þagnaði salurinn samstundis. Kúkurinn stoppaði ljósmyndarann ekki Þegar hann labbaði út af sviðinu kom að honum franskur ljósmyndari sem vildi endilega fá að taka af honum ljósmynd. „Ég segi við hann: „Sorry I just shitted myself, I have to go to the hotel“,“ en ljósmyndaranum virtist vera alveg sama og byrjaði að smella af. „Ég fann bara að draslið var að storkna og hitna og mér leið ógeðslega illa. Svo fann ég bara að ég þurfti að skíta aftur,“ segir Mugison sem sér þó augljóslega húmorinn í þessum óheppilegu aðstæðum í dag. Klippa: Tilkynnti áhorfendum að hann hefði kúkað í buxurnar á miðjum tónleikum Tónlistarmennirnir okkar Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur“ „Fólk heldur að ég sé með nefið upp í loftið og með tóman kjaft alltaf. Ég veit ekki hvað það er sko, en málið er að ég er kaldhæðinn,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. 23. janúar 2023 14:30 Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30 Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Mugison, sem heitir réttu nafni Örn Elías Guðmundsson, var viðmælandi í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Þar fór hann yfir ferilinn og rifjaði meðal annars upp augnablikið þegar hann kúkaði á sig á miðjum tónleikum. Hann var þá staddur á tónleikaferðalagi í Evrópu með hljómsveitunum Ghost Digital og Aparat Organ Quartet. Mugison hafði fengið sér kebab eitt kvöldið og vaknaði daginn eftir með matareitrun. Þann dag átti hópurinn fyrir höndum langa bílferð til Brussel þar sem hann var að fara vera með tónleika um kvöldið. Áreynslan var honum um megn „Svo var ég allan daginn á klósettinu og var kominn með hita og allt,“ lýsir Mugison. Hann hringdi í konuna sína og sagðist ekki vera viss um að hann gæti stigið á svið. Hún sagði honum hins vegar að harka af sér og klára giggið. „Ég byrja að spila og það gengur vel. Ég tek tvö - þrjú lög. Svo er lag sem heitir I‘m on Fire og það er svona verið að rimma í því lagi,“ segir Mugison sem á þá við ákveðinn söngstíl sem líkist öskri, sem krafðist þess að hann þurfti aðeins að hita röddina upp, sem hann gerði uppi á sviði. Sú áreynsla reyndist honum hins vegar um megn og varð það til þess að hann kúkaði í buxurnar uppi á miðju sviði. Mugison sá enga aðra leið út úr þessum aðstæðum en að tilkynna áhorfendum hvað hefði skeð. „Það hlógu allir og héldu bara að ég væri með eitthvað uppistand,“ en þegar hann sneri sér við og áhorfendur sáu blettinn aftan á honum, þagnaði salurinn samstundis. Kúkurinn stoppaði ljósmyndarann ekki Þegar hann labbaði út af sviðinu kom að honum franskur ljósmyndari sem vildi endilega fá að taka af honum ljósmynd. „Ég segi við hann: „Sorry I just shitted myself, I have to go to the hotel“,“ en ljósmyndaranum virtist vera alveg sama og byrjaði að smella af. „Ég fann bara að draslið var að storkna og hitna og mér leið ógeðslega illa. Svo fann ég bara að ég þurfti að skíta aftur,“ segir Mugison sem sér þó augljóslega húmorinn í þessum óheppilegu aðstæðum í dag. Klippa: Tilkynnti áhorfendum að hann hefði kúkað í buxurnar á miðjum tónleikum
Tónlistarmennirnir okkar Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur“ „Fólk heldur að ég sé með nefið upp í loftið og með tóman kjaft alltaf. Ég veit ekki hvað það er sko, en málið er að ég er kaldhæðinn,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. 23. janúar 2023 14:30 Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30 Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur“ „Fólk heldur að ég sé með nefið upp í loftið og með tóman kjaft alltaf. Ég veit ekki hvað það er sko, en málið er að ég er kaldhæðinn,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. 23. janúar 2023 14:30
Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30
Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00