Skoða hvers vegna farþegum var vísað út í óveðrið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 13:52 Farþegum Strætó í leið 18 var vísað út úr vögnunum í gær við Ingunnarskóla í Grafarholti vegna ófærðar. Framkvæmdastjóri Strætó segir málið til skoðunar. Vísir/Vilhelm Farþegar Strætó, sem voru á ferð með leið 18 í átt að Spönginni í gærkvöldi, lentu í því leiðinlega atviki að vera vísað út úr vagninum við Ingunnarskóla í Grafarholti vegna ófærðar. Farþegunum var ekki boðið að fara með vagninum í skjól og þurftu þeir að fá aðstoð björgunarsveita til að komast leiðar sinnar. Lesandi Vísis, sem vildi ekki láta nafns síns getið, hafði samband í morgun til að greina frá þessu atviki. Hann sagðist hafa verið á leið heim úr vinnu í gærkvöldi þegar honum og öðrum farþega var vísað út úr vagni 18 vegna ófærðar á leið vagnsins. Vagninn þurfti að snúa við og gat ekki klárað sinn hefðbundna hring um Úlfarsárdal áður en hann hélt í Spöngina. Farþeginn segir að þrátt fyrir það hafi vagninn farið í átt að Spönginni, bara aðra leið, en ekki boðið þeim að koma með. „Hann stoppar og segir að hann geti ekki farið lengra því Úlfarsárdalur er lokaður og að við þurfum að fara út þarna. Þegar við stóðum og biðum eftir að hann opnað sagðist hann ætla að fara beint í Spöngina en bauð okkur ekki að koma með,“ segir farþeginn. Báðir farþegarnir hafi þá farið að hringja símtöl til að koma sér heim en ekkert gengið. Tíu mínútum seinna hafi hinn farþeginn verið sóttur en eftir nokkra stund hafi bæst aftur í hópinn, þegar næsti Strætó kom og bílstjórinn vísaði sínum eina farþega út. Þarna við Inngunnarskóla hafi ekkert skjól verið að finna, enda strætóskýlin gömul, og þeir hafi verið orðnir gegnblautur vegna snjókomunnar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Farþeginn segir að systir hans hafi verið við vinnu á KFC í Grafarholti og ætlað að sækja hann á leiðinni heim en fest bílinn sinn og fengið aðstoð björgunarsveita við að losa hann. Björgunarsveitarmenn hafi fallist á að sækja farþegana upp að Ingunnarskóla og koma þeim á KFC, þar sem þeir komust í skjól og gátu látið sækja sig. „Ef björgunarsveitin hefði ekki verið þarna rétt hjá hefðum við verið miklu lengur að koma okkur heim.“ Jóhanes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir auðvitað ekki æskilegt að vagnstjórar vísi fólki út í brjáluðu veðri. Málið sé í skoðun. „Við förum auðvitað yfir málið en það kemur manni pínulítið á óvart í þessum veðurviðvörunum hvað fólk er mikið á ferðinni. Við vorum búin að tilkynna líka breytingu á þessari leið sem um ræðir sem virðist hafa farið fram hjá fólki. Maður er hugsi hvað fólk er lítið að fylgjast með viðvörunum,“ segir Jóhannes. Strætó Veður Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Lesandi Vísis, sem vildi ekki láta nafns síns getið, hafði samband í morgun til að greina frá þessu atviki. Hann sagðist hafa verið á leið heim úr vinnu í gærkvöldi þegar honum og öðrum farþega var vísað út úr vagni 18 vegna ófærðar á leið vagnsins. Vagninn þurfti að snúa við og gat ekki klárað sinn hefðbundna hring um Úlfarsárdal áður en hann hélt í Spöngina. Farþeginn segir að þrátt fyrir það hafi vagninn farið í átt að Spönginni, bara aðra leið, en ekki boðið þeim að koma með. „Hann stoppar og segir að hann geti ekki farið lengra því Úlfarsárdalur er lokaður og að við þurfum að fara út þarna. Þegar við stóðum og biðum eftir að hann opnað sagðist hann ætla að fara beint í Spöngina en bauð okkur ekki að koma með,“ segir farþeginn. Báðir farþegarnir hafi þá farið að hringja símtöl til að koma sér heim en ekkert gengið. Tíu mínútum seinna hafi hinn farþeginn verið sóttur en eftir nokkra stund hafi bæst aftur í hópinn, þegar næsti Strætó kom og bílstjórinn vísaði sínum eina farþega út. Þarna við Inngunnarskóla hafi ekkert skjól verið að finna, enda strætóskýlin gömul, og þeir hafi verið orðnir gegnblautur vegna snjókomunnar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Farþeginn segir að systir hans hafi verið við vinnu á KFC í Grafarholti og ætlað að sækja hann á leiðinni heim en fest bílinn sinn og fengið aðstoð björgunarsveita við að losa hann. Björgunarsveitarmenn hafi fallist á að sækja farþegana upp að Ingunnarskóla og koma þeim á KFC, þar sem þeir komust í skjól og gátu látið sækja sig. „Ef björgunarsveitin hefði ekki verið þarna rétt hjá hefðum við verið miklu lengur að koma okkur heim.“ Jóhanes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir auðvitað ekki æskilegt að vagnstjórar vísi fólki út í brjáluðu veðri. Málið sé í skoðun. „Við förum auðvitað yfir málið en það kemur manni pínulítið á óvart í þessum veðurviðvörunum hvað fólk er mikið á ferðinni. Við vorum búin að tilkynna líka breytingu á þessari leið sem um ræðir sem virðist hafa farið fram hjá fólki. Maður er hugsi hvað fólk er lítið að fylgjast með viðvörunum,“ segir Jóhannes.
Strætó Veður Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira