„Eins og að setja startvökva á gamla díselvél“ Snorri Másson skrifar 30. janúar 2023 08:46 Sunna Dís Másdóttir rithöfundur var sigursæl í liðinni viku eftir að hún hlaut hinn svonefnda Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir frumsamið ljóð. Tekið var hús á henni í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem rithöfundar ýmsir hafa aðsetur í góðu yfirlæti. Innslagið má sjá í Íslandi í dag hér að ofan og hefst á níundu mínútu. Um leið var Sunna spurð út í forvitnilegt ritlistarnámskeið sem hún hefur haldið úti, þar sem óbreyttir borgarar eru látnir skrifa texta á hverjum morgni samkvæmt kveikjum sem koma frá leiðbeinandanum, Sunnu. Sunna Dís Másdóttir rithöfundur hefur í nógu að snúast.Vísir/Einar Árangurinn lætur ekki á sér standa: „Það var einhver sem sagði að þetta væri eins og að setja startvökva á gamla díselvél. Sem mér finnst sérstaklega ánægjulegt að heyra,“ segir Sunna. Þar að auki sjái hún kunnugleg andlit, sem sé fyrrum þátttakendur, á verðlaunaafhendingum í ljóðasamkeppnum. Einhverju er þetta að skila. Gröndalshús sem á nítjándu öld var heimili Benedikts Gröndals skálds og náttúrufræðings hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er nú atvinnuhúsnæði fyrir höfunda úr ýmsum áttum. „Það er mjög gott að skrifa og fílósófera í þessu húsi,“ segir Sunna. Benedikt Gröndal bjó í húsinu 1888-1907.Vísir/Einar Á eftir þegar þú ert búin að deyja Ljóðið sem Sunna var verðlaunuð fyrir lagði hún drög að fyrir um fimm árum, skömmu eftir að amma hennar lést. Nýlega og í aðdraganda samkeppninnar þótti Sunnu tímabært að leggja lokahönd á ljóðið, með þessum ágæta árangri. Á eftir þegar þú ert búin að deyja Á eftir þegar þú ert búin að deyja ætla ég að taka þig með mér héðan, sveipa um þig dimmrauða teppinu sem þú felur þig undir, hylja þig nepalskri jakuxaull og stinga tönnunum þínum í vasann. Vatnið drýpur úr svampinum á náttborðinu. Hann er tannholdsbleikur á hvítum pinna og þú læsir kjálkunum um hann eins og ungbarn um móðurbrjóst þegar hann strýkst við varir þínar. Fyrsta viðbragðið er það síðasta sem hverfur. Á eftir þegar þú ert búin að deyja förum við í sirkus og borðum kandíflos sem límist í góminn klístrast við tannholdið spunninn sykur á pappírsvafningi, hann leysist upp á tungunni eins og tíminn og ég rétti þér tennurnar og sé hendur þínar verða fleygar á ný. Sunna Dís Másdóttir Ljóðlist Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Um leið var Sunna spurð út í forvitnilegt ritlistarnámskeið sem hún hefur haldið úti, þar sem óbreyttir borgarar eru látnir skrifa texta á hverjum morgni samkvæmt kveikjum sem koma frá leiðbeinandanum, Sunnu. Sunna Dís Másdóttir rithöfundur hefur í nógu að snúast.Vísir/Einar Árangurinn lætur ekki á sér standa: „Það var einhver sem sagði að þetta væri eins og að setja startvökva á gamla díselvél. Sem mér finnst sérstaklega ánægjulegt að heyra,“ segir Sunna. Þar að auki sjái hún kunnugleg andlit, sem sé fyrrum þátttakendur, á verðlaunaafhendingum í ljóðasamkeppnum. Einhverju er þetta að skila. Gröndalshús sem á nítjándu öld var heimili Benedikts Gröndals skálds og náttúrufræðings hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er nú atvinnuhúsnæði fyrir höfunda úr ýmsum áttum. „Það er mjög gott að skrifa og fílósófera í þessu húsi,“ segir Sunna. Benedikt Gröndal bjó í húsinu 1888-1907.Vísir/Einar Á eftir þegar þú ert búin að deyja Ljóðið sem Sunna var verðlaunuð fyrir lagði hún drög að fyrir um fimm árum, skömmu eftir að amma hennar lést. Nýlega og í aðdraganda samkeppninnar þótti Sunnu tímabært að leggja lokahönd á ljóðið, með þessum ágæta árangri. Á eftir þegar þú ert búin að deyja Á eftir þegar þú ert búin að deyja ætla ég að taka þig með mér héðan, sveipa um þig dimmrauða teppinu sem þú felur þig undir, hylja þig nepalskri jakuxaull og stinga tönnunum þínum í vasann. Vatnið drýpur úr svampinum á náttborðinu. Hann er tannholdsbleikur á hvítum pinna og þú læsir kjálkunum um hann eins og ungbarn um móðurbrjóst þegar hann strýkst við varir þínar. Fyrsta viðbragðið er það síðasta sem hverfur. Á eftir þegar þú ert búin að deyja förum við í sirkus og borðum kandíflos sem límist í góminn klístrast við tannholdið spunninn sykur á pappírsvafningi, hann leysist upp á tungunni eins og tíminn og ég rétti þér tennurnar og sé hendur þínar verða fleygar á ný. Sunna Dís Másdóttir
Á eftir þegar þú ert búin að deyja Á eftir þegar þú ert búin að deyja ætla ég að taka þig með mér héðan, sveipa um þig dimmrauða teppinu sem þú felur þig undir, hylja þig nepalskri jakuxaull og stinga tönnunum þínum í vasann. Vatnið drýpur úr svampinum á náttborðinu. Hann er tannholdsbleikur á hvítum pinna og þú læsir kjálkunum um hann eins og ungbarn um móðurbrjóst þegar hann strýkst við varir þínar. Fyrsta viðbragðið er það síðasta sem hverfur. Á eftir þegar þú ert búin að deyja förum við í sirkus og borðum kandíflos sem límist í góminn klístrast við tannholdið spunninn sykur á pappírsvafningi, hann leysist upp á tungunni eins og tíminn og ég rétti þér tennurnar og sé hendur þínar verða fleygar á ný. Sunna Dís Másdóttir
Ljóðlist Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira