Kallar eftir fundi með lögreglu og vill hraðamyndavél á Norðurströnd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2023 22:16 Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi mun óska eftir fundi með lögreglunni strax í fyrramálið vegna alvarlegs bílslyss sem varð í bænum á föstudag. Bæjarbúar vilja að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir hraðakstur, til dæmis með uppsetningu hraðamyndavélar. Tveir bílar lentu saman á Norðurströnd á Seltjarnarnesi laust eftir klukkan ellefu á föstudagskvöld. Annar ökumannanna hafði verið að taka fram úr bíl þegar hann lenti framan á hinum, sem kom úr gagnstæðri átt. Betur fór en á horfðist, enginn slasaðist alvarlega en fimm sem voru í bílunum voru fluttir á sjúkrahús. Samkvæmt sjónarvottum hafði ökumaðurinn, sem var að taka fram úr, verið í einhvers konar kappasktri við annan ungan ökumann á Norðurströnd og töldu sjónarvottarnir að þeir hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Fimmtíu kílómetra hámarkshraði er við Norðurströnd. Bæjarstjóri segir íbúa hafa haft áhyggjur af hraðakstri á Norðurströnd um langt skeið. „Það er voðalega vont að það þurfi slys til til þess að umræða myndist,“ segir Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. „Þetta er blindur kafli, allt frá Gróttu í vestri að bæjarmörkunum, sem er um það bil tveggja og hálfs kílómetra kafli. Hér er allt of mikill hraðakstur og oft legið við slysi. Og nú varð slys,“ segir Þór. Grípa þurfi til aðgerða til að sporna við hraðakstri á þessum kafla, ekki síst þar sem göngugötur liggja yfir veginn á nokkur hundruð metra millibili. „Hraðamyndavélar og sektandi myndavélar hafa komið til tals. Nú er það á forræði lögreglunnar að raða slíku niður á höfuðborgarsvæðinu. Við munum kalla eftir að hér verði gripið til aðgerða,“ segir Þór. Munt þú kalla eftir fundi með lögreglu? „Já, strax í fyrramálið mun ég kalla eftir fundi með lögreglu og reyna að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir okkur af því að hér er hreinlega allt of hraður akstur.“ Seltjarnarnes Umferðaröryggi Lögreglumál Tengdar fréttir „Hraðakstur er dauðans alvara“ Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum. 28. janúar 2023 19:31 Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12 Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Tveir bílar lentu saman á Norðurströnd á Seltjarnarnesi laust eftir klukkan ellefu á föstudagskvöld. Annar ökumannanna hafði verið að taka fram úr bíl þegar hann lenti framan á hinum, sem kom úr gagnstæðri átt. Betur fór en á horfðist, enginn slasaðist alvarlega en fimm sem voru í bílunum voru fluttir á sjúkrahús. Samkvæmt sjónarvottum hafði ökumaðurinn, sem var að taka fram úr, verið í einhvers konar kappasktri við annan ungan ökumann á Norðurströnd og töldu sjónarvottarnir að þeir hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Fimmtíu kílómetra hámarkshraði er við Norðurströnd. Bæjarstjóri segir íbúa hafa haft áhyggjur af hraðakstri á Norðurströnd um langt skeið. „Það er voðalega vont að það þurfi slys til til þess að umræða myndist,“ segir Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. „Þetta er blindur kafli, allt frá Gróttu í vestri að bæjarmörkunum, sem er um það bil tveggja og hálfs kílómetra kafli. Hér er allt of mikill hraðakstur og oft legið við slysi. Og nú varð slys,“ segir Þór. Grípa þurfi til aðgerða til að sporna við hraðakstri á þessum kafla, ekki síst þar sem göngugötur liggja yfir veginn á nokkur hundruð metra millibili. „Hraðamyndavélar og sektandi myndavélar hafa komið til tals. Nú er það á forræði lögreglunnar að raða slíku niður á höfuðborgarsvæðinu. Við munum kalla eftir að hér verði gripið til aðgerða,“ segir Þór. Munt þú kalla eftir fundi með lögreglu? „Já, strax í fyrramálið mun ég kalla eftir fundi með lögreglu og reyna að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir okkur af því að hér er hreinlega allt of hraður akstur.“
Seltjarnarnes Umferðaröryggi Lögreglumál Tengdar fréttir „Hraðakstur er dauðans alvara“ Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum. 28. janúar 2023 19:31 Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12 Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
„Hraðakstur er dauðans alvara“ Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum. 28. janúar 2023 19:31
Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12
Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47