„Finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2023 23:30 Ólafur Ólafsson á ferðinni. Vísir/Vilhelm Frammistaða Ólafs Ólafssonar í leik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway deild karla var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hversu mikið mæðir á Ólafi þegar Grindavík spilar og hvernig hans bestu árum hefur í raun verið sóað í meðalmennsku eftir að Grindavík komst í úrslit árið 2017. „Óli Óla átti flottan fyrri hálfleik en kíkjum á hvað hann gerði í seinni hálfleik, því hann var nánast með þessar tölur í fyrri hálfleik. Hér sjáum við að hann sprakk, getum við sagt. Það hvílir ofboðslega mikið á hans herðum. Hann þarf að skapa, hann þarf að passa upp á allar róteringar í vörninni séu réttar, hann er að dekka hávaxnari menn og það er rosalega mikið sem mæðir á honum,“ sagði Kjartan Atli Kjartanssonm þáttastjórnandi um frammistöðu Óla Óla gegn Keflavík. Tölfræði Óla Óla gegn Keflavík.Körfuboltakvöld „Nú eru Grindvíkingar að næla í Zoran Vrkić, hann er að koma í gult. Hverju bætir hann við og hversu mikið léttir hann af herðum Óla,“ spurði Kjartan Atli svo Brynjar Þór Björnsson, sérfræðing þáttarins. „Það er svo erfitt að segja því Grindavíkurliðið er búið að vera síðan 2017 í tómu veseni með útlendingamál og leikmannamál. Alltaf að skipta um, enginn festa og mér finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku þegar þeir gátu farið á eftir Mike Craion, borgað honum alvöru pening. Í staðinn fyrir „Þessi gæi er geggjaður, fáum hann“ þá eru þeir alltaf að taka einhverjar áhættur,“ sagði Brynjar Þór og hélt áfram. „Zoran er góður leikmaður en ég veit ekki hvort hann sé endilega að fara breyta þessu Grindavíkur liði. Hann léttir á liðinu, léttir á Óla en mér finnst of mikið af hrókeringum til að hann sé eitthvað svar við þeirra vandamálum,“ bætti Brynjar Þór við. „Þeir eiga eftir að ná sér í annan Bosman-leikmann. Hann er væntanlega ekki Bosman-leikamaðurinn sem þeir ætla sér að ná í og festa liðið svona,“ skaut Sævar Sævarsson inn í áður en Kjartan Atli benti á að félagið hefði fjóra daga áður en félagaskiptaglugginn lokar. Hér að neðan má sjá þá Kjartan Atla, Brynjar Þór og Sævar ræða Grindavík enn frekar. Liðið situr sem stendur í 7. sæti Subway deildar karla með sjö sigra og sjö töp í 14 leikjum til þessa. Klippa: Körfuboltakvöld: Finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
„Óli Óla átti flottan fyrri hálfleik en kíkjum á hvað hann gerði í seinni hálfleik, því hann var nánast með þessar tölur í fyrri hálfleik. Hér sjáum við að hann sprakk, getum við sagt. Það hvílir ofboðslega mikið á hans herðum. Hann þarf að skapa, hann þarf að passa upp á allar róteringar í vörninni séu réttar, hann er að dekka hávaxnari menn og það er rosalega mikið sem mæðir á honum,“ sagði Kjartan Atli Kjartanssonm þáttastjórnandi um frammistöðu Óla Óla gegn Keflavík. Tölfræði Óla Óla gegn Keflavík.Körfuboltakvöld „Nú eru Grindvíkingar að næla í Zoran Vrkić, hann er að koma í gult. Hverju bætir hann við og hversu mikið léttir hann af herðum Óla,“ spurði Kjartan Atli svo Brynjar Þór Björnsson, sérfræðing þáttarins. „Það er svo erfitt að segja því Grindavíkurliðið er búið að vera síðan 2017 í tómu veseni með útlendingamál og leikmannamál. Alltaf að skipta um, enginn festa og mér finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku þegar þeir gátu farið á eftir Mike Craion, borgað honum alvöru pening. Í staðinn fyrir „Þessi gæi er geggjaður, fáum hann“ þá eru þeir alltaf að taka einhverjar áhættur,“ sagði Brynjar Þór og hélt áfram. „Zoran er góður leikmaður en ég veit ekki hvort hann sé endilega að fara breyta þessu Grindavíkur liði. Hann léttir á liðinu, léttir á Óla en mér finnst of mikið af hrókeringum til að hann sé eitthvað svar við þeirra vandamálum,“ bætti Brynjar Þór við. „Þeir eiga eftir að ná sér í annan Bosman-leikmann. Hann er væntanlega ekki Bosman-leikamaðurinn sem þeir ætla sér að ná í og festa liðið svona,“ skaut Sævar Sævarsson inn í áður en Kjartan Atli benti á að félagið hefði fjóra daga áður en félagaskiptaglugginn lokar. Hér að neðan má sjá þá Kjartan Atla, Brynjar Þór og Sævar ræða Grindavík enn frekar. Liðið situr sem stendur í 7. sæti Subway deildar karla með sjö sigra og sjö töp í 14 leikjum til þessa. Klippa: Körfuboltakvöld: Finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins