Jóhann Valgeir kosinn Austfirðingur ársins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2023 18:41 Jóhann Valgeir Davíðsson, íþróttakennari á Eskifirði, segir titlinum fylgja mikill heiður. Austurfrétt Jóhann Valgeir Davíðsson íþróttakennari hefur verið kosinn Austfirðingur ársins 2022. Hann segir kjörið mikinn heiður, en Jóhann Valgeir var hlaut kjörið fyrir elju sína við að benda á vandamál í íþróttahúsi Eskifjarðar. Kosningin var á vegum Austurfréttar en kjörið fer fram árlega. Greint er frá því að Jóhann Valgeir hafi reglulega undanfarin ár vakið athygli á ástandi hússins, meðal annars á Facebook. Íþróttahúsið hefur lekið mikið síðustu misseri og í upphafi janúarmánaðar kom í ljós að mygla væri í húsinu. „Fyrsta myndin sem ég set inn úr húsinu er frá 2014. Fólki fannst hún hræðileg en það gerðist lítið. Það var leki sem var lagaður en þá fór að leka annars staðar. Þakið var loðið, trúlega myglað. Það var ekkert loftræstikerfi en nokkur ár eru síðan því var komið upp. Lekinn hefur aukist síðustu ár. Í haust var hægt að nota þriðjung salarins því það var allt á floti. Það er hundleiðinlegt að vinna við slíkar aðstæður,“ segir Jóhann Valgeir í samtali við Austurfrétt. Hann segir ábendingarnar hljóma eins og „nöldur á Facebook,“ en það breyti því ekki að sveitarfélagið hafi átt að vita um stöðuna. Stundum þurfi að grípa til örþrifaráða. „Íþróttahúsið er ekki vel nýtt af bæjarbúum, það er fyrst og fremst notað af skólanum. Það er því kannski bara við kennararnir, starfsfólk hússins og stöku þjálfari sem vitum hversu slæmt ástandið var. Síðan fer fólk að hugsa til þess að barnið þess geti verið í mygluðu húsi og þá vaknar það. Foreldrar hafa kvartað yfir veikindum sem hafa lagast við að barnið var tekið úr íþróttum. Ég get ekki sagt til um hvort það sé rétt, ég er ekki læknir.“ Mikill hiti var meðal íbúa á fundi á Eskifirði fyrir tveimur vikum síðan sem vilja nýtt íþróttahús. Bæjarfulltrúar segja að fjármagn vanti til slíkrar uppbyggingar og vilja ráðast í nánari úttekt á stöðunni. Nánar um málið á vef Austurfréttar. Fjarðabyggð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Kosningin var á vegum Austurfréttar en kjörið fer fram árlega. Greint er frá því að Jóhann Valgeir hafi reglulega undanfarin ár vakið athygli á ástandi hússins, meðal annars á Facebook. Íþróttahúsið hefur lekið mikið síðustu misseri og í upphafi janúarmánaðar kom í ljós að mygla væri í húsinu. „Fyrsta myndin sem ég set inn úr húsinu er frá 2014. Fólki fannst hún hræðileg en það gerðist lítið. Það var leki sem var lagaður en þá fór að leka annars staðar. Þakið var loðið, trúlega myglað. Það var ekkert loftræstikerfi en nokkur ár eru síðan því var komið upp. Lekinn hefur aukist síðustu ár. Í haust var hægt að nota þriðjung salarins því það var allt á floti. Það er hundleiðinlegt að vinna við slíkar aðstæður,“ segir Jóhann Valgeir í samtali við Austurfrétt. Hann segir ábendingarnar hljóma eins og „nöldur á Facebook,“ en það breyti því ekki að sveitarfélagið hafi átt að vita um stöðuna. Stundum þurfi að grípa til örþrifaráða. „Íþróttahúsið er ekki vel nýtt af bæjarbúum, það er fyrst og fremst notað af skólanum. Það er því kannski bara við kennararnir, starfsfólk hússins og stöku þjálfari sem vitum hversu slæmt ástandið var. Síðan fer fólk að hugsa til þess að barnið þess geti verið í mygluðu húsi og þá vaknar það. Foreldrar hafa kvartað yfir veikindum sem hafa lagast við að barnið var tekið úr íþróttum. Ég get ekki sagt til um hvort það sé rétt, ég er ekki læknir.“ Mikill hiti var meðal íbúa á fundi á Eskifirði fyrir tveimur vikum síðan sem vilja nýtt íþróttahús. Bæjarfulltrúar segja að fjármagn vanti til slíkrar uppbyggingar og vilja ráðast í nánari úttekt á stöðunni. Nánar um málið á vef Austurfréttar.
Fjarðabyggð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira