Heimaspítali á Selfossi - Nýjung í heilbrigðiskerfinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. janúar 2023 20:06 Ragnheiður Antonsdóttir (t.v.), hjúkrunarfræðingur og Jórunn Valgarðsdóttir, læknir saman í einni vitjun Heimaspítalans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimaspítali er ný þjónusta fyrir aldraða á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem læknir og hjúkrunarfræðingur heimsækja skjólstæðinga sína með stuðningsmeðferð í heimahúsi. Tilgangurinn er að fækka innlögnum á bráðamóttöku og sjúkrahús. Starfsfólk Heimaspítalans, sem eru starfsmenn heilsugæslunnar á Selfossi hafa komið sér upp aðstöðu fyrir nýju starfseininguna á sama gangi og bráðamóttakan er á Selfossi. Búið er að merkja fatnað og allt klárt við að sinna skjólstæðingum út í bæ. Blaðamaður fékk að fara í vitjun með Ragnheiði Antonsdóttur, hjúkrunarfræðingi og Jórunn Valgarðsdóttur lækni en þær heimsóttu Örn Sigurðsson, 83 ára íbúa á Selfossi en hann gaf leyfi fyrir myndatöku í heimsókninni. „Þetta er framtíðin ábyggilega og leysir vanda sjúkrahúsanna. Það, sem hrjáir mig heitir Þvagsýrugigt, ekki lífshættulegt en svakalega leiðinlegur sjúkdómur,“ segir Örn, alsæll með þjónustu Heimaspítalans. Ragnheiður og Jórunn tóku blóðprufu hjá Erni, mældu blóðþrýstinginn, fóru yfir lyfin hans og gáfu honum ýmis góð ráð. Hér er Jórunn að hlusta Örn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Svíþjóð. Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Gautaborg Svíþjóð þar sem hún hefur unnið síðustu árin en nú hefur hún ráðið sig til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Ég er bara sannfærð um að þetta muni virka, ég hef séð þetta virka annars staðar, ég sé enga ástæðu til annars,“ segir Guðný Stella. Hún segir ánægjulegt hvað starfsfólk er tilbúið að taka þátt í verkefninu og er jákvætt fyrir því. „Já, algjörlega, það voru allir spenntir fyrir þessu úr öllum starfshópum. Ég er mjög stolt af þessu verkefni en þú byggir ekkert svona einn eða ein, þannig að þetta er samvinnuverkefni,“ segir Guðný Stella. Guðný Stella Guðnadóttir, öldrunarlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem á heiðurinn af stofnun Heimaspítalans, með góðu og jákvæðu starfsfólki stofnunarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jórunn, sem hefur starfað, sem læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í 18 ára líst mjög vel á nýja Heimaspítalann. „Já, það er voðalega gaman að koma og forréttindi að fá að fara í heimsókn til fólks í vitjanir eins og hérna í denn. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Jórunn og bætir við. Heimaspítali er nýjung hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það væri óskandi og ekki veitir nú af í heilbrigðiskerfinu að það væri mögulega hægt að fækka innlögnum og þeir sem geta það og vilja vera heima geti fengið þjónustu heim til sín frekar.“ Ragnheiður að mæla blóðþrýsting hjá Erni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Starfsfólk Heimaspítalans, sem eru starfsmenn heilsugæslunnar á Selfossi hafa komið sér upp aðstöðu fyrir nýju starfseininguna á sama gangi og bráðamóttakan er á Selfossi. Búið er að merkja fatnað og allt klárt við að sinna skjólstæðingum út í bæ. Blaðamaður fékk að fara í vitjun með Ragnheiði Antonsdóttur, hjúkrunarfræðingi og Jórunn Valgarðsdóttur lækni en þær heimsóttu Örn Sigurðsson, 83 ára íbúa á Selfossi en hann gaf leyfi fyrir myndatöku í heimsókninni. „Þetta er framtíðin ábyggilega og leysir vanda sjúkrahúsanna. Það, sem hrjáir mig heitir Þvagsýrugigt, ekki lífshættulegt en svakalega leiðinlegur sjúkdómur,“ segir Örn, alsæll með þjónustu Heimaspítalans. Ragnheiður og Jórunn tóku blóðprufu hjá Erni, mældu blóðþrýstinginn, fóru yfir lyfin hans og gáfu honum ýmis góð ráð. Hér er Jórunn að hlusta Örn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Svíþjóð. Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Gautaborg Svíþjóð þar sem hún hefur unnið síðustu árin en nú hefur hún ráðið sig til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Ég er bara sannfærð um að þetta muni virka, ég hef séð þetta virka annars staðar, ég sé enga ástæðu til annars,“ segir Guðný Stella. Hún segir ánægjulegt hvað starfsfólk er tilbúið að taka þátt í verkefninu og er jákvætt fyrir því. „Já, algjörlega, það voru allir spenntir fyrir þessu úr öllum starfshópum. Ég er mjög stolt af þessu verkefni en þú byggir ekkert svona einn eða ein, þannig að þetta er samvinnuverkefni,“ segir Guðný Stella. Guðný Stella Guðnadóttir, öldrunarlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem á heiðurinn af stofnun Heimaspítalans, með góðu og jákvæðu starfsfólki stofnunarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jórunn, sem hefur starfað, sem læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í 18 ára líst mjög vel á nýja Heimaspítalann. „Já, það er voðalega gaman að koma og forréttindi að fá að fara í heimsókn til fólks í vitjanir eins og hérna í denn. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Jórunn og bætir við. Heimaspítali er nýjung hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það væri óskandi og ekki veitir nú af í heilbrigðiskerfinu að það væri mögulega hægt að fækka innlögnum og þeir sem geta það og vilja vera heima geti fengið þjónustu heim til sín frekar.“ Ragnheiður að mæla blóðþrýsting hjá Erni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira