Von Héðinn Unnsteinsson skrifar 23. janúar 2023 10:30 Í dag taka um 61.000 manns lyf við þunglyndi. Um 24.000 manns búa við örorku eða eru í endurhæfingu og þar af um 10.000 af völdum lyndisraskana. Geðheilsa (andleg líðan) ungmenna (8.-10. bekkur) hefur samkvæmt gögnum Rannsókna og greininga (R&G) ekki verið verri þau ár sem R&G hafa framkvæmt þær kannanir. Litlar framfarir hafa orðið í meðferð við lyndisröskunum undanfarin 30 ár. Opinber geðheilbrigðisþjónusta hefur, að mati undirritaðs, ekki verið eins mikið í umræðunni og nú en iðulega leiða orð eins og biðlistar og óþreyja eftir betri þjónustu þá orðræðu. Landssamtökin Geðhjálp hefur á síðustu misserum m.a. einbeitt orku sinni að benda á þá gjá sem er á milli þess opinbera fjármagns sem fer til þjónustunnar og ætlað umfangs hennar. Að okkar mati er það nær fimmfalt, m.ö.o. að u.þ.b. 5% af þeim 320 milljörðum króna sem renna til heilbrigðismála fara til geðheilbrigðismála á meðan áætlað umfang innan þjónustunnar er 25%. Það er því ekki nema vona að notendur þjónustunnar, aðstandendur þeirra og almenningur fyllist varkárri von þegar eitthvað „nýtt“ birtist á sjóndeildarhringnum. Það var á stjórnarfundi Geðhjálpar 16. október 2019 að undirritaður lagði til að fá til landsins Dr. Robert Carhart Harris frá Imperial College of London til að ræða rannsóknir á lækningargildi sílósíbíns. Stjórn fól í kjölfarið framkvæmdastjóra að vinna málið áfram. Það tók alls þrjá stjórnarfundi að vinna málinu framgöngu. Stjórnarmenn voru hikandi þar sem efnið var á lista yfir bönnuð efni. Þó varð úr að af ráðstefnunni Liggur svarið í náttúrunni varð 22. október árið 2020 og tók Dr. Carhart Harris tók þátt. Þetta var á Covid tímum og var ráðstefnunni streymt og er upptöku af henni að finna hér. Ráðstefnan tókst vel en auk Dr. Carhart Harris tóku þátt í henni íslenskir læknar, sálfræðingur og stjórnmálamaður auk þeirra sem deildu reynslu sinni. Í kjölfarið tók undirritaður ásamt öðrum stjórnarmanni félagsins frumkvæði á eigin vegum að ná tengslum við breska fyrirtækið Compass Pathways sem sinnti rannsóknum á sílósíbíni beggja vegna Atlantsála. Sú tenging tókst og 17. september 2021 komu frumkvöðull og forstjóri þess George Goldsmith sálfræðingur, lækningastjóri Guy Goodwin geðlæknir og starfsmannastjóri Alice Gaillard til landsins í heimsókn. Heimsóknin var alfarið einkaframtak tveggja einstaklinga. Þau funduðu með Lyfjastofnun, áhugasömum haghöfum s.s. formanni geðlæknafélagsins og sálfræðingafélagsins, forstöðufólki innan geðheilbrigðisþjónustu Heilsugæslunnar og Landspítalans og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þau heimsóttu í lok þessa dags forseta Íslands og forsetafrú. Marmið okkar var að stuðla að því að Ísland gæti bæst við þau lönd sem voru þátttakendur í þriðja fasa tilrauna fyrirtækisins með sílósíbíns í lækningarskyni við þrálátu þunglyndi (e. treatment resistant depression). Samtal hófst í kjölfarið milli yfirlæknis á geðsviði Landspítala og fyrirtækisins sem endaði með því að ekki varð af samstarfi sökum ástæðna sem ekki verða raktar hér. Nú í upphafi árs 2023 m.a. eftir ágæta alþjóðlega ráðstefnu um notkun sílósíbíns og annarra hugvíkkandi efna í lækningaskyni sem haldin var af frumkvæði Söru Maríu Júlíudóttur í Hörpu, hefur umræðan um efnin og mögulegt lækninggildi þeirra tekið stakkaskiptum. Ekki einungis hefur hún magnast hér á landi heldur einnig beggja vegna Atlantshafsins. Margir eru á því að þessi þriðja tilraun hins vestræna heims að tileinka sér eiginleika þessara efna muni takast. Tilraun sem hófst árið 1999 með frumkvæði sálfræðingsins Roland Griffiths prófessors við John Hopkins háskóla sem fékk undanþágu Bandaríska Lyfjaeftirlitsins til þess að nota sílósíbíns í tilraunum við meðferð krabbameinssjúklinga. Er ég gekk út af ofan nefndri ráðstefnu bærðust ólíkar tilfinningar í brjósti. Annars vegar von en hins vegar hljómuðu orð séra Friðriks, sem íþróttafélagið Valur hefur gert af sínum einkunnarorðum í huga: „látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði.“ Það er mikilvægt að halda góðu og yfirveguðu jafnvægi á milli þessara þátta. Landssamtökin Geðhjálp hafa frá árinu 2019 tekið frumkvæði í umræðunni um mögulega notkun hugvíkkandi efna í geðheilbrigðisþjónustu. Okkur þykir það mikilvægt þar sem við störfum á fjölbreyttum vettvangi og hlutverk okkar er að rækta geðheilsu Íslendinga og eitt af áherslusviðum okkar er framsækni. Hvað framtíðin leiðir í ljós í þessum efnum er óljóst. Þó verður það að teljast líklegra en hitt að umrædd efni finni sér farveg inn í geðheilbrigðiskerfi okkar á allra næstu árum. Byggi ég þá afstöðu ekki síst á stöðu rannsókna, ekki bara á sílósíbíns heldur einnig MDMA sem er lengst komið í klínískum rannsóknum. Hvað sem verður er eðlilegt að halda í „varkára von“, því það eru nú einu sinni svo að ef einhver tilfinning getur yfirbugað þann ótta sem gegnumsýrir vestræn samfélög þá er það von. Höfundur er formaður landssamtakanna Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Héðinn Unnsteinsson Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Sjá meira
Í dag taka um 61.000 manns lyf við þunglyndi. Um 24.000 manns búa við örorku eða eru í endurhæfingu og þar af um 10.000 af völdum lyndisraskana. Geðheilsa (andleg líðan) ungmenna (8.-10. bekkur) hefur samkvæmt gögnum Rannsókna og greininga (R&G) ekki verið verri þau ár sem R&G hafa framkvæmt þær kannanir. Litlar framfarir hafa orðið í meðferð við lyndisröskunum undanfarin 30 ár. Opinber geðheilbrigðisþjónusta hefur, að mati undirritaðs, ekki verið eins mikið í umræðunni og nú en iðulega leiða orð eins og biðlistar og óþreyja eftir betri þjónustu þá orðræðu. Landssamtökin Geðhjálp hefur á síðustu misserum m.a. einbeitt orku sinni að benda á þá gjá sem er á milli þess opinbera fjármagns sem fer til þjónustunnar og ætlað umfangs hennar. Að okkar mati er það nær fimmfalt, m.ö.o. að u.þ.b. 5% af þeim 320 milljörðum króna sem renna til heilbrigðismála fara til geðheilbrigðismála á meðan áætlað umfang innan þjónustunnar er 25%. Það er því ekki nema vona að notendur þjónustunnar, aðstandendur þeirra og almenningur fyllist varkárri von þegar eitthvað „nýtt“ birtist á sjóndeildarhringnum. Það var á stjórnarfundi Geðhjálpar 16. október 2019 að undirritaður lagði til að fá til landsins Dr. Robert Carhart Harris frá Imperial College of London til að ræða rannsóknir á lækningargildi sílósíbíns. Stjórn fól í kjölfarið framkvæmdastjóra að vinna málið áfram. Það tók alls þrjá stjórnarfundi að vinna málinu framgöngu. Stjórnarmenn voru hikandi þar sem efnið var á lista yfir bönnuð efni. Þó varð úr að af ráðstefnunni Liggur svarið í náttúrunni varð 22. október árið 2020 og tók Dr. Carhart Harris tók þátt. Þetta var á Covid tímum og var ráðstefnunni streymt og er upptöku af henni að finna hér. Ráðstefnan tókst vel en auk Dr. Carhart Harris tóku þátt í henni íslenskir læknar, sálfræðingur og stjórnmálamaður auk þeirra sem deildu reynslu sinni. Í kjölfarið tók undirritaður ásamt öðrum stjórnarmanni félagsins frumkvæði á eigin vegum að ná tengslum við breska fyrirtækið Compass Pathways sem sinnti rannsóknum á sílósíbíni beggja vegna Atlantsála. Sú tenging tókst og 17. september 2021 komu frumkvöðull og forstjóri þess George Goldsmith sálfræðingur, lækningastjóri Guy Goodwin geðlæknir og starfsmannastjóri Alice Gaillard til landsins í heimsókn. Heimsóknin var alfarið einkaframtak tveggja einstaklinga. Þau funduðu með Lyfjastofnun, áhugasömum haghöfum s.s. formanni geðlæknafélagsins og sálfræðingafélagsins, forstöðufólki innan geðheilbrigðisþjónustu Heilsugæslunnar og Landspítalans og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þau heimsóttu í lok þessa dags forseta Íslands og forsetafrú. Marmið okkar var að stuðla að því að Ísland gæti bæst við þau lönd sem voru þátttakendur í þriðja fasa tilrauna fyrirtækisins með sílósíbíns í lækningarskyni við þrálátu þunglyndi (e. treatment resistant depression). Samtal hófst í kjölfarið milli yfirlæknis á geðsviði Landspítala og fyrirtækisins sem endaði með því að ekki varð af samstarfi sökum ástæðna sem ekki verða raktar hér. Nú í upphafi árs 2023 m.a. eftir ágæta alþjóðlega ráðstefnu um notkun sílósíbíns og annarra hugvíkkandi efna í lækningaskyni sem haldin var af frumkvæði Söru Maríu Júlíudóttur í Hörpu, hefur umræðan um efnin og mögulegt lækninggildi þeirra tekið stakkaskiptum. Ekki einungis hefur hún magnast hér á landi heldur einnig beggja vegna Atlantshafsins. Margir eru á því að þessi þriðja tilraun hins vestræna heims að tileinka sér eiginleika þessara efna muni takast. Tilraun sem hófst árið 1999 með frumkvæði sálfræðingsins Roland Griffiths prófessors við John Hopkins háskóla sem fékk undanþágu Bandaríska Lyfjaeftirlitsins til þess að nota sílósíbíns í tilraunum við meðferð krabbameinssjúklinga. Er ég gekk út af ofan nefndri ráðstefnu bærðust ólíkar tilfinningar í brjósti. Annars vegar von en hins vegar hljómuðu orð séra Friðriks, sem íþróttafélagið Valur hefur gert af sínum einkunnarorðum í huga: „látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði.“ Það er mikilvægt að halda góðu og yfirveguðu jafnvægi á milli þessara þátta. Landssamtökin Geðhjálp hafa frá árinu 2019 tekið frumkvæði í umræðunni um mögulega notkun hugvíkkandi efna í geðheilbrigðisþjónustu. Okkur þykir það mikilvægt þar sem við störfum á fjölbreyttum vettvangi og hlutverk okkar er að rækta geðheilsu Íslendinga og eitt af áherslusviðum okkar er framsækni. Hvað framtíðin leiðir í ljós í þessum efnum er óljóst. Þó verður það að teljast líklegra en hitt að umrædd efni finni sér farveg inn í geðheilbrigðiskerfi okkar á allra næstu árum. Byggi ég þá afstöðu ekki síst á stöðu rannsókna, ekki bara á sílósíbíns heldur einnig MDMA sem er lengst komið í klínískum rannsóknum. Hvað sem verður er eðlilegt að halda í „varkára von“, því það eru nú einu sinni svo að ef einhver tilfinning getur yfirbugað þann ótta sem gegnumsýrir vestræn samfélög þá er það von. Höfundur er formaður landssamtakanna Geðhjálpar.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun