Íslensku strákarnir sendu sænska liðstjórann hlaupandi á hótelið í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 10:30 Treyjur sænsku leikmannanna stóðust ekki álagið í leik þeirra á móti Íslandi á HM í handbolta. AP/Bjorn Larsson Rosvall Íslensku strákarnir voru ekki til mikilla vandræða fyrir leikmenn sænska landsliðsins á þessu heimsmeistaramóti en þeir létu í það minnsta sænska liðsstjórann svitna í leik liðanna á föstudaginn. Sænsku fjölmiðlarnir sögðu frá ævintýrum starfsmanns sænska liðsins í miðjum leik á móti Íslandi sem Svíar unnu á endanum með fimm marka mun. Ástæðan var að íslensku strákarnir rifu tvær sænskar keppnistreyjur á fyrstu mínútum leiksins. Fyrst rifnaði treyja Albin Lagergren eftir aðeins tveggja mínútna leik og skömmu síðar rifnaði líka treyja hornamannsins Lucas Pella. Hade fel i går här i svar på någon tweet. Går en spelares båda tröjor sönder är det färdigspelat i matchen. Man får inte ta någon annans nummer. Så materialförvaltare Åhman fick göra en utryckning i går under första halvlek.https://t.co/Iab3vSmttU— Johan Flinck (@JohanFlinck) January 21, 2023 Báðir leikmennirnir skiptu um treyju og klæddu sig í varatreyjuna því þeir máttu ekki halda áfram leik með rifna treyju. „Ef báðar treyjur leikmanns eru rifnar þá má hann ekki koma aftur inn á í leiknum,“ sagði búningastjórinn Christian Åhman í viðtali við Aftonbladet. „Þeir mættu ekki spila. Ef slíkt kemur fyrir í sænsku deildinni, þá geta menn fundið treyju með öðru númeri og látið ritarann vita. Aftur á móti þegar þú ert skráður til leiks á heimsmeistaramótinu með ákveðið númer þá verður þú að vera í því númeri allt mótið,“ sagði hinn 54 ára gamli Åhman. „Þegar tvær treyjur höfðu rifnað eftir sjö mínútur þá vissum við ekki hvernig þetta myndi enda. Ég hljóp því á hótelið og tók allar gulu treyjurnar sem ég fann og hljóp til baka,“ sagði Åhman. Það kom sér vel fyrir sænska landsliðið að það var stutt á hótelið því það er aðeins í sjö mínútna fjarlægð frá Scandinavium höllinni. Á meðan reyndu markvörðurinn Mikael Appelgren og sjúkraþjálfarinn Johanna Seve að líma saman treyju Pella. „Þeir snéru henni við og teipuðu hana saman. Það tókst að líma hana saman og hann hefði getað notað hana ef hin hefði rifnað líka,“ sagði Åhman. Varatreyjan hélt og Lucas Pella var markahæstur í sænska liðnu með átta mörk. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Sænsku fjölmiðlarnir sögðu frá ævintýrum starfsmanns sænska liðsins í miðjum leik á móti Íslandi sem Svíar unnu á endanum með fimm marka mun. Ástæðan var að íslensku strákarnir rifu tvær sænskar keppnistreyjur á fyrstu mínútum leiksins. Fyrst rifnaði treyja Albin Lagergren eftir aðeins tveggja mínútna leik og skömmu síðar rifnaði líka treyja hornamannsins Lucas Pella. Hade fel i går här i svar på någon tweet. Går en spelares båda tröjor sönder är det färdigspelat i matchen. Man får inte ta någon annans nummer. Så materialförvaltare Åhman fick göra en utryckning i går under första halvlek.https://t.co/Iab3vSmttU— Johan Flinck (@JohanFlinck) January 21, 2023 Báðir leikmennirnir skiptu um treyju og klæddu sig í varatreyjuna því þeir máttu ekki halda áfram leik með rifna treyju. „Ef báðar treyjur leikmanns eru rifnar þá má hann ekki koma aftur inn á í leiknum,“ sagði búningastjórinn Christian Åhman í viðtali við Aftonbladet. „Þeir mættu ekki spila. Ef slíkt kemur fyrir í sænsku deildinni, þá geta menn fundið treyju með öðru númeri og látið ritarann vita. Aftur á móti þegar þú ert skráður til leiks á heimsmeistaramótinu með ákveðið númer þá verður þú að vera í því númeri allt mótið,“ sagði hinn 54 ára gamli Åhman. „Þegar tvær treyjur höfðu rifnað eftir sjö mínútur þá vissum við ekki hvernig þetta myndi enda. Ég hljóp því á hótelið og tók allar gulu treyjurnar sem ég fann og hljóp til baka,“ sagði Åhman. Það kom sér vel fyrir sænska landsliðið að það var stutt á hótelið því það er aðeins í sjö mínútna fjarlægð frá Scandinavium höllinni. Á meðan reyndu markvörðurinn Mikael Appelgren og sjúkraþjálfarinn Johanna Seve að líma saman treyju Pella. „Þeir snéru henni við og teipuðu hana saman. Það tókst að líma hana saman og hann hefði getað notað hana ef hin hefði rifnað líka,“ sagði Åhman. Varatreyjan hélt og Lucas Pella var markahæstur í sænska liðnu með átta mörk.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn