„Alltaf auðvelt að vera vitur eftir á“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2023 19:47 Guðmundur horfir til himins í kvöld. Ekki var öllum bænum hans svarað í dag. vísir/vilhelm Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ánægður með sigurinn en ekki árangur Íslands á HM enda hefur liðið lokið keppni. „Þetta var erfiður leikur en mjög kaflaskiptur. Það var slen yfir mannskapnum framan af og við ætluðum ekki að gera þetta svona. Við förum illa að ráði okkur og allt var slakt hjá okkur,“ sagði Guðmundur en sem betur fer var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. „Ég þurfti aðeins að messa yfir mínum mönnum í hálfleik. Við sáum nýtt lið koma inn á völlinn í seinni hálfleik.“ Klippa: Guðmundur gerir um HM Guðmundur gat ekki neitað því að niðurstaða mótsins séu vonbrigði enda ætlaði liðið sér lengra. „Þessi niðurstaða í mótinu er vonbrigði. Við erum svo ótrúlega stutt frá því að fara áfram. Það eru þessar mínútur gegn Ungverjum sem fella okkur. Ég held það hafi verið mikil pressa á liðinu og það var mögulega erfitt að höndla það þegar við vorum komnir svona nálægt þessu. Það var búið að spenna bogann hátt. Að ætlast til þess að við eigum að vinna Svía þegar vantar tvo af betri handboltamönnum heims er ekki rétt,“ segir Guðmundur og bætir við. „Það er ekki mikið rætt að Ómar Ingi, einn besti handboltamaður heims, sé ekki með okkur. Það var erfitt að vera án hans. Það tók tíma að finna taktinn. Planið var að keyra á ákveðnu liði fyrstu tvo leikina og það munaði engu að það tækist. Það er það sem er sárast í þessu.“ Plan þjálfarans gekk ekki upp og því er liðið úr leik. Sér hann eftir einhverju? „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Ég veit ekki hvort ákvarðanir séu réttar meðan hann er í gangi,“ segir þjálfarinn en verður hann áfram með liðið. „Ég er með samning til 2024. Ég ætla ekki að tjá mig um það hvort ég sé rétti maðurinn til að leiða liðið áfram. Það er nóg til af sérfræðingum sem geta tjáð sig um það.“ HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur en mjög kaflaskiptur. Það var slen yfir mannskapnum framan af og við ætluðum ekki að gera þetta svona. Við förum illa að ráði okkur og allt var slakt hjá okkur,“ sagði Guðmundur en sem betur fer var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. „Ég þurfti aðeins að messa yfir mínum mönnum í hálfleik. Við sáum nýtt lið koma inn á völlinn í seinni hálfleik.“ Klippa: Guðmundur gerir um HM Guðmundur gat ekki neitað því að niðurstaða mótsins séu vonbrigði enda ætlaði liðið sér lengra. „Þessi niðurstaða í mótinu er vonbrigði. Við erum svo ótrúlega stutt frá því að fara áfram. Það eru þessar mínútur gegn Ungverjum sem fella okkur. Ég held það hafi verið mikil pressa á liðinu og það var mögulega erfitt að höndla það þegar við vorum komnir svona nálægt þessu. Það var búið að spenna bogann hátt. Að ætlast til þess að við eigum að vinna Svía þegar vantar tvo af betri handboltamönnum heims er ekki rétt,“ segir Guðmundur og bætir við. „Það er ekki mikið rætt að Ómar Ingi, einn besti handboltamaður heims, sé ekki með okkur. Það var erfitt að vera án hans. Það tók tíma að finna taktinn. Planið var að keyra á ákveðnu liði fyrstu tvo leikina og það munaði engu að það tækist. Það er það sem er sárast í þessu.“ Plan þjálfarans gekk ekki upp og því er liðið úr leik. Sér hann eftir einhverju? „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Ég veit ekki hvort ákvarðanir séu réttar meðan hann er í gangi,“ segir þjálfarinn en verður hann áfram með liðið. „Ég er með samning til 2024. Ég ætla ekki að tjá mig um það hvort ég sé rétti maðurinn til að leiða liðið áfram. Það er nóg til af sérfræðingum sem geta tjáð sig um það.“
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira