„Við getum verið best í heimi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2023 19:00 Vésteinn, Ásmundur Einar og Lárus Blöndal á blaðamannafundi ÍSÍ og Menntamálaráðuneytinu í Gautaborg í dag. Vísir/vilhelm Tímamótasamningur var undirritaður í Gautaborg í dag en hann er ætlaður til að styðja við bakið á afreksíþróttafólki á Íslandi. Vésteinn Hafteinsson mun flytja heim til Íslands og leiða verkefnið. „Það leggst rosalega vel í mig að flytja heim. Ég er Íslendingur og hjartað hefur alltaf verið þar,“ segir Vésteinn Hafsteinsson á blaðamannafundi Mennta- og barnamálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þegar skrifað var undir samstarfssamning um stefnumörkun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi ÍSÍ og Mennta- og baranamálaráðherra í Gautaborg í dag. Vésteinn Hafsteinsson mun verða ráðinn Afreksstjóri ÍSÍ og mun samhliða því leiða nýjan starfshóp Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. Markmiðið er að umgjörð afreksíþróttastarfs verði eins og best verður á kosið þannig að afreksíþróttafólk okkar standi jafnfætis keppinautum sínum á alþjóðavísu. „Mitt verkefni verður að gera alla umgjörð og réttindi afreksfólks betra á Íslandi. Það er mjög mikilvægt starf sem verður unnið í samráði við önnur ráðuneyti líka, bara í sambandi við þetta venjulega líf, að geta staðið í þessu. Um er að ræða tryggingarkerfið, lífeyrissjóðir og allt annað, að það komist á laggirnir og það verði gott kerfi í kringum það,“ segir Vésteinn og heldur áfram. „Svo er það þessi greiningarvinna, að greina íþróttafólkið félagslegu, andlegu, líkamlegu og tæknilegu hliðinni og það er svona uppáhalds starfið mitt. Þegar ég hætti þessu eftir fimm til tíu ár þá vona ég að það verði miklu fleiri afreksíþróttafólk á Ísland og fleiri sem fara á Ólympíuleika, Evrópumót og heimsmeistaramót.“ Hann segir að margt gott hafi verið gert í gegnum tíðina á Íslandi en það megi bæta sumt. „Ef við erum með mjög öflugt teymi hjá ÍSÍ sem vinnur vel með sérsamböndunum þá er ég alveg með á hreinu að við getum verið best í heimi í þessari vinnu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni við Véstein. Klippa: Vésteinn á leiðinni heim „Við erum að fara auka gæðin í afreksstarfinu hjá okkur og það er bara mjög mikils virði að það takist,“ segir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, í Gautaborg í dag. „Við erum á sama tíma í samstarfi við menntamálaráðuneytið að greina og skapa betri umgjörð um afreksíþróttastarfið í heild sinni. Það er verkefni sem starfshópur er með á sinni könnu og á að klára á þessu ári.“ Hann segir að réttindi afreksíþróttafólks ættu að batna mikið. „Það á að fara yfir alla löggjöf þar sem á að tryggja réttindi íþróttafólksins sem er að keppa á okkar vegum og það sama á við um tekjur og þetta er allt saman partur af þessu verkefni,“ segir Lárus en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Forseti ÍSÍ spenntur fyrir komandi tímum ÍSÍ Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
„Það leggst rosalega vel í mig að flytja heim. Ég er Íslendingur og hjartað hefur alltaf verið þar,“ segir Vésteinn Hafsteinsson á blaðamannafundi Mennta- og barnamálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þegar skrifað var undir samstarfssamning um stefnumörkun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi ÍSÍ og Mennta- og baranamálaráðherra í Gautaborg í dag. Vésteinn Hafsteinsson mun verða ráðinn Afreksstjóri ÍSÍ og mun samhliða því leiða nýjan starfshóp Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. Markmiðið er að umgjörð afreksíþróttastarfs verði eins og best verður á kosið þannig að afreksíþróttafólk okkar standi jafnfætis keppinautum sínum á alþjóðavísu. „Mitt verkefni verður að gera alla umgjörð og réttindi afreksfólks betra á Íslandi. Það er mjög mikilvægt starf sem verður unnið í samráði við önnur ráðuneyti líka, bara í sambandi við þetta venjulega líf, að geta staðið í þessu. Um er að ræða tryggingarkerfið, lífeyrissjóðir og allt annað, að það komist á laggirnir og það verði gott kerfi í kringum það,“ segir Vésteinn og heldur áfram. „Svo er það þessi greiningarvinna, að greina íþróttafólkið félagslegu, andlegu, líkamlegu og tæknilegu hliðinni og það er svona uppáhalds starfið mitt. Þegar ég hætti þessu eftir fimm til tíu ár þá vona ég að það verði miklu fleiri afreksíþróttafólk á Ísland og fleiri sem fara á Ólympíuleika, Evrópumót og heimsmeistaramót.“ Hann segir að margt gott hafi verið gert í gegnum tíðina á Íslandi en það megi bæta sumt. „Ef við erum með mjög öflugt teymi hjá ÍSÍ sem vinnur vel með sérsamböndunum þá er ég alveg með á hreinu að við getum verið best í heimi í þessari vinnu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni við Véstein. Klippa: Vésteinn á leiðinni heim „Við erum að fara auka gæðin í afreksstarfinu hjá okkur og það er bara mjög mikils virði að það takist,“ segir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, í Gautaborg í dag. „Við erum á sama tíma í samstarfi við menntamálaráðuneytið að greina og skapa betri umgjörð um afreksíþróttastarfið í heild sinni. Það er verkefni sem starfshópur er með á sinni könnu og á að klára á þessu ári.“ Hann segir að réttindi afreksíþróttafólks ættu að batna mikið. „Það á að fara yfir alla löggjöf þar sem á að tryggja réttindi íþróttafólksins sem er að keppa á okkar vegum og það sama á við um tekjur og þetta er allt saman partur af þessu verkefni,“ segir Lárus en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Forseti ÍSÍ spenntur fyrir komandi tímum
ÍSÍ Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira