Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2023 15:01 Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem um ræðir í TikTokmálinu. Getty/Aðsend Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. Vísir greindi frá því í morgun að ónefndur lögmaður hefði fengið skammir í hattinn vegna máls sem varðaði ásakanir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlinum TikTok. Ómar R. Valdimarsson setti sig skömmu síðar í samband við Vísi og steig fram sem umræddur lögmaður. Í yfirlýsingu hans segir að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sé gengdar laus og marklaus vitleysa, sem gefi til nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. „Aðfinnslur nefndarinnar byggja á því, að sá tími sem konan fékk til þess að bregðast við hafi verið of skammur, eða tveir sólarhringar, þar sem dagarnir tveir féllu utan almenns opnunartíma lögmannsstofa. Þessi nálgun hefði kannski átt við þegar sveitasíminn var og hét. Í dag eru boðleiðir endalausar og það að ekki sé hægt að ná í lögmann eftir kl 16:00 á föstudegi er þvæla sem ekki er hægt að taka alvarlega,“ segir Ómar. Hafi orðið að bregðast skjótt við Ómar segir að í umræddu máli hafi skipt miklu máli að bregðast snarlega við, til þess að takmarka skaðann sem ávirðingar konunnar ollu umbjóðanda hans. „Alvarleika ummælanna verður einnig að vega á móti frestinum sem konan fékk, enda ljóst að netníð og árásir á vefnum ganga manna á millum á ljóshraða,“ segir Ómar. Íhugar að fara með niðurstöðuna fyrir dómstóla Þá segir Ómar það umhugsunarefni hvort hann geti látið úrskurð nefndarinnar, sem hann kallar steypu, standa óhaggaðan. „Það er ansi margt óskiljanlegt sem kemur úr þeim fílabeinsturni. Ég hlýt að velta því fyrir mér hvort ekki eigi að láta reyna á ógildingu bullsins fyrir dómi,“ segir hann að lokum. Lögmennska Samfélagsmiðlar Stéttarfélög Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að ónefndur lögmaður hefði fengið skammir í hattinn vegna máls sem varðaði ásakanir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlinum TikTok. Ómar R. Valdimarsson setti sig skömmu síðar í samband við Vísi og steig fram sem umræddur lögmaður. Í yfirlýsingu hans segir að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sé gengdar laus og marklaus vitleysa, sem gefi til nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. „Aðfinnslur nefndarinnar byggja á því, að sá tími sem konan fékk til þess að bregðast við hafi verið of skammur, eða tveir sólarhringar, þar sem dagarnir tveir féllu utan almenns opnunartíma lögmannsstofa. Þessi nálgun hefði kannski átt við þegar sveitasíminn var og hét. Í dag eru boðleiðir endalausar og það að ekki sé hægt að ná í lögmann eftir kl 16:00 á föstudegi er þvæla sem ekki er hægt að taka alvarlega,“ segir Ómar. Hafi orðið að bregðast skjótt við Ómar segir að í umræddu máli hafi skipt miklu máli að bregðast snarlega við, til þess að takmarka skaðann sem ávirðingar konunnar ollu umbjóðanda hans. „Alvarleika ummælanna verður einnig að vega á móti frestinum sem konan fékk, enda ljóst að netníð og árásir á vefnum ganga manna á millum á ljóshraða,“ segir Ómar. Íhugar að fara með niðurstöðuna fyrir dómstóla Þá segir Ómar það umhugsunarefni hvort hann geti látið úrskurð nefndarinnar, sem hann kallar steypu, standa óhaggaðan. „Það er ansi margt óskiljanlegt sem kemur úr þeim fílabeinsturni. Ég hlýt að velta því fyrir mér hvort ekki eigi að láta reyna á ógildingu bullsins fyrir dómi,“ segir hann að lokum.
Lögmennska Samfélagsmiðlar Stéttarfélög Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira