Áform um knatthús í uppnámi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. janúar 2023 14:01 Haukar vilja bæta knatthúsi við aðstöðu sína á Ásvöllum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hauka segir mikil vonbrigði að byggingarleyfi fyrir nýju knatthúsi á Ásvöllum hafi verið fellt úr gildi. Ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála setur áframhaldandi uppbyggingu svæðis félagsins í uppnám. Nefndin birti úrskurð sinn í gær en þar fellir hún úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir knatthúsinu sem er síðan 23. nóvember 2022. Þar kemur fram að kærendur í málinu, sem búa nálægt framkvæmdasvæðinu, hafi kært öll áform og ákvarðanir sem tengjast byggingu knatthússins, bílastæðis og fjögurra æfingavalla. Þá var framkvæmdaleyfi vegna íbúðarhúsnæðis á næstu lóð einnig kært en nefndin vísaði þeirri kæru frá. Sjá einnig: Samþykki byggingaráforma vegna knatthúss Hauka fellt úr gildi Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka, segir niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Ég er auðvitað mjög undrandi á þessari niðurstöðu en þetta er náttúrulega þá bara verkefni væntanlega fyrir bæjarfélagið að fara ofan í saumana á því hvernig staðið hefur verið að skjalagerðinni. Það var unnin heilmikil umhverfisskýrsla og þetta mál er búið að vera í ferli nánast í þrjú ár frá því að menn fór að huga að byggingunni þannig að þetta kemur mér mjög á óvart. Eftir helgina þá bara förum við og skoðum í hvaða stöðu við erum.“ Mikil vinna hafi verið unnin og ljóst að félagið þurfi að bæta aðstöðu sína. „Það veldur mér auðvitað sárum vonbrigðum að við skulum vera komnir í þessa stöðu eftir svona gríðarlega langan tíma að berjast í því að reyna að gera allt kórrétt. Verandi hérna með umhverfið í kringum okkur, Ástjörnina sem okkur þykir afar vænt um. Að geta ekki skapað aðstöðu fyrir hundruð barna sem eru hérna í ört vaxandi íbúabyggð að streyma hérna til okkar. Það finnst mér alveg skelfilegt.“ Næstu skref í málinu verða ákveðin eftir helgi. „Það er auðvitað bara að setjast niður með bæjaryfirvöldum eftir helgi og reyna að greiða úr þessu máli þannig að framkvæmdir þurfi ekki að tefjast.“ Hafnarfjörður Byggingariðnaður Haukar Stjórnsýsla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Nefndin birti úrskurð sinn í gær en þar fellir hún úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir knatthúsinu sem er síðan 23. nóvember 2022. Þar kemur fram að kærendur í málinu, sem búa nálægt framkvæmdasvæðinu, hafi kært öll áform og ákvarðanir sem tengjast byggingu knatthússins, bílastæðis og fjögurra æfingavalla. Þá var framkvæmdaleyfi vegna íbúðarhúsnæðis á næstu lóð einnig kært en nefndin vísaði þeirri kæru frá. Sjá einnig: Samþykki byggingaráforma vegna knatthúss Hauka fellt úr gildi Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka, segir niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Ég er auðvitað mjög undrandi á þessari niðurstöðu en þetta er náttúrulega þá bara verkefni væntanlega fyrir bæjarfélagið að fara ofan í saumana á því hvernig staðið hefur verið að skjalagerðinni. Það var unnin heilmikil umhverfisskýrsla og þetta mál er búið að vera í ferli nánast í þrjú ár frá því að menn fór að huga að byggingunni þannig að þetta kemur mér mjög á óvart. Eftir helgina þá bara förum við og skoðum í hvaða stöðu við erum.“ Mikil vinna hafi verið unnin og ljóst að félagið þurfi að bæta aðstöðu sína. „Það veldur mér auðvitað sárum vonbrigðum að við skulum vera komnir í þessa stöðu eftir svona gríðarlega langan tíma að berjast í því að reyna að gera allt kórrétt. Verandi hérna með umhverfið í kringum okkur, Ástjörnina sem okkur þykir afar vænt um. Að geta ekki skapað aðstöðu fyrir hundruð barna sem eru hérna í ört vaxandi íbúabyggð að streyma hérna til okkar. Það finnst mér alveg skelfilegt.“ Næstu skref í málinu verða ákveðin eftir helgi. „Það er auðvitað bara að setjast niður með bæjaryfirvöldum eftir helgi og reyna að greiða úr þessu máli þannig að framkvæmdir þurfi ekki að tefjast.“
Hafnarfjörður Byggingariðnaður Haukar Stjórnsýsla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira