„Ég er með ævintýri til að segja frá“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2023 17:36 Björgunarsveitir létu þau sem sátu föst síga niður. Vísir/Andrew Davies Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út á skíðasvæðið í Hlíðarfjall við Akureyri í dag þegar önnur stólalyftan þar bilaði, með þeim afleiðingum að 21 skíðakappi sat fastur í á þriðja tíma í lyftunni. Ástralskur ferðamaður sem sat fastur var ánægður með viðbragð björgunaraðila. Það brast skyndilega á með miklu hvassviðri í Hlíðarfjalli um dag sem hafði þær afleiðingar að Fjarkinn, önnur stólalyfta svæðisins, réði ekki við vindinn. „Við bara köllum út viðbragðsaðila og förum að vinna í það að fara í neyðarkeyrslu með lyftuna og sjá hvernig það gengur. Vírinn fer út af lyftunni og þá er ákveðið að tæma lyftu,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Björgunarsveitarmenn í Hlíðarfjalli síðdegis í dag.Vísir/Tryggvi Páll Þá voru björgunarsveitir kallaðar út samkvæmt viðbragsáætlun. 21 skíðakappi sat fastur í stólunum. Þar á meðal var ástralski ferðamaðurinn Andrew Davies, sem er á ferð um Ísland með syni sínum. Þeim varð ekki meint af því að sitja fastir. „Allan tímann sem við erum þarna erum við þétt við hvort annað, reyna að halda hita á okkur. Við erum heppin í dag því að hitastigið var ekki svo lítið, jafn vel þótt vindurinn hafi verið mikill. Það var vindkæling en það var ekki svo slæmt, þannig að okkur leið ekkert svo illa,“ segir Andrew í samtali við fréttastofu. Andrew Davies og sonur hans, fastir í Fjarkanum.Vísir/ Andrew Davies Hann reiknar með að hafa verið fastur í á þriðja tíma, en hafði þó ekki miklar áhyggjur. „Við sáum að það var nóg af fólki á leið upp og niður á snjósleðum svo að við sáum að það var eitthvað að gerast, þannig að okkur leið ekki eins og við værum ein. Ég ætla ekki að segja að við höfum ekki litið niður og hugsað hvort ég gæti dottið niður, myndi ég lifa það af? Ég hugsaði í versta falli myndi ég fótbrotna en verri hlutir en það geta gerst,“ sagði hann. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað útVísir/Andrew Davies Björgunaraðgerðir gengu vel en strandaglóparnir voru látnir síga niður. Engum varð meint af. „Það var enginn sem hlaut skaða af, enginn sem þurfti áfallahjálp. Það var einn sem að var orðinn kaldur en ég held að allir hafi braggast vel,“ segir Brynjar Helgi. Sjálfur segist Andrew vera kominn með góða sögu til að segja þegar hann kemur heim „Ég er með ævintýri til að segja frá. Ég er með nokkrar myndir til að sýna fjölskyldunni minni þegar ég kem heim.“ Veður Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Lögreglumál Akureyri Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Það brast skyndilega á með miklu hvassviðri í Hlíðarfjalli um dag sem hafði þær afleiðingar að Fjarkinn, önnur stólalyfta svæðisins, réði ekki við vindinn. „Við bara köllum út viðbragðsaðila og förum að vinna í það að fara í neyðarkeyrslu með lyftuna og sjá hvernig það gengur. Vírinn fer út af lyftunni og þá er ákveðið að tæma lyftu,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Björgunarsveitarmenn í Hlíðarfjalli síðdegis í dag.Vísir/Tryggvi Páll Þá voru björgunarsveitir kallaðar út samkvæmt viðbragsáætlun. 21 skíðakappi sat fastur í stólunum. Þar á meðal var ástralski ferðamaðurinn Andrew Davies, sem er á ferð um Ísland með syni sínum. Þeim varð ekki meint af því að sitja fastir. „Allan tímann sem við erum þarna erum við þétt við hvort annað, reyna að halda hita á okkur. Við erum heppin í dag því að hitastigið var ekki svo lítið, jafn vel þótt vindurinn hafi verið mikill. Það var vindkæling en það var ekki svo slæmt, þannig að okkur leið ekkert svo illa,“ segir Andrew í samtali við fréttastofu. Andrew Davies og sonur hans, fastir í Fjarkanum.Vísir/ Andrew Davies Hann reiknar með að hafa verið fastur í á þriðja tíma, en hafði þó ekki miklar áhyggjur. „Við sáum að það var nóg af fólki á leið upp og niður á snjósleðum svo að við sáum að það var eitthvað að gerast, þannig að okkur leið ekki eins og við værum ein. Ég ætla ekki að segja að við höfum ekki litið niður og hugsað hvort ég gæti dottið niður, myndi ég lifa það af? Ég hugsaði í versta falli myndi ég fótbrotna en verri hlutir en það geta gerst,“ sagði hann. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað útVísir/Andrew Davies Björgunaraðgerðir gengu vel en strandaglóparnir voru látnir síga niður. Engum varð meint af. „Það var enginn sem hlaut skaða af, enginn sem þurfti áfallahjálp. Það var einn sem að var orðinn kaldur en ég held að allir hafi braggast vel,“ segir Brynjar Helgi. Sjálfur segist Andrew vera kominn með góða sögu til að segja þegar hann kemur heim „Ég er með ævintýri til að segja frá. Ég er með nokkrar myndir til að sýna fjölskyldunni minni þegar ég kem heim.“
Veður Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Lögreglumál Akureyri Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira