Segir málflutning Jóns í útlendingamálum siðlausan Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2023 14:08 Magnús Davíð lögmaður vandar Jóni Gunnarssyni ekki kveðjurnar, segir það í besta falli ófaglegt og versta falli beinlínis siðlaust að dómsmálaráðherra fari rangt með staðreyndir samhliða því sem viðkomandi ráðherra fellir órökstudda gildisdóma um „stjórnleysi“, „hringavitleysu“ og „byrði skattgreiðenda“. vísir/vilhelm Magnús Davíð Norðdahl lögmaður segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fara með rangt mál þegar hann heldur því fram að allir hælisleitendurnir 19 sem vísað var úr landi í nóvember séu komnir aftur. „Þetta er einfaldlega rangt hjá dómsmálaráðherra. Einn umbjóðenda minna sem var handtekinn, haldið í gæsluvarðhaldi og síðan vísað úr landi síðastliðið haust til Grikklands er þar enn. Sorglegast var að örfáum dögum eftir að hann lenti í Grikklandi var mál hans endurupptekið hér á landi og á hann rétt á efnismeðferð í sínu máli.“ Magnús Davíð segir umræddan umbjóðanda sinn, sem hann geti ekki nafngreint á þessu stigi, vera rétt skriðinn yfir tvítugt og hafi fundið sér vinnu hér á landi. Allir komnir aftur Ummælin sem Magnús vísar til féllu í viðtali Reykjavíkur síðdegis við dómsmálaráðherra í vikunni. Þar sagði hann alla þá 19, af þeim 35 sem höfðu fengið synjun og náðist í til að flytja af landi brott, væru komnir aftur til landsins. „„Búnir að endurnýja umsóknir sínar og komnir á framfæri íslenskra skattborgara. Þetta svona eru í hnotskurn veikleikarnir sem við búum við í þessu. Þetta er auðvitað alveg ómöguleg staða. Hér er búið að fjalla um mál einstaklinga og þau fengið þá niðurstöðu eftir að hafa getað kært til æðra stjórnsýslustigs, fengið synjun þar líka. Verið með lögfræðilega ráðgjöf allan tímann. Þá er þetta fólk flutt brott af landi. Það fer ekki sjálfviljugt. Þó að það sé í ólögmætri dvöl, þá fer það ekki af sjálfviljugt og þá þarf að beita þvingunarúrræðum í því,“ sagði Jón. Besta falli ófaglegt, í versta falli siðlaust Magnús Davíð segir sjálfsagt að taka umræðuna um útlendingamál en rétt skuli vera rétt. „Það er í besta falli ófaglegt og versta falli beinlínis siðlaust að dómsmálaráðherra fari rangt með staðreyndir samhliða því sem viðkomandi ráðherra fellir órökstudda gildisdóma um „stjórnleysi“, „hringavitleysu“ og „byrði skattgreiðenda“,“ skrifar Magnús Davíð á Facebook-síðu sína. Hann segir kjarna málsins þann að stjórnvöld hafi kosið að vísa brott fólki sem í mörgum tilvikum beið niðurstöðu endurupptökubeiðna sem líklegt var að fallist yrði á. „Þessi hringavitleysa og óheyrilegur kostnaður er því í boði stjórnvalda sjálfra. Að brottvísa einstaklingi, sem viðbúið er að fái úrlausn sinna mála hér á landi örfáum dögum síðar, er óskiljanlegt sama hvaða mælikvarða er beitt, s.s. mælikvarða skilvirkni, kostnaðar og ekki síst mannúðar.“ Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra um rafvarnarvopn: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
„Þetta er einfaldlega rangt hjá dómsmálaráðherra. Einn umbjóðenda minna sem var handtekinn, haldið í gæsluvarðhaldi og síðan vísað úr landi síðastliðið haust til Grikklands er þar enn. Sorglegast var að örfáum dögum eftir að hann lenti í Grikklandi var mál hans endurupptekið hér á landi og á hann rétt á efnismeðferð í sínu máli.“ Magnús Davíð segir umræddan umbjóðanda sinn, sem hann geti ekki nafngreint á þessu stigi, vera rétt skriðinn yfir tvítugt og hafi fundið sér vinnu hér á landi. Allir komnir aftur Ummælin sem Magnús vísar til féllu í viðtali Reykjavíkur síðdegis við dómsmálaráðherra í vikunni. Þar sagði hann alla þá 19, af þeim 35 sem höfðu fengið synjun og náðist í til að flytja af landi brott, væru komnir aftur til landsins. „„Búnir að endurnýja umsóknir sínar og komnir á framfæri íslenskra skattborgara. Þetta svona eru í hnotskurn veikleikarnir sem við búum við í þessu. Þetta er auðvitað alveg ómöguleg staða. Hér er búið að fjalla um mál einstaklinga og þau fengið þá niðurstöðu eftir að hafa getað kært til æðra stjórnsýslustigs, fengið synjun þar líka. Verið með lögfræðilega ráðgjöf allan tímann. Þá er þetta fólk flutt brott af landi. Það fer ekki sjálfviljugt. Þó að það sé í ólögmætri dvöl, þá fer það ekki af sjálfviljugt og þá þarf að beita þvingunarúrræðum í því,“ sagði Jón. Besta falli ófaglegt, í versta falli siðlaust Magnús Davíð segir sjálfsagt að taka umræðuna um útlendingamál en rétt skuli vera rétt. „Það er í besta falli ófaglegt og versta falli beinlínis siðlaust að dómsmálaráðherra fari rangt með staðreyndir samhliða því sem viðkomandi ráðherra fellir órökstudda gildisdóma um „stjórnleysi“, „hringavitleysu“ og „byrði skattgreiðenda“,“ skrifar Magnús Davíð á Facebook-síðu sína. Hann segir kjarna málsins þann að stjórnvöld hafi kosið að vísa brott fólki sem í mörgum tilvikum beið niðurstöðu endurupptökubeiðna sem líklegt var að fallist yrði á. „Þessi hringavitleysa og óheyrilegur kostnaður er því í boði stjórnvalda sjálfra. Að brottvísa einstaklingi, sem viðbúið er að fái úrlausn sinna mála hér á landi örfáum dögum síðar, er óskiljanlegt sama hvaða mælikvarða er beitt, s.s. mælikvarða skilvirkni, kostnaðar og ekki síst mannúðar.“
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra um rafvarnarvopn: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Dómsmálaráðherra um rafvarnarvopn: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24
Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31
Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50