Segir málflutning Jóns í útlendingamálum siðlausan Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2023 14:08 Magnús Davíð lögmaður vandar Jóni Gunnarssyni ekki kveðjurnar, segir það í besta falli ófaglegt og versta falli beinlínis siðlaust að dómsmálaráðherra fari rangt með staðreyndir samhliða því sem viðkomandi ráðherra fellir órökstudda gildisdóma um „stjórnleysi“, „hringavitleysu“ og „byrði skattgreiðenda“. vísir/vilhelm Magnús Davíð Norðdahl lögmaður segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fara með rangt mál þegar hann heldur því fram að allir hælisleitendurnir 19 sem vísað var úr landi í nóvember séu komnir aftur. „Þetta er einfaldlega rangt hjá dómsmálaráðherra. Einn umbjóðenda minna sem var handtekinn, haldið í gæsluvarðhaldi og síðan vísað úr landi síðastliðið haust til Grikklands er þar enn. Sorglegast var að örfáum dögum eftir að hann lenti í Grikklandi var mál hans endurupptekið hér á landi og á hann rétt á efnismeðferð í sínu máli.“ Magnús Davíð segir umræddan umbjóðanda sinn, sem hann geti ekki nafngreint á þessu stigi, vera rétt skriðinn yfir tvítugt og hafi fundið sér vinnu hér á landi. Allir komnir aftur Ummælin sem Magnús vísar til féllu í viðtali Reykjavíkur síðdegis við dómsmálaráðherra í vikunni. Þar sagði hann alla þá 19, af þeim 35 sem höfðu fengið synjun og náðist í til að flytja af landi brott, væru komnir aftur til landsins. „„Búnir að endurnýja umsóknir sínar og komnir á framfæri íslenskra skattborgara. Þetta svona eru í hnotskurn veikleikarnir sem við búum við í þessu. Þetta er auðvitað alveg ómöguleg staða. Hér er búið að fjalla um mál einstaklinga og þau fengið þá niðurstöðu eftir að hafa getað kært til æðra stjórnsýslustigs, fengið synjun þar líka. Verið með lögfræðilega ráðgjöf allan tímann. Þá er þetta fólk flutt brott af landi. Það fer ekki sjálfviljugt. Þó að það sé í ólögmætri dvöl, þá fer það ekki af sjálfviljugt og þá þarf að beita þvingunarúrræðum í því,“ sagði Jón. Besta falli ófaglegt, í versta falli siðlaust Magnús Davíð segir sjálfsagt að taka umræðuna um útlendingamál en rétt skuli vera rétt. „Það er í besta falli ófaglegt og versta falli beinlínis siðlaust að dómsmálaráðherra fari rangt með staðreyndir samhliða því sem viðkomandi ráðherra fellir órökstudda gildisdóma um „stjórnleysi“, „hringavitleysu“ og „byrði skattgreiðenda“,“ skrifar Magnús Davíð á Facebook-síðu sína. Hann segir kjarna málsins þann að stjórnvöld hafi kosið að vísa brott fólki sem í mörgum tilvikum beið niðurstöðu endurupptökubeiðna sem líklegt var að fallist yrði á. „Þessi hringavitleysa og óheyrilegur kostnaður er því í boði stjórnvalda sjálfra. Að brottvísa einstaklingi, sem viðbúið er að fái úrlausn sinna mála hér á landi örfáum dögum síðar, er óskiljanlegt sama hvaða mælikvarða er beitt, s.s. mælikvarða skilvirkni, kostnaðar og ekki síst mannúðar.“ Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra um rafvarnarvopn: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
„Þetta er einfaldlega rangt hjá dómsmálaráðherra. Einn umbjóðenda minna sem var handtekinn, haldið í gæsluvarðhaldi og síðan vísað úr landi síðastliðið haust til Grikklands er þar enn. Sorglegast var að örfáum dögum eftir að hann lenti í Grikklandi var mál hans endurupptekið hér á landi og á hann rétt á efnismeðferð í sínu máli.“ Magnús Davíð segir umræddan umbjóðanda sinn, sem hann geti ekki nafngreint á þessu stigi, vera rétt skriðinn yfir tvítugt og hafi fundið sér vinnu hér á landi. Allir komnir aftur Ummælin sem Magnús vísar til féllu í viðtali Reykjavíkur síðdegis við dómsmálaráðherra í vikunni. Þar sagði hann alla þá 19, af þeim 35 sem höfðu fengið synjun og náðist í til að flytja af landi brott, væru komnir aftur til landsins. „„Búnir að endurnýja umsóknir sínar og komnir á framfæri íslenskra skattborgara. Þetta svona eru í hnotskurn veikleikarnir sem við búum við í þessu. Þetta er auðvitað alveg ómöguleg staða. Hér er búið að fjalla um mál einstaklinga og þau fengið þá niðurstöðu eftir að hafa getað kært til æðra stjórnsýslustigs, fengið synjun þar líka. Verið með lögfræðilega ráðgjöf allan tímann. Þá er þetta fólk flutt brott af landi. Það fer ekki sjálfviljugt. Þó að það sé í ólögmætri dvöl, þá fer það ekki af sjálfviljugt og þá þarf að beita þvingunarúrræðum í því,“ sagði Jón. Besta falli ófaglegt, í versta falli siðlaust Magnús Davíð segir sjálfsagt að taka umræðuna um útlendingamál en rétt skuli vera rétt. „Það er í besta falli ófaglegt og versta falli beinlínis siðlaust að dómsmálaráðherra fari rangt með staðreyndir samhliða því sem viðkomandi ráðherra fellir órökstudda gildisdóma um „stjórnleysi“, „hringavitleysu“ og „byrði skattgreiðenda“,“ skrifar Magnús Davíð á Facebook-síðu sína. Hann segir kjarna málsins þann að stjórnvöld hafi kosið að vísa brott fólki sem í mörgum tilvikum beið niðurstöðu endurupptökubeiðna sem líklegt var að fallist yrði á. „Þessi hringavitleysa og óheyrilegur kostnaður er því í boði stjórnvalda sjálfra. Að brottvísa einstaklingi, sem viðbúið er að fái úrlausn sinna mála hér á landi örfáum dögum síðar, er óskiljanlegt sama hvaða mælikvarða er beitt, s.s. mælikvarða skilvirkni, kostnaðar og ekki síst mannúðar.“
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra um rafvarnarvopn: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Dómsmálaráðherra um rafvarnarvopn: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24
Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31
Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50