Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. janúar 2023 23:16 Sara Björk Gunnarsdóttir lék með Lyon í tvö ár, en fer ekki fögrum orðum um félagið í grein sem hún birti á vefsíðu The Players Tribune í dag. Maja Hitij/Getty Images Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana. Í grein Söru segir hún meðal annars frá því að hún hafi ekki fengið greidd full laun á meðan hún var ólétt og að henni hafi verið tjáð að hún ætti enga framtíð hjá félaginu ef hún myndi fara með málið til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Grein Söru hefur vakið mikla athygli, bæði hér heima og utan landsteinanna. Margir hafa þakkað Söru fyrir sína baráttu, en eins og kemur fram í greininni sem Sara skrifaði vann hún málið og Lyon var því gert að greiða henni þau laun sem félagið skuldaði henni. Lyon sendi svo frá sér fréttatilkynningu eftir að grein Söru birtist þar sem félagið svarar gagnrýni landsliðsfyrirliðans fyrrverandi. Félagið segist hafa gert allt sem í sínu valdi stóð til að styðja við bakið á Söru í gegnum óléttuna, en að frönsk lög hafi komið í veg fyrir ýmislegt. „Olympique Lyonnais hefur alltaf verið í fararbroddi í kvennaknattspyrnu og hefur stutt sína liðsmenn á öllum sviðum lífsins,“ segir í upphafi fréttatilkynningarinnar. „Við höfum alltaf virt frönsk lög, sem okkur hefur stundum fundist of ströng í þessum málum. Þess vegna höfum við alltaf barist fyrir aukinni vernd leikmanna í þessum málum.“ „Við höfum gert allt sem við getum gert til að styðja Söru Björk Gunnarsdóttur í móðurhlutverkinu, og í endurkomu hennar á hæsta getustig.“ Stolt af því að hafa aðstoðað Söru að snúa aftur á völlinn Fljótlega eftir að Sara komst að því að hún væri barnshafandi fékk hún leyfi frá félaginu til að fara heim til Íslands og klára meðgönguna í nálægð við sína nánustu fjölskyldu. Í fréttatilkynningu Lyon segir að félagið hafi gert allt sem í sínu valdi stóð til að aðstoða Söru eftir að hún snéri aftur til Frakklands, en í grein sinni bendir Sara þó á að enginn frá félaginu hafi haft samband við hana á meðan hún dvaldi á Íslandi. Hvorki til að athuga andlega, né líkamlega líðan hennar. „Við urðum við ósk hennar og samþykktum að leyfa henni að taka fæðingarorlofið á Íslandi, heimalandi hennar. Þegar hún snéri aftur til Frakklands, eftir að sonur hennar fæddist, gerðum við allt sem við gátum til að aðstoða hana að komast aftur í sem best líkamlegt form við aðstæður til að lifa sem bestu lífi í sínu nýja hlutverki sem móðir, ásamt því að tryggja það að hún gæti hafi keppni á ný, með aukinni aðstoð, líkt og við gerðum síðar með Amel Majri,“ segir í fréttatilkynningunni. Sara Björk hitar upp fyrir leik Lyon og Bayern München í Meistaradeild Evrópu.Alex Caparros - UEFA/UEFA via Getty Images „Þetta málefni stendur okkur nærri og við erum stolt af því að hafa staðið með henni þessa mánuði á meðan hún var ólétt og þar til hún snéri aftur á völlinn gegn Suyaux, þar sem hún fékk að ferðast með barni sínu og barnfóstru.“ Gleðjast yfir nýrri reglugerð FIFA en segja hana stangast á við frönsk lög Þá bendir Lyon á að FIFA hafi nýlega kynnt nýja reglugerð sem séu til þess komin að aðstoða leikmenn sem þurfa á fæðingarorlofi að halda og að félagið fagni því. Í sömu andrá segir félagið að þessi reglugerð FIFA stangist á við frönsk lög og að því hafi Söru ekki verið boðinn nýr samningur. „Nýlega lagði FIFA í fyrsta skipti fram reglugerð varðandi leikmenn sem þurfa á fæðingarorlofi að halda á meðan ferlinum stendur. Við gleðjumst yfir því.“ „En nú gagnrýnir FIFA okkur fyrir að hafa ekki boðið Söru Björk Gunnarsdóttur nýjan samning á meðan hún var í veikindaleyfi og síðar fæðingarleyfi, en á sama tíma heimila frönsk lög okkur það ekki, og leikmaðurinn lagði áherslu á það að fá að dvelja heima á Íslandi sem við samþykktum. Við erum stolt af því að hafa haft Söru Björk Gunnarsdóttur í leikmannahópi Olympique Lyonnais. Leiðir okkar skildu aðeins af íþróttalegum ástæðum. Sara með Ragnar Frank Árnason.Vísir/Vilhelm Bjóða Söru að aðstoða sig við að breyta lögunum Í lok fréttatilkynningarinnar endar félagið svo á því að bjóða Söru að aðstoða sig í að breyta þessum frönsku lögum sem félagið segir að hafi staðið í vegi fyrir sér. Félagið sé tilbúið að berjast fyrir réttindum leikmanna þegar kemur að fæðingarorlofi með henni og núverandi leikmanni liðsins, Amel Majri, sem eignaðist barn fyrir um hálfu ári. „Ef hún óskar þess að aðstoða okkur að þróa frönsku lögin, þá viljum við gjarnan hafa hana með í baráttu okkar, ásamt Amel Majri, um að allt íþróttafólk fái að njóta fæðingarorlofsins til fullnustu og snúa aftur til keppni að því loknu,“ segir að lokum í tilkynningunni. Gefur lítið fyrir orð Lyon Árni Vilhjálmsson, barnsfaðir Söru, deildi fréttatilkynningu Lyon á samfélagsmiðlinum Twitter stuttu eftir að hún kom út. Í svari við tístinu telur hann upp nokkur atriði sem honum þykir félagið hafa gert illa á meðan Sara var barnshafandi og biður fólk um að opna augun. „Góður stuðningur ha... - Höfðu ekki samband við hana í sjö mánuði á meðan hún var ólétt. - Borguðu henni ekki laun á meðan hún var ólétt. - Báðu fólk um að ljúga til að hjálpa sínum málstað. - Hótuðu henni með því að segja að hún ætti enga framtíð hjá félaginu ef hún færi með málið til FIFA - Sögðu „nei“ við því að taka son okkar með í útileiki þar sem það gæti truflað leikmenn Árni segir enn fremur að listinn sé alls ekki tæmandi og að hann gæti haldið lengi áfram. Félagið hafi tapað málinu og nú sé kominn tími til að axla ábyrgð. Wake up pic.twitter.com/TcSwsUsMHD— Árni Vilhjálmsson (@ArniVill) January 17, 2023 Franski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Í grein Söru segir hún meðal annars frá því að hún hafi ekki fengið greidd full laun á meðan hún var ólétt og að henni hafi verið tjáð að hún ætti enga framtíð hjá félaginu ef hún myndi fara með málið til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Grein Söru hefur vakið mikla athygli, bæði hér heima og utan landsteinanna. Margir hafa þakkað Söru fyrir sína baráttu, en eins og kemur fram í greininni sem Sara skrifaði vann hún málið og Lyon var því gert að greiða henni þau laun sem félagið skuldaði henni. Lyon sendi svo frá sér fréttatilkynningu eftir að grein Söru birtist þar sem félagið svarar gagnrýni landsliðsfyrirliðans fyrrverandi. Félagið segist hafa gert allt sem í sínu valdi stóð til að styðja við bakið á Söru í gegnum óléttuna, en að frönsk lög hafi komið í veg fyrir ýmislegt. „Olympique Lyonnais hefur alltaf verið í fararbroddi í kvennaknattspyrnu og hefur stutt sína liðsmenn á öllum sviðum lífsins,“ segir í upphafi fréttatilkynningarinnar. „Við höfum alltaf virt frönsk lög, sem okkur hefur stundum fundist of ströng í þessum málum. Þess vegna höfum við alltaf barist fyrir aukinni vernd leikmanna í þessum málum.“ „Við höfum gert allt sem við getum gert til að styðja Söru Björk Gunnarsdóttur í móðurhlutverkinu, og í endurkomu hennar á hæsta getustig.“ Stolt af því að hafa aðstoðað Söru að snúa aftur á völlinn Fljótlega eftir að Sara komst að því að hún væri barnshafandi fékk hún leyfi frá félaginu til að fara heim til Íslands og klára meðgönguna í nálægð við sína nánustu fjölskyldu. Í fréttatilkynningu Lyon segir að félagið hafi gert allt sem í sínu valdi stóð til að aðstoða Söru eftir að hún snéri aftur til Frakklands, en í grein sinni bendir Sara þó á að enginn frá félaginu hafi haft samband við hana á meðan hún dvaldi á Íslandi. Hvorki til að athuga andlega, né líkamlega líðan hennar. „Við urðum við ósk hennar og samþykktum að leyfa henni að taka fæðingarorlofið á Íslandi, heimalandi hennar. Þegar hún snéri aftur til Frakklands, eftir að sonur hennar fæddist, gerðum við allt sem við gátum til að aðstoða hana að komast aftur í sem best líkamlegt form við aðstæður til að lifa sem bestu lífi í sínu nýja hlutverki sem móðir, ásamt því að tryggja það að hún gæti hafi keppni á ný, með aukinni aðstoð, líkt og við gerðum síðar með Amel Majri,“ segir í fréttatilkynningunni. Sara Björk hitar upp fyrir leik Lyon og Bayern München í Meistaradeild Evrópu.Alex Caparros - UEFA/UEFA via Getty Images „Þetta málefni stendur okkur nærri og við erum stolt af því að hafa staðið með henni þessa mánuði á meðan hún var ólétt og þar til hún snéri aftur á völlinn gegn Suyaux, þar sem hún fékk að ferðast með barni sínu og barnfóstru.“ Gleðjast yfir nýrri reglugerð FIFA en segja hana stangast á við frönsk lög Þá bendir Lyon á að FIFA hafi nýlega kynnt nýja reglugerð sem séu til þess komin að aðstoða leikmenn sem þurfa á fæðingarorlofi að halda og að félagið fagni því. Í sömu andrá segir félagið að þessi reglugerð FIFA stangist á við frönsk lög og að því hafi Söru ekki verið boðinn nýr samningur. „Nýlega lagði FIFA í fyrsta skipti fram reglugerð varðandi leikmenn sem þurfa á fæðingarorlofi að halda á meðan ferlinum stendur. Við gleðjumst yfir því.“ „En nú gagnrýnir FIFA okkur fyrir að hafa ekki boðið Söru Björk Gunnarsdóttur nýjan samning á meðan hún var í veikindaleyfi og síðar fæðingarleyfi, en á sama tíma heimila frönsk lög okkur það ekki, og leikmaðurinn lagði áherslu á það að fá að dvelja heima á Íslandi sem við samþykktum. Við erum stolt af því að hafa haft Söru Björk Gunnarsdóttur í leikmannahópi Olympique Lyonnais. Leiðir okkar skildu aðeins af íþróttalegum ástæðum. Sara með Ragnar Frank Árnason.Vísir/Vilhelm Bjóða Söru að aðstoða sig við að breyta lögunum Í lok fréttatilkynningarinnar endar félagið svo á því að bjóða Söru að aðstoða sig í að breyta þessum frönsku lögum sem félagið segir að hafi staðið í vegi fyrir sér. Félagið sé tilbúið að berjast fyrir réttindum leikmanna þegar kemur að fæðingarorlofi með henni og núverandi leikmanni liðsins, Amel Majri, sem eignaðist barn fyrir um hálfu ári. „Ef hún óskar þess að aðstoða okkur að þróa frönsku lögin, þá viljum við gjarnan hafa hana með í baráttu okkar, ásamt Amel Majri, um að allt íþróttafólk fái að njóta fæðingarorlofsins til fullnustu og snúa aftur til keppni að því loknu,“ segir að lokum í tilkynningunni. Gefur lítið fyrir orð Lyon Árni Vilhjálmsson, barnsfaðir Söru, deildi fréttatilkynningu Lyon á samfélagsmiðlinum Twitter stuttu eftir að hún kom út. Í svari við tístinu telur hann upp nokkur atriði sem honum þykir félagið hafa gert illa á meðan Sara var barnshafandi og biður fólk um að opna augun. „Góður stuðningur ha... - Höfðu ekki samband við hana í sjö mánuði á meðan hún var ólétt. - Borguðu henni ekki laun á meðan hún var ólétt. - Báðu fólk um að ljúga til að hjálpa sínum málstað. - Hótuðu henni með því að segja að hún ætti enga framtíð hjá félaginu ef hún færi með málið til FIFA - Sögðu „nei“ við því að taka son okkar með í útileiki þar sem það gæti truflað leikmenn Árni segir enn fremur að listinn sé alls ekki tæmandi og að hann gæti haldið lengi áfram. Félagið hafi tapað málinu og nú sé kominn tími til að axla ábyrgð. Wake up pic.twitter.com/TcSwsUsMHD— Árni Vilhjálmsson (@ArniVill) January 17, 2023
„Góður stuðningur ha... - Höfðu ekki samband við hana í sjö mánuði á meðan hún var ólétt. - Borguðu henni ekki laun á meðan hún var ólétt. - Báðu fólk um að ljúga til að hjálpa sínum málstað. - Hótuðu henni með því að segja að hún ætti enga framtíð hjá félaginu ef hún færi með málið til FIFA - Sögðu „nei“ við því að taka son okkar með í útileiki þar sem það gæti truflað leikmenn
Franski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52