Segja Landsnet þurfa að axla ábyrgð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. janúar 2023 13:16 Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í gær þegar Suðurnesjalínu sló út. Vísir/Vilhelm Landvernd telur að tveggja stunda rafmagnsleysi á Suðurnesjum í gærkvöldi veki spurningar um getu Landsnets til að sinna hlutverki sínu. Í tilkynningu frá Landvernd kemur fram að Sveitarfélagið Vogar hafi árum saman bent á að farsælast sé að leggja Suðurnesjalínu sem jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar í stað þess að leggja nýju loftlínu samsíða línunni sem fyrir er og útsett er fyrir sömu náttúruvá. Eldsumbrotin á svæðinu undanfarin ár séu til vitnis um að óskynsamlegt sé að tengingar við Suðurnes liggi samsíða. Þá er Landsnet sagt sagt fría sig ábyrgð með því að vísa til þess að hugsanlega hefði ekki farið svona illa ef það hefði fengið að reisa Suðurnesjalínu 2 að eigin vild. Landvernd bendir á að það að rafmagn skuli fara af á hæglætis vetrardegi á svæði með tveimur stórum virkjunum benda til þess að vandinn sé flóknari en Landsnet lætur í veðri vaka. „Er rafmagnsleysið hugsanlega enn eitt dæmið um að forgangsröðun, uppbygging og stýring íslenska raforkukerfisins sé gölluð? Staðreyndin er að minnsta kosti sú að á Suðurnesjum hafa Landsnet og HS Orka ekki borið gæfu til að byggja kerfið upp á öruggan hátt, hvorki með tilliti til náttúruvár, samfélags né umhverfis,“ segir í tilkynningunni. Einstakt dæmi um ómöguleika Þá telur Landvernd „óskiljanlegt“ að virkjanir í Svartsengi og Reykjanesi geti ekki starfað án tengingar við aðra hluta landskerfisins. Stærð virkjananna sé sannarlega næg til að mæta eftirspurn eftir rafmagni á Suðurnesjum. „Skýringin getur ekki verið sú að gufuaflsvirkjanir ráði ekki við framleiðslu og stýringu á raforku án tenginga við vatnsaflsvirkjanir því meginhluti raforkuframleiðslu heimsbyggðarinnar er knúinn sambærilegum gufutúrbínum – og þar er þetta ekki vandamál. En virkjanirnar í Svartsengi og á Reykjanesi virðast ekki ráða við að tengingin við landsnetið rofni. Gufuaflsvirkjanir Landsvirkjunar ráða við „eyjukeyrslu" án tengingar við landskerfið. Kröfluvirkjun hefur ítrekað séð Norðurlandi fyrir raforku án tengingar við aðra landshluta. Hvers vegna hafa Landsnet og HS orka ekki kippt þessu í lag á Suðurnesjum? Vannýtt tækifæri til að auka afhendingaröryggi á Reykjanesi Þá bendir Landvernd á að Landsnet hafi ekki borið gæfu til að tvöfalda raforkutengingar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Enginn hafi sett sig upp á móti slíkri tvöföldun. „Megin vandinn í afstöðu Landsnets er þráhyggjukennd andstaða við að leggja jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar. Landsnet heldur sig alfarið við nýja loftlínu samsíða eldri línu, þrátt fyrir að mat á umhverfisáhrifum segi að jarðstrengjaleiðin sé betri kostur.“ Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Tengdar fréttir Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. 17. janúar 2023 11:05 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Í tilkynningu frá Landvernd kemur fram að Sveitarfélagið Vogar hafi árum saman bent á að farsælast sé að leggja Suðurnesjalínu sem jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar í stað þess að leggja nýju loftlínu samsíða línunni sem fyrir er og útsett er fyrir sömu náttúruvá. Eldsumbrotin á svæðinu undanfarin ár séu til vitnis um að óskynsamlegt sé að tengingar við Suðurnes liggi samsíða. Þá er Landsnet sagt sagt fría sig ábyrgð með því að vísa til þess að hugsanlega hefði ekki farið svona illa ef það hefði fengið að reisa Suðurnesjalínu 2 að eigin vild. Landvernd bendir á að það að rafmagn skuli fara af á hæglætis vetrardegi á svæði með tveimur stórum virkjunum benda til þess að vandinn sé flóknari en Landsnet lætur í veðri vaka. „Er rafmagnsleysið hugsanlega enn eitt dæmið um að forgangsröðun, uppbygging og stýring íslenska raforkukerfisins sé gölluð? Staðreyndin er að minnsta kosti sú að á Suðurnesjum hafa Landsnet og HS Orka ekki borið gæfu til að byggja kerfið upp á öruggan hátt, hvorki með tilliti til náttúruvár, samfélags né umhverfis,“ segir í tilkynningunni. Einstakt dæmi um ómöguleika Þá telur Landvernd „óskiljanlegt“ að virkjanir í Svartsengi og Reykjanesi geti ekki starfað án tengingar við aðra hluta landskerfisins. Stærð virkjananna sé sannarlega næg til að mæta eftirspurn eftir rafmagni á Suðurnesjum. „Skýringin getur ekki verið sú að gufuaflsvirkjanir ráði ekki við framleiðslu og stýringu á raforku án tenginga við vatnsaflsvirkjanir því meginhluti raforkuframleiðslu heimsbyggðarinnar er knúinn sambærilegum gufutúrbínum – og þar er þetta ekki vandamál. En virkjanirnar í Svartsengi og á Reykjanesi virðast ekki ráða við að tengingin við landsnetið rofni. Gufuaflsvirkjanir Landsvirkjunar ráða við „eyjukeyrslu" án tengingar við landskerfið. Kröfluvirkjun hefur ítrekað séð Norðurlandi fyrir raforku án tengingar við aðra landshluta. Hvers vegna hafa Landsnet og HS orka ekki kippt þessu í lag á Suðurnesjum? Vannýtt tækifæri til að auka afhendingaröryggi á Reykjanesi Þá bendir Landvernd á að Landsnet hafi ekki borið gæfu til að tvöfalda raforkutengingar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Enginn hafi sett sig upp á móti slíkri tvöföldun. „Megin vandinn í afstöðu Landsnets er þráhyggjukennd andstaða við að leggja jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar. Landsnet heldur sig alfarið við nýja loftlínu samsíða eldri línu, þrátt fyrir að mat á umhverfisáhrifum segi að jarðstrengjaleiðin sé betri kostur.“
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Tengdar fréttir Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. 17. janúar 2023 11:05 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. 17. janúar 2023 11:05