„Alveg eðlilegt að hann komi með smá svægi inn í þetta mót“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2023 11:31 Elliði Snær Viðarsson minnti á sig í riðlakeppninni með því að skora átta mörk úr tíu skotum. Vísir/Vilhelm Nýjasta Handkastið gerði upp riðlakeppnina hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og valdi meðal annars þrjá bestu leikmenn Íslands í riðlakeppninni og þá þrjá leikmenn sem hafa valdið mestu vonbrigðum. Handkastið fylgist vel með gangi mála á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Arnar Daði Arnarsson fær þar líka alltaf til sín góða gesti. Strákarnir í Boltinn lýgur ekki og Smassbræðrum, Gunnar Birgisson, Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson kíktu í fuglabúrið til Sérfræðingsins og fóru yfir sigur Strákanna okkar gegn Suður-Kóreu. Gunnar Birgisson fór líka yfir stöðuna í öðrum riðlum. Í þættinum var farið yfir þá leikmenn sem hafa verið bestir í íslenska liðinu hingað til á mótinu og þá leikmenn sem hafa valdið mestu vonbrigðum. „Eigum við að byrja á þeim góðu. Ég verð að setja Björgvin Pál Gústavsson í þriðja sætið. Hann hefur komið mér á óvart og fyrir það fyrsta að hann spili. Hann hefur tekið sína sénsa og var frábær í fyrstu tveimur leikjunum,“ sagði Gunnar Birgisson. „Það sem maður sér afgerandi á milli Björgvins og Viktors (Gísla Hallgrímssonar) er að Bjöggi er eins og nýju fótboltamarkverðirnir. Þeir þurfa að vera góðir í fótunum og Bjöggi er frábær að grýta honum fram. Viktor gerði minna að því í þessum Suður-Kóreu leik áðan,“ sagði Tómas Steindórsson. „Bjöggi er náttúrulega einn sá besti í heiminum í dag að kasta fram,“ skaut Arnar Daði inn í. „Tvö: Elliði, er það ekki sanngjarnt? Ég bjóst ekki við neinu af línumönnunum á þessu móti og hann hefur nú þegar farið fram úr þeim væntingum og alveg rúmlega það. Hann hefur verið að spila vel í Þýskalandi þannig að það er alveg eðlilegt að hann komi með smá svægi inn í þetta mót,“ sagði Gunnar. „Númer eitt er náttúrulega bara Bjarki Már Elísson sem er búinn að vera okkar langbesti leikmaður á þessu máti,“ sagði Gunnar. Það má heyra allt spjall strákanna hér fyrir neðan og þar á meðal þeir leikmenn sem hafa ollið smassbræðum mestum vonbrigðum. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Handkastið fylgist vel með gangi mála á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Arnar Daði Arnarsson fær þar líka alltaf til sín góða gesti. Strákarnir í Boltinn lýgur ekki og Smassbræðrum, Gunnar Birgisson, Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson kíktu í fuglabúrið til Sérfræðingsins og fóru yfir sigur Strákanna okkar gegn Suður-Kóreu. Gunnar Birgisson fór líka yfir stöðuna í öðrum riðlum. Í þættinum var farið yfir þá leikmenn sem hafa verið bestir í íslenska liðinu hingað til á mótinu og þá leikmenn sem hafa valdið mestu vonbrigðum. „Eigum við að byrja á þeim góðu. Ég verð að setja Björgvin Pál Gústavsson í þriðja sætið. Hann hefur komið mér á óvart og fyrir það fyrsta að hann spili. Hann hefur tekið sína sénsa og var frábær í fyrstu tveimur leikjunum,“ sagði Gunnar Birgisson. „Það sem maður sér afgerandi á milli Björgvins og Viktors (Gísla Hallgrímssonar) er að Bjöggi er eins og nýju fótboltamarkverðirnir. Þeir þurfa að vera góðir í fótunum og Bjöggi er frábær að grýta honum fram. Viktor gerði minna að því í þessum Suður-Kóreu leik áðan,“ sagði Tómas Steindórsson. „Bjöggi er náttúrulega einn sá besti í heiminum í dag að kasta fram,“ skaut Arnar Daði inn í. „Tvö: Elliði, er það ekki sanngjarnt? Ég bjóst ekki við neinu af línumönnunum á þessu móti og hann hefur nú þegar farið fram úr þeim væntingum og alveg rúmlega það. Hann hefur verið að spila vel í Þýskalandi þannig að það er alveg eðlilegt að hann komi með smá svægi inn í þetta mót,“ sagði Gunnar. „Númer eitt er náttúrulega bara Bjarki Már Elísson sem er búinn að vera okkar langbesti leikmaður á þessu máti,“ sagði Gunnar. Það má heyra allt spjall strákanna hér fyrir neðan og þar á meðal þeir leikmenn sem hafa ollið smassbræðum mestum vonbrigðum.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira