Nemendur mega taka sér blund í Keili Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2023 20:04 Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, sem er að gera mjög góða hluti í Keili með sínu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nám í Keili á Suðurnesjunum er alltaf að verða vinsælla og vinsælla en nú eru þar um átta hundruð nemendur í fjölbreyttu námi. Mikil áhersla er á huggulegt umhverfi í kennslustofum og gefst nemendum meira að segja kostur á að halla sér út af í kennslutímum og taka sér fimm mínútna blund ef svo ber undir. Keilir, sem er með starfsstöð sína á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli skipar mikilvægan sess í menntakerfinu en áhugi á námi í skólanum er alltaf að aukast og aukast. Lögð er áhersla á að taka vel á móti nemendum og tryggja að þeir fái kennslu eins og best verður á kosið með kennurum sínum. Fjögur kennslusvið eru í Keili með mjög ólíkum áherslum. „Og svo er það í raun og veru okkar hryggjarstykki, sem hefur verið með okkur frá upphafi en það er háskólabrúin. Háskólabrúin er aðfaranám fyrir háskólanám, eða ígildi stúdentsprófs,“ segir Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis og heldur áfram. „Það hefur alltaf verið mjög góða aðsókn að skólanum. Við höfum verið óhrædd við það að leita okkur að sérstöðu í námsbrautum en líka í sérstöðu hvað varðar vinnuaðferðir í kennslu og námi og aðstöðu.“ Já, það vekur athygli í Keili að þar eru bekkir þar sem nemendur geta lagt sig eða jafnvel bara legið og lært í leiðinni eða hlustað á kennarann. En sofna þá nemendur ekki þarna? „Það er undantekningar tilvik en við gerum enga athugasemd við það þó fólk taki sér fimm mínútna blund,“ segir Nanna Kristjana. Nemendur geta hallað sér og jafnvel tekið sér smá blund á þessum sófum eða bekkjum skólans. Engin athugasemd er gerð við það ef nemendur sofna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nanna segist vera mjög ánægð með alla aðstöðu í skólanum. „Já, við erum virkilega stolt af aðstöðunni okkar enda höfum við lagt mikla pælingu og hugsun í það í starfsmannahópnum í heild sinni. Og við höfum velt því fyrir okkur hvernig vinnur fólk best og það er auðvitað ef því líður vel. Þar spilar það alveg stóra rullu að þú komir inn í aðstæður þar sem að þér líður vel.“ Kennslustofurnar í Keili eru mjög heimilislegar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig sér Nanna framtíð skólans næstu árin ? „Það er engin spurning að við eigum eftir að stækka og vaxa og við erum að fara að þróa sérstaklega okkar tækniáherslur, við höfum alltaf verið framarlega hvað það varðar, eins og í tengslum við vendi námið en í Keili eigum við eftir að setja einn meiri fókus á þau mál,“ segir Nanna Kristjana. Um 800 nemendur stunda í dag nám í Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira
Keilir, sem er með starfsstöð sína á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli skipar mikilvægan sess í menntakerfinu en áhugi á námi í skólanum er alltaf að aukast og aukast. Lögð er áhersla á að taka vel á móti nemendum og tryggja að þeir fái kennslu eins og best verður á kosið með kennurum sínum. Fjögur kennslusvið eru í Keili með mjög ólíkum áherslum. „Og svo er það í raun og veru okkar hryggjarstykki, sem hefur verið með okkur frá upphafi en það er háskólabrúin. Háskólabrúin er aðfaranám fyrir háskólanám, eða ígildi stúdentsprófs,“ segir Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis og heldur áfram. „Það hefur alltaf verið mjög góða aðsókn að skólanum. Við höfum verið óhrædd við það að leita okkur að sérstöðu í námsbrautum en líka í sérstöðu hvað varðar vinnuaðferðir í kennslu og námi og aðstöðu.“ Já, það vekur athygli í Keili að þar eru bekkir þar sem nemendur geta lagt sig eða jafnvel bara legið og lært í leiðinni eða hlustað á kennarann. En sofna þá nemendur ekki þarna? „Það er undantekningar tilvik en við gerum enga athugasemd við það þó fólk taki sér fimm mínútna blund,“ segir Nanna Kristjana. Nemendur geta hallað sér og jafnvel tekið sér smá blund á þessum sófum eða bekkjum skólans. Engin athugasemd er gerð við það ef nemendur sofna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nanna segist vera mjög ánægð með alla aðstöðu í skólanum. „Já, við erum virkilega stolt af aðstöðunni okkar enda höfum við lagt mikla pælingu og hugsun í það í starfsmannahópnum í heild sinni. Og við höfum velt því fyrir okkur hvernig vinnur fólk best og það er auðvitað ef því líður vel. Þar spilar það alveg stóra rullu að þú komir inn í aðstæður þar sem að þér líður vel.“ Kennslustofurnar í Keili eru mjög heimilislegar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig sér Nanna framtíð skólans næstu árin ? „Það er engin spurning að við eigum eftir að stækka og vaxa og við erum að fara að þróa sérstaklega okkar tækniáherslur, við höfum alltaf verið framarlega hvað það varðar, eins og í tengslum við vendi námið en í Keili eigum við eftir að setja einn meiri fókus á þau mál,“ segir Nanna Kristjana. Um 800 nemendur stunda í dag nám í Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira