Hætta á að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2023 15:00 Vísir/Hanna Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag. Þetta kemur fram í grein Vilhjálms Hilmarssonar hagfræðings á vef BHM. Rekstrarhagnaður fyrirtækja árin 2021 og 2022 er sá mesti á öldinni, hvort sem litið er til hagnaðar á föstu verðlagi eða í hlutfalli við landsframleiðslu. Vísbendingar eru um að aukinn hagnað megi að hluta skýra með hækkandi álagningu á verðbólgutímum. Þá kemur fram að gangi spá bandalagsins fyrir árið 2022 eftir nemur hagnaðaraukningin tæplega 60 prósent á tímabili lífskjarasamningsins 2018-2022. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent og launavísitalan hækkaði um þrjátíu prósent, eða um helming á við hagnaðaraukningu fyrirtækja. Mikill ójöfnuður milli launafólks og fyrirtækjaeigenda Þá er einnig áhugavert hversu mikill munur er á hagnaðarvísitölunni og launavísitölunni í heild- og smásöluverslun og fjármála-og vátryggingastarfsemi. Vísitala heildarlauna í fjármála- og vátryggingastarfsemi hækkaði m.a. aðeins um níu prósent meðan vísitala hagnaðar hækkaði um 45 prósent. Mikill ójöfnuður hefur skapast milli launafólks og fyrirtækjaeigenda í mörgum þeim atvinnugreinum sem krefjast sérfræðiþekkingar á Íslandi. Þá er einnig áhugavert hversu mikið hagnaðarhlutfallið (EBIDTA/tekjur) hefur hækkað í verslun á kjarasamningstímabilinu. Bendir þetta til að meðalálagning sé að aukast. Er þetta bersýnilegt í eldsneytissölu en hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra nær tvöfaldaðist frá júní 2022 til desember 2022. Olíufélögin hafa því ekki skilað lækkun heimsmarkaðsverðs til neytenda. Þá bendir Vilhjálmur á að launakostnaður er aðeins um fimmtán prósent af kostnaði í smásöluverslun, að meðaltali. Hætt er þó við að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir á næstunni. Neytendur Verðlag Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Þetta kemur fram í grein Vilhjálms Hilmarssonar hagfræðings á vef BHM. Rekstrarhagnaður fyrirtækja árin 2021 og 2022 er sá mesti á öldinni, hvort sem litið er til hagnaðar á föstu verðlagi eða í hlutfalli við landsframleiðslu. Vísbendingar eru um að aukinn hagnað megi að hluta skýra með hækkandi álagningu á verðbólgutímum. Þá kemur fram að gangi spá bandalagsins fyrir árið 2022 eftir nemur hagnaðaraukningin tæplega 60 prósent á tímabili lífskjarasamningsins 2018-2022. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent og launavísitalan hækkaði um þrjátíu prósent, eða um helming á við hagnaðaraukningu fyrirtækja. Mikill ójöfnuður milli launafólks og fyrirtækjaeigenda Þá er einnig áhugavert hversu mikill munur er á hagnaðarvísitölunni og launavísitölunni í heild- og smásöluverslun og fjármála-og vátryggingastarfsemi. Vísitala heildarlauna í fjármála- og vátryggingastarfsemi hækkaði m.a. aðeins um níu prósent meðan vísitala hagnaðar hækkaði um 45 prósent. Mikill ójöfnuður hefur skapast milli launafólks og fyrirtækjaeigenda í mörgum þeim atvinnugreinum sem krefjast sérfræðiþekkingar á Íslandi. Þá er einnig áhugavert hversu mikið hagnaðarhlutfallið (EBIDTA/tekjur) hefur hækkað í verslun á kjarasamningstímabilinu. Bendir þetta til að meðalálagning sé að aukast. Er þetta bersýnilegt í eldsneytissölu en hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra nær tvöfaldaðist frá júní 2022 til desember 2022. Olíufélögin hafa því ekki skilað lækkun heimsmarkaðsverðs til neytenda. Þá bendir Vilhjálmur á að launakostnaður er aðeins um fimmtán prósent af kostnaði í smásöluverslun, að meðaltali. Hætt er þó við að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir á næstunni.
Neytendur Verðlag Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira