Tveir leituðu læknisaðstoðar eftir að maður gekk berserksgang í Kringlunni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2023 19:53 Framkvæmdastjóri segir manninn fljótlega hafa verið yfirbugaðan. Vísir/Vilhelm Karlmaður gekk berserksgang í Kringlunni í dag og kýldi meðal annars konu sem við það féll í gólfið og slasaðist. Hún var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Öryggisvörðum tókst að yfirbuga manninn en einn öryggisvörður þurfti að leita á sjúkrahús eftir átökin. Atvikið átti sér stað skömmu fyrir lokun í verslunarmiðstöðinni, seinnipartinn í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun maðurinn hafa misst stjórn á sér inni í verslun H&M á annarri hæð Kringlunnar og barið niður gínur sem stóðu í versluninni. Því næst hafi hann farið niður á fyrstu hæð og kýlt gesti og gangandi. Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar staðfestir atvikið í samtali við Vísi. „Hann lendir í einhverjum ryskingum á leið sinni niður á neðri hæð, hann er ekki lengi án þess að verða yfirbugaður. Ég held að það séu einhverjar þrjár til fjórar mínútur frá því að tilkynning berst í stjórnstöð.“ „Á leið sinni frá annarri hæð niður að fyrstu þá verða einhverjar ryskingar að minnsta kosti á tveimur stöðum skilst okkur. Hann er yfirbugaður þar af öryggisvörðum og lögregla kölluð til. Hún kom mjög hratt á staðinn skildist mér,“ segir Sigurjón Örn. Öryggisverðir hafi haldið manninum í taki þar til lögregla mætti á vettvang. Eins og fyrr segir slasaðist öryggisvörður í átökunum en Sigurjón Örn segist ekki hafa upplýsingar um líðan annarra gesta. „Öryggisvörður sem átti í útistöðum við viðkomandi þurfti að leita lækninga. En það er víst ekki alvarlegt en engu að síður auðvitað alltaf alvarlegt þegar menn verða fyrir hnjaski.“ Kringlan Verslun Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Atvikið átti sér stað skömmu fyrir lokun í verslunarmiðstöðinni, seinnipartinn í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun maðurinn hafa misst stjórn á sér inni í verslun H&M á annarri hæð Kringlunnar og barið niður gínur sem stóðu í versluninni. Því næst hafi hann farið niður á fyrstu hæð og kýlt gesti og gangandi. Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar staðfestir atvikið í samtali við Vísi. „Hann lendir í einhverjum ryskingum á leið sinni niður á neðri hæð, hann er ekki lengi án þess að verða yfirbugaður. Ég held að það séu einhverjar þrjár til fjórar mínútur frá því að tilkynning berst í stjórnstöð.“ „Á leið sinni frá annarri hæð niður að fyrstu þá verða einhverjar ryskingar að minnsta kosti á tveimur stöðum skilst okkur. Hann er yfirbugaður þar af öryggisvörðum og lögregla kölluð til. Hún kom mjög hratt á staðinn skildist mér,“ segir Sigurjón Örn. Öryggisverðir hafi haldið manninum í taki þar til lögregla mætti á vettvang. Eins og fyrr segir slasaðist öryggisvörður í átökunum en Sigurjón Örn segist ekki hafa upplýsingar um líðan annarra gesta. „Öryggisvörður sem átti í útistöðum við viðkomandi þurfti að leita lækninga. En það er víst ekki alvarlegt en engu að síður auðvitað alltaf alvarlegt þegar menn verða fyrir hnjaski.“
Kringlan Verslun Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels