Íslandsmeistari tekur sér hvíld frá fótbolta Arnar Geir Halldórsson skrifar 14. janúar 2023 12:46 Sölvi Snær Guðbjargarson og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Sölvi Snær Guðbjargarson sem leikið hefur fyrir Breiðablik undanfarin ár hefur ákveðið að taka sér frí frá boltanum um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að Sölvi Snær, sem er á tuttugasta og öðru aldursári, hafi óskað eftir því við félagið að taka sér frí frá knattspyrnu næstu misserin en Sölvi er samningsbundinn Breiðabliki þar til í október 2024. Sölvi átti sinn þátt í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði þrjú mörk í þeim níu leikjum sem hann tók þátt í. Þar á meðal mikilvægt mark í 1-1 jafntefli Breiðabliks og Víkings í toppslag Bestu deildarinnar um miðjan ágústmánuð. „Sölvi kom að máli við okkur Óskar Hrafn í upphafi vikunnar og tjáði okkur að hann óskaði eftir að taka sér hvíld frá knattspyrnu, þar sem að hann teldi sig ekki geta gefið 100% af sér til verkefnisins,“ er haft eftir Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðablik í tilkynningu félagsins. „Þaðan fór erindið inn á mitt borð og höfum við Sölvi rætt málið og niðurstaðan er þessi. Sölvi fær leyfi frá æfingum og keppni hjá félaginu á meðan þetta er staðan, en honum er velkomið að byrja aftur hjá okkur ef staða mála breytist, enda Sölvi hæfileikaríkur leikmaður og einstaklega góður drengur sem er vel liðinn af öllum í félaginu. Sölvi hefur verið óheppinn með meiðsli síðan hann kom í Breiðablik og hefur ekki alveg náð samfellu í æfingum og keppni. Hefur það eflaust haft áhrif á ákvörðun hans,“ segir Ólafur. Sölvi Snær gekk í raðir Breiðabliks frá Stjörnunni í maí 2021 en hann hefur leikið 98 leiki fyrir Stjörnuna og Breiðablik í öllum keppnum auk þess að eiga sautján landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að Sölvi Snær, sem er á tuttugasta og öðru aldursári, hafi óskað eftir því við félagið að taka sér frí frá knattspyrnu næstu misserin en Sölvi er samningsbundinn Breiðabliki þar til í október 2024. Sölvi átti sinn þátt í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði þrjú mörk í þeim níu leikjum sem hann tók þátt í. Þar á meðal mikilvægt mark í 1-1 jafntefli Breiðabliks og Víkings í toppslag Bestu deildarinnar um miðjan ágústmánuð. „Sölvi kom að máli við okkur Óskar Hrafn í upphafi vikunnar og tjáði okkur að hann óskaði eftir að taka sér hvíld frá knattspyrnu, þar sem að hann teldi sig ekki geta gefið 100% af sér til verkefnisins,“ er haft eftir Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðablik í tilkynningu félagsins. „Þaðan fór erindið inn á mitt borð og höfum við Sölvi rætt málið og niðurstaðan er þessi. Sölvi fær leyfi frá æfingum og keppni hjá félaginu á meðan þetta er staðan, en honum er velkomið að byrja aftur hjá okkur ef staða mála breytist, enda Sölvi hæfileikaríkur leikmaður og einstaklega góður drengur sem er vel liðinn af öllum í félaginu. Sölvi hefur verið óheppinn með meiðsli síðan hann kom í Breiðablik og hefur ekki alveg náð samfellu í æfingum og keppni. Hefur það eflaust haft áhrif á ákvörðun hans,“ segir Ólafur. Sölvi Snær gekk í raðir Breiðabliks frá Stjörnunni í maí 2021 en hann hefur leikið 98 leiki fyrir Stjörnuna og Breiðablik í öllum keppnum auk þess að eiga sautján landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira