Man United skuldar öðrum félögum rúmlega 53 milljarða króna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2023 08:01 Man United keypti Casemiro frá Real Madríd í sumar. Ash Donelon/Getty Images Fjárhagsstaða enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United hefur verið til umfjöllunar nýverið eftir að félagið leyfði Cristiano Ronaldo að fara frítt og ákvað að fylla skarðið sem hann skyldi eftir sig með lánsmanni frá Besiktas í Tyrklandi en er í eigu B-deildarliðs Burnley. Síðan Glazer-fjölskyldan festi kaup á Man United árið 2005 hafa fjármál félagsins reglulega verið umfjöllunarefni á bæði vefsíðum blaða sem og á veraldarvefnum. Ástæðan er einföld, eigendurnir fengu gríðarhátt lán til að kaupa félagið og settu ekki krónu af eigin pening inn í félagið. Síðan hafa þeir blóðmjólkað félagið, borgað sjálfum sér himinháan arð og eytt miklu af þeim peningum sem koma inn í að borga niður skuldir. Nú er fjárhagsstaða félagsins enn á ný í sviðsljósinu en Glazer-fjölskyldan hefur staðfest að Man United sé til sölu. Það virðist þýða að félagið muni ekki spreða peningum þangað til nýir eigendur finnast. Félagið eyddi gríðarlegum upphæðum í sumar en það virðist þó sem fáir ef einhver af leikmönnunum sem keyptur var í sumar hafi verið staðgreiddur. Sem stendur skuldar Manchester United 306 milljónir punda eða rúmlega 53 milljarða íslenskra króna. Sú staðreynd þýðir að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, getur ekki fest kaup á þeim leikmönnum sem hann vill að svo stöddu. Ten Hag sagði í viðtali nýverið að félagið væri í leit að framherja í stað Ronaldo en sá þyrfti að passa bæði hvað varðar leikfræði og fjárhagsstöðu. Á endanum samdi Man United við Wout Weghorst, þrítugan Hollending sem nýtti mínútur sínar vel á HM í Katar undir lok síðasta árs. It's official: Wout Weghorst is a Red! #MUFC— Manchester United (@ManUtd) January 13, 2023 Weghorst var á láni hjá Besiktas og gat félagið keypt leikmanninn af Burnley að lánstímanum loknum. Hann grátbað hins vegar Besiktas um að rifta samningnum og fékk ósk sína uppfyllta. Weghorst verður leikmaður Man United fram á sumar en stóra spurningin er hvort framherjinn fái nýjan samning að því loknu eða hvort Man Utd finni nægt fjármagn til að borga þeim félögum sem það skuldar nú ásamt því að geta fest kaup á nýjum leikmönnum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Síðan Glazer-fjölskyldan festi kaup á Man United árið 2005 hafa fjármál félagsins reglulega verið umfjöllunarefni á bæði vefsíðum blaða sem og á veraldarvefnum. Ástæðan er einföld, eigendurnir fengu gríðarhátt lán til að kaupa félagið og settu ekki krónu af eigin pening inn í félagið. Síðan hafa þeir blóðmjólkað félagið, borgað sjálfum sér himinháan arð og eytt miklu af þeim peningum sem koma inn í að borga niður skuldir. Nú er fjárhagsstaða félagsins enn á ný í sviðsljósinu en Glazer-fjölskyldan hefur staðfest að Man United sé til sölu. Það virðist þýða að félagið muni ekki spreða peningum þangað til nýir eigendur finnast. Félagið eyddi gríðarlegum upphæðum í sumar en það virðist þó sem fáir ef einhver af leikmönnunum sem keyptur var í sumar hafi verið staðgreiddur. Sem stendur skuldar Manchester United 306 milljónir punda eða rúmlega 53 milljarða íslenskra króna. Sú staðreynd þýðir að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, getur ekki fest kaup á þeim leikmönnum sem hann vill að svo stöddu. Ten Hag sagði í viðtali nýverið að félagið væri í leit að framherja í stað Ronaldo en sá þyrfti að passa bæði hvað varðar leikfræði og fjárhagsstöðu. Á endanum samdi Man United við Wout Weghorst, þrítugan Hollending sem nýtti mínútur sínar vel á HM í Katar undir lok síðasta árs. It's official: Wout Weghorst is a Red! #MUFC— Manchester United (@ManUtd) January 13, 2023 Weghorst var á láni hjá Besiktas og gat félagið keypt leikmanninn af Burnley að lánstímanum loknum. Hann grátbað hins vegar Besiktas um að rifta samningnum og fékk ósk sína uppfyllta. Weghorst verður leikmaður Man United fram á sumar en stóra spurningin er hvort framherjinn fái nýjan samning að því loknu eða hvort Man Utd finni nægt fjármagn til að borga þeim félögum sem það skuldar nú ásamt því að geta fest kaup á nýjum leikmönnum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira