Shakira lætur Pique heyra það í nýju lagi Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2023 14:19 Shakira og Gerard Pique árið 2016. Getty Kólumbíska tónlistarkonan Shakira lætur fyrrverandi eiginmann sinn, knattspyrnumanninn Gerard Pique, heyra það í nýju lagi sem kom út í gær. Hjónin fyrrverandi skildu í sumar eftir ellefu ára hjónaband þegar upp komst um framhjáhald Pique. Shakira er ein vinsælasta tónlistarkona heims og kynntist hún Pique þegar hún gerði lagið Waka Waka fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010. Pique spilaði á mótinu með Spánverjum og sigraði mótið. Saman eiga þau tvö börn, Milan og Sasha. Saman bjuggu þau í Barcelona þar sem Pique spilaði fótbolta en árið 2018 var Shakira ákærð fyrir stórfelld skattsvik á Spáni. Skattyfirvöld þar sögðu hana skulda fjórtán og hálfa milljónir evra, 2,1 milljarða íslenskra króna. Málið fór fyrir dómstóla í sumar en stuttu fyrir það höfðu þau hjónin skilið. Ástæðan er sögð vera framhjáhald Pique. Talið er að hjásvæfa hans sé hin 22 ára gamla Clara Chia Marti sem starfaði fyrir framleiðslufyrirtækið Kosmos sem er í eigu Pique. Í gær gaf Shakira út lag ásamt tónlistarframleiðandanum Bizarrap. Lagið ber ekki neitt nafn en fjallar um Pique og gjörðir hans. Í laginu syngur Shakira um það að Pique hafi ekki verið til staðar þegar hún þurfti hvað mest á honum að halda. Hún segist aldrei ætla að byrja aftur með honum enda sé hann ekki neitt samanborið við hana. Lagið er afar valdeflandi. „Þú fórst frá mér með móður þína sem nágranna þinn, fjölmiðla í dyragættinni og skuld við ríkissjóð. Þú hélst að þú myndir særa mig en þú gerðir mig sterkari. Konur eru hættar að gráta, konur fá núna borgað,“ er meðal þess sem Shakira syngur í laginu. Þá óskar hún Pique góðs gengis með nýju konunni en vill þó ekki meina að hann hafi verið að gera góð skipti. Hún sé sjálf virði tveggja 22 ára stelpna. „Þú skiptir Ferrari út fyrir Twingo. Þú skiptir Rolex-úri fyrir Casio-úr,“ syngur Shakira. Lagið hefur strax slegið rækilega í gegn og á þeim sólarhring síðan það kom út hafa 65 milljónir manna hlustað á það á YouTube. Þá hafa 5,4 milljónir manna líkað við myndbandið og 330 þúsund skrifað ummæli. Tónlist Ástin og lífið Fótbolti Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Shakira er ein vinsælasta tónlistarkona heims og kynntist hún Pique þegar hún gerði lagið Waka Waka fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010. Pique spilaði á mótinu með Spánverjum og sigraði mótið. Saman eiga þau tvö börn, Milan og Sasha. Saman bjuggu þau í Barcelona þar sem Pique spilaði fótbolta en árið 2018 var Shakira ákærð fyrir stórfelld skattsvik á Spáni. Skattyfirvöld þar sögðu hana skulda fjórtán og hálfa milljónir evra, 2,1 milljarða íslenskra króna. Málið fór fyrir dómstóla í sumar en stuttu fyrir það höfðu þau hjónin skilið. Ástæðan er sögð vera framhjáhald Pique. Talið er að hjásvæfa hans sé hin 22 ára gamla Clara Chia Marti sem starfaði fyrir framleiðslufyrirtækið Kosmos sem er í eigu Pique. Í gær gaf Shakira út lag ásamt tónlistarframleiðandanum Bizarrap. Lagið ber ekki neitt nafn en fjallar um Pique og gjörðir hans. Í laginu syngur Shakira um það að Pique hafi ekki verið til staðar þegar hún þurfti hvað mest á honum að halda. Hún segist aldrei ætla að byrja aftur með honum enda sé hann ekki neitt samanborið við hana. Lagið er afar valdeflandi. „Þú fórst frá mér með móður þína sem nágranna þinn, fjölmiðla í dyragættinni og skuld við ríkissjóð. Þú hélst að þú myndir særa mig en þú gerðir mig sterkari. Konur eru hættar að gráta, konur fá núna borgað,“ er meðal þess sem Shakira syngur í laginu. Þá óskar hún Pique góðs gengis með nýju konunni en vill þó ekki meina að hann hafi verið að gera góð skipti. Hún sé sjálf virði tveggja 22 ára stelpna. „Þú skiptir Ferrari út fyrir Twingo. Þú skiptir Rolex-úri fyrir Casio-úr,“ syngur Shakira. Lagið hefur strax slegið rækilega í gegn og á þeim sólarhring síðan það kom út hafa 65 milljónir manna hlustað á það á YouTube. Þá hafa 5,4 milljónir manna líkað við myndbandið og 330 þúsund skrifað ummæli.
Tónlist Ástin og lífið Fótbolti Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira