Krafist gæsluvarðhalds og upptöku eigna Tate í Rúmeníu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. janúar 2023 17:54 Andrew Tate hafði Kóraninn meðferðis þegar hann var mætti fyrir dómara í dag. Hann yfirgaf svo dóm í lögreglubifreið sex tímum síðar. Getty Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem tekin var fyrir gæsluvarðhaldskrafa á hendur honum vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemi. Ákvörðun verður tekin á fimmtudag um hvort Tate verði gert að sitja í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. Hinn 36 ára gamli Tate var handtekinn ásamt bróður sínum Tristan og tveimur rúmenskum konum þann 30. desember síðastliðinn. Eru þau grunuð um mansal, nauðgun og þátttöku í myndun skipulagðs glæpahrings. Báðir neita þeir Tate-bræður sök og héldu uppi vörnum fyrir dómara í dag. Farið er fram á upptöku ýmissa eigna en rúmenska lögreglan hefur þegar lagt hald á tíu fasteignir og fimmtán lúxusbifreiðar. Andrew Tate, sem er bæði breskur og bandarískur ríkisborgari, var á síðasta ári bannaður á helstu samfélagsmiðlum vegna kvenhaturs. Hann hefur meðal annars sagt að konur beri að hluta til ábyrgð á því að vera nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Rúmeníu, sem gefin var út þegar þeir bræður voru handteknir, segir að fjórmenningarnir séu grunaðir um að hafa stofnað hóp sem hafi stundað það að þvinga konur til framleiðslu klámefnis sem dreifa hafi átt á sérstökum áskriftarsíðum á netinu. Lögreglan segir að krafan um upptöku eigna sé gerð til að tryggja bætur til handa brotaþolum og styrkja rannsóknina, eins og það er orðað í grein Guardian um málið. Mál Andrew Tate Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Tate var handtekinn ásamt bróður sínum Tristan og tveimur rúmenskum konum þann 30. desember síðastliðinn. Eru þau grunuð um mansal, nauðgun og þátttöku í myndun skipulagðs glæpahrings. Báðir neita þeir Tate-bræður sök og héldu uppi vörnum fyrir dómara í dag. Farið er fram á upptöku ýmissa eigna en rúmenska lögreglan hefur þegar lagt hald á tíu fasteignir og fimmtán lúxusbifreiðar. Andrew Tate, sem er bæði breskur og bandarískur ríkisborgari, var á síðasta ári bannaður á helstu samfélagsmiðlum vegna kvenhaturs. Hann hefur meðal annars sagt að konur beri að hluta til ábyrgð á því að vera nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Rúmeníu, sem gefin var út þegar þeir bræður voru handteknir, segir að fjórmenningarnir séu grunaðir um að hafa stofnað hóp sem hafi stundað það að þvinga konur til framleiðslu klámefnis sem dreifa hafi átt á sérstökum áskriftarsíðum á netinu. Lögreglan segir að krafan um upptöku eigna sé gerð til að tryggja bætur til handa brotaþolum og styrkja rannsóknina, eins og það er orðað í grein Guardian um málið.
Mál Andrew Tate Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira