„Þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2023 08:00 Þeir þýsku unnu leik sunnudagsins eftir sigur Íslands á laugardeginum. Getty Images Fyrrum landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson segir enga breytingu hafa orðið á kröfunum til íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir leiki þess við Þýskaland um helgina. Þó hafi ákveðnir vankantar á leik liðsins sýnt sig. Ísland tapaði síðari leiknum við Þýskaland ytra með tveggja marka mun eftir að hafa unnið þann fyrri með eins marks mun deginum áður. Þar bar á ákveðnum veikleikum í vörn liðsins. „Mér fannst þetta þokkalegir leikir. Maður þarf að muna að þetta eru bara æfingaleikir. En þeir sýndu okkur ýmislegt, þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur en samt, við sýndum ákveðinn karakter að vinna einn. Ég er bara á sama stað og ég var fyrir helgina varðandi væntingarnar fyrir mótið,“ segir Ásgeir Örn. Hvar liggja þessir veikleikar sem Ásgeir nefnir? „Við fáum á okkur allt of mikið af auðveldum mörkum í stöðusóknum. Það er svolítið áhyggjuefni og við fáum lélega markvörslu líka. En svo samt kom þetta, það þarf rosalega lítið til að við náum nokkurra mínútna kafla í fyrri leiknum þar sem Bjöggi er frábær og vörnin kemur,“ „Þá fer þetta að rúlla og við helvíti flottir,“ segir Ásgeir Örn. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/Diego En hvað var þá aftur á móti jákvætt í leikjunum? „Mér finnst sóknarlega, er hægri vængurinn í þessum tveimur leikjum frábær. Við erum með tvö sett af leikmönnum þar sem geta tekið leikina hálfgert yfir. Mér fannst það virkilega sterkt og gaman að sjá það.“ segir Ásgeir Örn. Allt hægt en mega ekki fara fram úr sér Þrátt fyrir vandræðaganginn vannst fyrri leikurinn og munurinn lítill í þeim síðari. Ásgeir segir því enga breytingu á þeim kröfum sem gera má til íslenska liðsins. „Maður þarf alltaf passa sig aðeins í þessu. Ég held að algjör lágmarkskrafa fyrir okkur að komast inn í 8-liða úrslitin. Leiðin þangað er alveg gerleg. Þetta snýst allt um að vinna þessa tvo fyrstu leiki og eftir það liggur þetta nokkuð vel fyrir okkur. Við þurfum að hafa trú á okkur og vita að við erum með frábært lið. En samt má ekki fara að horfa á einhverjar gullmedalíur út um allt,“ Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Sjá meira
Ísland tapaði síðari leiknum við Þýskaland ytra með tveggja marka mun eftir að hafa unnið þann fyrri með eins marks mun deginum áður. Þar bar á ákveðnum veikleikum í vörn liðsins. „Mér fannst þetta þokkalegir leikir. Maður þarf að muna að þetta eru bara æfingaleikir. En þeir sýndu okkur ýmislegt, þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur en samt, við sýndum ákveðinn karakter að vinna einn. Ég er bara á sama stað og ég var fyrir helgina varðandi væntingarnar fyrir mótið,“ segir Ásgeir Örn. Hvar liggja þessir veikleikar sem Ásgeir nefnir? „Við fáum á okkur allt of mikið af auðveldum mörkum í stöðusóknum. Það er svolítið áhyggjuefni og við fáum lélega markvörslu líka. En svo samt kom þetta, það þarf rosalega lítið til að við náum nokkurra mínútna kafla í fyrri leiknum þar sem Bjöggi er frábær og vörnin kemur,“ „Þá fer þetta að rúlla og við helvíti flottir,“ segir Ásgeir Örn. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/Diego En hvað var þá aftur á móti jákvætt í leikjunum? „Mér finnst sóknarlega, er hægri vængurinn í þessum tveimur leikjum frábær. Við erum með tvö sett af leikmönnum þar sem geta tekið leikina hálfgert yfir. Mér fannst það virkilega sterkt og gaman að sjá það.“ segir Ásgeir Örn. Allt hægt en mega ekki fara fram úr sér Þrátt fyrir vandræðaganginn vannst fyrri leikurinn og munurinn lítill í þeim síðari. Ásgeir segir því enga breytingu á þeim kröfum sem gera má til íslenska liðsins. „Maður þarf alltaf passa sig aðeins í þessu. Ég held að algjör lágmarkskrafa fyrir okkur að komast inn í 8-liða úrslitin. Leiðin þangað er alveg gerleg. Þetta snýst allt um að vinna þessa tvo fyrstu leiki og eftir það liggur þetta nokkuð vel fyrir okkur. Við þurfum að hafa trú á okkur og vita að við erum með frábært lið. En samt má ekki fara að horfa á einhverjar gullmedalíur út um allt,“
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Sjá meira