Árshámarki náð í dag þegar mengun fór yfir klukkustundarheilsuverndarmörk Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 5. janúar 2023 18:00 Svava segir tól til róttækara inngrips vanta. Vísir/Vilhelm Vegna stillu og frosts hefur styrkur köfnunardíoxíðs mælst hár í Reykjavík á dögunum. Núna síðdegis fór styrkurinn yfir klukkustundarheilsuverndarmörk í átjánda sinn á árinu. Samkvæmt reglugerð frá umhverfisráðuneytinu má aðeins fara yfir þessi mörk átján sinnum á ári. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá heilbrigðiseftirlitinu hvetur almenning til að nota umhverfisvænni samgöngur og fyrirtæki til þess að skipta yfir í rafmagnsbíla. Hún segir einstakar aðstæður hafa myndast með þeirri stillu og frosti sem hefur verið síðustu daga og gert það að verkum að mengun liggur yfir borginni. „Svo auðvitað þegar það er svona kalt og slæm færð þá eyða bílarnir meira þannig losunin er meiri,“ segir Svava. Aðspurð hvort það væru einhverjar aðgerðir sem hún myndi vilja sjá að væri mögulegt að grípa til þegar þessi staða er komin upp svona snemma á árinu nefnir hún frekari reglugerðir og tækifæri til róttækara inngrips við þessar aðstæður. „Það sem í rauninni kannski þarf að gera er að gefa okkur tækifæri til þess að grípa inn í á róttækari hátt þegar svona aðstæður myndast til þess að draga úr bílaumferð. Það eina sem við höfum núna er að geta sent út tilkynningar og hvatt til þess að fólk hvíli bílinn og nýti vistvæna samgöngumáta,“ segir Svava. Hún bætir því jafnframt við að heimildir til annarra aðgerða eins og umferðarstýringar séu í umferðarlögum og reglugerð en skortur sé á nánari útfærslu á því hvernig og við hvaða aðstæður skuli beita þessum aðgerðum. Svava segir mengunarástand sem þetta og áhrif á loftgæði mjög háð veðri. „Það gæti auðvitað orðið þannig að við færum ekki oftar yfir þessi klukkustundarheilsuverndarmörk á árinu ef þessar veðuraðstæður skapast ekki. Við erum náttúrulega alltaf að losa mikla mengun en hún nær að fjúka burt og helst ekki svona yfir borginni eins og hún gerir núna,“ segir Svava. Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Loftgæði Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá heilbrigðiseftirlitinu hvetur almenning til að nota umhverfisvænni samgöngur og fyrirtæki til þess að skipta yfir í rafmagnsbíla. Hún segir einstakar aðstæður hafa myndast með þeirri stillu og frosti sem hefur verið síðustu daga og gert það að verkum að mengun liggur yfir borginni. „Svo auðvitað þegar það er svona kalt og slæm færð þá eyða bílarnir meira þannig losunin er meiri,“ segir Svava. Aðspurð hvort það væru einhverjar aðgerðir sem hún myndi vilja sjá að væri mögulegt að grípa til þegar þessi staða er komin upp svona snemma á árinu nefnir hún frekari reglugerðir og tækifæri til róttækara inngrips við þessar aðstæður. „Það sem í rauninni kannski þarf að gera er að gefa okkur tækifæri til þess að grípa inn í á róttækari hátt þegar svona aðstæður myndast til þess að draga úr bílaumferð. Það eina sem við höfum núna er að geta sent út tilkynningar og hvatt til þess að fólk hvíli bílinn og nýti vistvæna samgöngumáta,“ segir Svava. Hún bætir því jafnframt við að heimildir til annarra aðgerða eins og umferðarstýringar séu í umferðarlögum og reglugerð en skortur sé á nánari útfærslu á því hvernig og við hvaða aðstæður skuli beita þessum aðgerðum. Svava segir mengunarástand sem þetta og áhrif á loftgæði mjög háð veðri. „Það gæti auðvitað orðið þannig að við færum ekki oftar yfir þessi klukkustundarheilsuverndarmörk á árinu ef þessar veðuraðstæður skapast ekki. Við erum náttúrulega alltaf að losa mikla mengun en hún nær að fjúka burt og helst ekki svona yfir borginni eins og hún gerir núna,“ segir Svava.
Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Loftgæði Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira