Segir að Karl Filippus hefði með réttu átt að erfa krúnuna en ekki Viktoría Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2023 13:02 Silvía drottning, Estelle prinsessa, Viktoría prinsessa, Karl Filippus prins og Karl Gústaf Svíakonungur. Getty Ný ummæli Karls Gústafs Svíakonungs sem hann lætur falla í heimildarmynd hafa vakið mikið umtal í Svíþjóð. Þar ítrekar konungurinn þá skoðun sína sem hann lét fyrst falla fyrir um fjörutíu árum síðan að í hans huga ætti sonurinn, Karl Filippus, með réttu átt að erfa krúnuna að honum gengnum. Ekki Viktoría, elsta dóttir hans. Karl Gústaf konungur lét orðin fyrst falla árið 1980 þegar breytingar voru gerðar á lögum sem gerði konum mögulegt að erfa krúnuna. Karl Filippus var þá hálfs árs gamall og formlega missti hann þá stöðu sína sem krónprins. Konungurinn segir það rangt að hafa svipt syninum krónprinstitlinum með þessum hætti. „Karl Filippus fæddist krónprins og ég er enn á því að ekki sé hægt að gera lagabreytingar með þessum hætti sem gilda afturvirkt,“ segir konungurinn í heimildarmyndinni Síðustu konungar Svíþjóðar sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í vikunni. „Sonur minn fæddist og svo breyttu þeir fyrirkomulaginu mjög skyndilega, og hann misst þá allt. Það er ansi merkilegt.“ Frumburður Karls Gústafs og Sylvíu, Viktoría, fæddist árið 1977 og kom sonurinn Karl Filippus í heiminn tveimur árum síðar. Þriðja barn þeirra hjóna, Madeleine, kom svo í heiminn 1982. Karl Filippus prins og Sofia prinsessa, eiginkona hans, árið 2015.Getty „Þungt fyrir stúlku“ Karl hefur áður tjáð sig með þessum hætti. Þegar dóttir hans Viktoría fékk titilinn krónprinsessa árið 1980 sagði konungurinn að starfið að vera handhafi konungsvalds væri „þungt fyrir stúlku“. Karl Gústaf varð sjálfur konungur þrátt fyrir að vera yngstur í systkinahópnum, en hann á fjórar eldri systur. Hann tók við embætti konungs af afa sínum, en faðir Karls Gústafs, Gústaf Adolf prins, lést í flugslysi árið 1947, þá fertugur að aldri og þegar Karl Gústaf var eins árs gamall. Hann varð svo konungur 27 ára gamall, árið 1976. Karl Gústaf viðurkennir þó í heimildarmyndinni að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stuðning sænsku þjóðarinnar við konungdæmið og færa það inn í nútímann. Hann er þó allt annað en ánægður með afturvirknina og vill hann meina að hinar þá, nýju reglur hafi átt að eiga við um barnabörn hans. Konungshjónin sænsku með Karli Filippusi og Viktoríu árið 1980 þegar lagabreytingin tók gildi og konur gátu erft krúnuna.Getty Í heimildarmyndinni er hann spurður beint hvort honum þyki það hafa verið ósanngjarnt að Karl Filippus hafi verið sviptur þeim titli að vera krónprins. „Já, mér finnst það. Sem foreldi þá finnst mér það hræðilegt.“ Ákvörðun um lagabreytinguna var tekin á löggjafarþinginu 1978/79 en þar sem halda þarf tvennar kosningar áður en breytingar á stjórnarskrá landsins taka gildi, breyttust reglurnar ekki fyrr en 1980. Karl Filippus var kominn í heiminn og orðinn hálfs árs gamall. Karl Gústaf konungur leggur þó áherslu á að lagabreytingin árið 1980 hafi aldrei litað systkinasamband þeirra Karls Filippusar og Viktoríu. Fjölmargir hafa gagnrýnt orð Karls konungs og segja að hann eigi að „lesa tíðarandann betur“ og láta vera að láta þessar skoðanir sínar í ljós opinberlega. Þannig segir Anna Andersson, menningarritstjóri á Aftonbladet, að ummælin einkennist af vanþakklæti og séu ótillitssöm. Tími sé kominn að konungurinn þegi í allri umræðu um erfðaröðina. Svíþjóð Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Karl Gústaf konungur lét orðin fyrst falla árið 1980 þegar breytingar voru gerðar á lögum sem gerði konum mögulegt að erfa krúnuna. Karl Filippus var þá hálfs árs gamall og formlega missti hann þá stöðu sína sem krónprins. Konungurinn segir það rangt að hafa svipt syninum krónprinstitlinum með þessum hætti. „Karl Filippus fæddist krónprins og ég er enn á því að ekki sé hægt að gera lagabreytingar með þessum hætti sem gilda afturvirkt,“ segir konungurinn í heimildarmyndinni Síðustu konungar Svíþjóðar sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í vikunni. „Sonur minn fæddist og svo breyttu þeir fyrirkomulaginu mjög skyndilega, og hann misst þá allt. Það er ansi merkilegt.“ Frumburður Karls Gústafs og Sylvíu, Viktoría, fæddist árið 1977 og kom sonurinn Karl Filippus í heiminn tveimur árum síðar. Þriðja barn þeirra hjóna, Madeleine, kom svo í heiminn 1982. Karl Filippus prins og Sofia prinsessa, eiginkona hans, árið 2015.Getty „Þungt fyrir stúlku“ Karl hefur áður tjáð sig með þessum hætti. Þegar dóttir hans Viktoría fékk titilinn krónprinsessa árið 1980 sagði konungurinn að starfið að vera handhafi konungsvalds væri „þungt fyrir stúlku“. Karl Gústaf varð sjálfur konungur þrátt fyrir að vera yngstur í systkinahópnum, en hann á fjórar eldri systur. Hann tók við embætti konungs af afa sínum, en faðir Karls Gústafs, Gústaf Adolf prins, lést í flugslysi árið 1947, þá fertugur að aldri og þegar Karl Gústaf var eins árs gamall. Hann varð svo konungur 27 ára gamall, árið 1976. Karl Gústaf viðurkennir þó í heimildarmyndinni að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stuðning sænsku þjóðarinnar við konungdæmið og færa það inn í nútímann. Hann er þó allt annað en ánægður með afturvirknina og vill hann meina að hinar þá, nýju reglur hafi átt að eiga við um barnabörn hans. Konungshjónin sænsku með Karli Filippusi og Viktoríu árið 1980 þegar lagabreytingin tók gildi og konur gátu erft krúnuna.Getty Í heimildarmyndinni er hann spurður beint hvort honum þyki það hafa verið ósanngjarnt að Karl Filippus hafi verið sviptur þeim titli að vera krónprins. „Já, mér finnst það. Sem foreldi þá finnst mér það hræðilegt.“ Ákvörðun um lagabreytinguna var tekin á löggjafarþinginu 1978/79 en þar sem halda þarf tvennar kosningar áður en breytingar á stjórnarskrá landsins taka gildi, breyttust reglurnar ekki fyrr en 1980. Karl Filippus var kominn í heiminn og orðinn hálfs árs gamall. Karl Gústaf konungur leggur þó áherslu á að lagabreytingin árið 1980 hafi aldrei litað systkinasamband þeirra Karls Filippusar og Viktoríu. Fjölmargir hafa gagnrýnt orð Karls konungs og segja að hann eigi að „lesa tíðarandann betur“ og láta vera að láta þessar skoðanir sínar í ljós opinberlega. Þannig segir Anna Andersson, menningarritstjóri á Aftonbladet, að ummælin einkennist af vanþakklæti og séu ótillitssöm. Tími sé kominn að konungurinn þegi í allri umræðu um erfðaröðina.
Svíþjóð Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira