Fay Weldon er látin Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2023 07:26 Fay Weldon er líklega þekktust fyrir bók sína frá árinu 1983, Ævi og ástir kvendjöfuls (e. The Life and Loves of a She-Devil). Getty Breski rithöfundurinn Fay Weldon er látin, 91 árs að aldri. Sonur hennar, Dan Weldon, staðfesti andlátið í samtali við blaðið Guardian í gær og segir hana hafa andast í gær. Weldon var þekkt fyrir bækur sínar, handrit að sjónvarpsþáttum, leikgerðir og smásögur um líf fólks í Bretlandi en höfundarferill hennar spannaði rúma fimm áratugi. Weldon er líklega þekktust fyrir bók sína frá árinu 1983, Ævi og ástir kvendjöfuls (e. The Life and Loves of a She-Devil). Kvikmynd sem byggði á bókinni var gerð upp úr bókinni árið 1989 og bar hún titilinn She-Devil. Leikkonurnar Meryl Streep og Roseanne Barr fóru með aðalhlutverk í myndinni. Bókin fjallaði um Ruth Patchett, konu í hefndarhug eftir að hún kemst að því að eiginmaður hennar stendur í framhjáhaldi. Áður hafði breska ríkissjónvarpið framleitt sjónvarpsþætti byggða á bókinni sem skartaði þeim Dennis Waterman, Patricia Hodge og Julie T Wallace í aðalhlutverkum. Fay Weldon - Family Announcement. It is with great sadness that we announce the death of Fay Weldon (CBE), author, essayist and playwright. She died peacefully this morning 4th January 2023. pic.twitter.com/1nsp4qHlHv— Georgina Capel Assoc (@GeorginaCapel) January 4, 2023 Weldon gaf úr rúmlega þrjátíu skáldsögur á ferli sínum, auk smásagnasafna, sjónvarpshandrita og greina. Hún fæddist í Bretlandi en ólst upp á Nýja-Sjálandi. Hún starfaði á sínum yngri árum á auglýsingastofu og gaf út sína fyrstu bók árið 1967. Hún átti eftir að verða vinna og verða tilnefnd til fjölda verðlauna á ferli sínum. Andlát Bókmenntir Bretland Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sonur hennar, Dan Weldon, staðfesti andlátið í samtali við blaðið Guardian í gær og segir hana hafa andast í gær. Weldon var þekkt fyrir bækur sínar, handrit að sjónvarpsþáttum, leikgerðir og smásögur um líf fólks í Bretlandi en höfundarferill hennar spannaði rúma fimm áratugi. Weldon er líklega þekktust fyrir bók sína frá árinu 1983, Ævi og ástir kvendjöfuls (e. The Life and Loves of a She-Devil). Kvikmynd sem byggði á bókinni var gerð upp úr bókinni árið 1989 og bar hún titilinn She-Devil. Leikkonurnar Meryl Streep og Roseanne Barr fóru með aðalhlutverk í myndinni. Bókin fjallaði um Ruth Patchett, konu í hefndarhug eftir að hún kemst að því að eiginmaður hennar stendur í framhjáhaldi. Áður hafði breska ríkissjónvarpið framleitt sjónvarpsþætti byggða á bókinni sem skartaði þeim Dennis Waterman, Patricia Hodge og Julie T Wallace í aðalhlutverkum. Fay Weldon - Family Announcement. It is with great sadness that we announce the death of Fay Weldon (CBE), author, essayist and playwright. She died peacefully this morning 4th January 2023. pic.twitter.com/1nsp4qHlHv— Georgina Capel Assoc (@GeorginaCapel) January 4, 2023 Weldon gaf úr rúmlega þrjátíu skáldsögur á ferli sínum, auk smásagnasafna, sjónvarpshandrita og greina. Hún fæddist í Bretlandi en ólst upp á Nýja-Sjálandi. Hún starfaði á sínum yngri árum á auglýsingastofu og gaf út sína fyrstu bók árið 1967. Hún átti eftir að verða vinna og verða tilnefnd til fjölda verðlauna á ferli sínum.
Andlát Bókmenntir Bretland Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira