„Ég beið bara og svo þegar símtalið kom var þungu fargi af mér létt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2023 12:01 Hákon Daði Styrmisson hefur náð sér að fullu eftir krossbandsslit. stöð 2 sport Hákon Daði Styrmisson hlakkar til að fara á sitt fyrsta stórmót. Hann segir að biðin eftir því hvort hann yrði valinn í landsliðshópinn hafi verið nokkuð stressandi. „Ég beið bara og svo þegar símtalið kom var þungu fargi af mér létt,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Hann segist hafa verið bjartsýnn á að verða valinn í hópinn sem fer á HM sem hefst í næstu viku. „Ég er alltaf vongóður. Maður beið bara og vonaði það besta,“ sagði Eyjamaðurinn. Hákon missti af EM í byrjun síðasta árs eftir að hann sleit krossband í hné. En hann er kominn á ferðina á ný og hefur spilað vel með Gummersbach að undanförnu. Hákon Daði og félagar í íslenska landsliðinu hefja leik á HM 12. janúar.vísir/hulda margrét „Standið er þrusuflott og betra í síðasta landsliðsverkefni. En þetta er enn vinna og maður vinnur eins og maður sé ennþá meiddur. Maður er að fyrirbyggja og halda sér sterkum og ferskum,“ sagði Hákon. En á hann enn eitthvað í land að ná fullum styrk? „Jú, finnst manni það ekki alltaf. Þetta er endalaus vinna að halda sér við og er skemmtilegt,“ svaraði hornamaðurinn. Hann er ánægður hvernig hefur gengið hjá Gummersbach í vetur en nýliðarnir eru um miðja þýsku úrvalsdeildina. „Við erum búnir að vinna nokkra flotta leiki en líka tapa nokkrum leikjum sem við hefðum kannski átt að fá stig út úr. Við erum í 9. sæti og ég held að það sé ekki annað hægt en að vera ánægður með það.“ Klippa: Viðtal við Hákon Daða Hákon segir viðbrigðin að spila í þýsku úrvalsdeildin eftir að hafa spilað í næstefstu deild þar í landi nokkuð mikil. „Það er það. Menn eru líkamlega sterkari, hraðari og svo eru markverðirnir betri. Þetta er bara skemmtileg áskorun og eintóm gleði. Ég er með tveimur Íslendingum, Elliða [Snæ Viðarssyni] og svo er Guðjón Valur [Sigurðsson] að þjálfa þannig að það er draumur í dós,“ sagði Hákon. Hann fer með bjartsýnina að vopni inn í sitt fyrsta stórmót á ferlinum. „Við förum í hvaða leik sem er til að vinna. Það er viðhorfið mitt. Við eigum möguleika á að vinna hvaða lið sem er,“ sagði Hákon að lokum. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. 4. janúar 2023 09:01 Spenntur að fara loks á stórmót: „Var frekar vongóður í þetta skiptið“ Óðinn Þór Ríkharðsson kveðst spenntur að vera loksins á leið á stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta. 3. janúar 2023 11:31 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
„Ég beið bara og svo þegar símtalið kom var þungu fargi af mér létt,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Hann segist hafa verið bjartsýnn á að verða valinn í hópinn sem fer á HM sem hefst í næstu viku. „Ég er alltaf vongóður. Maður beið bara og vonaði það besta,“ sagði Eyjamaðurinn. Hákon missti af EM í byrjun síðasta árs eftir að hann sleit krossband í hné. En hann er kominn á ferðina á ný og hefur spilað vel með Gummersbach að undanförnu. Hákon Daði og félagar í íslenska landsliðinu hefja leik á HM 12. janúar.vísir/hulda margrét „Standið er þrusuflott og betra í síðasta landsliðsverkefni. En þetta er enn vinna og maður vinnur eins og maður sé ennþá meiddur. Maður er að fyrirbyggja og halda sér sterkum og ferskum,“ sagði Hákon. En á hann enn eitthvað í land að ná fullum styrk? „Jú, finnst manni það ekki alltaf. Þetta er endalaus vinna að halda sér við og er skemmtilegt,“ svaraði hornamaðurinn. Hann er ánægður hvernig hefur gengið hjá Gummersbach í vetur en nýliðarnir eru um miðja þýsku úrvalsdeildina. „Við erum búnir að vinna nokkra flotta leiki en líka tapa nokkrum leikjum sem við hefðum kannski átt að fá stig út úr. Við erum í 9. sæti og ég held að það sé ekki annað hægt en að vera ánægður með það.“ Klippa: Viðtal við Hákon Daða Hákon segir viðbrigðin að spila í þýsku úrvalsdeildin eftir að hafa spilað í næstefstu deild þar í landi nokkuð mikil. „Það er það. Menn eru líkamlega sterkari, hraðari og svo eru markverðirnir betri. Þetta er bara skemmtileg áskorun og eintóm gleði. Ég er með tveimur Íslendingum, Elliða [Snæ Viðarssyni] og svo er Guðjón Valur [Sigurðsson] að þjálfa þannig að það er draumur í dós,“ sagði Hákon. Hann fer með bjartsýnina að vopni inn í sitt fyrsta stórmót á ferlinum. „Við förum í hvaða leik sem er til að vinna. Það er viðhorfið mitt. Við eigum möguleika á að vinna hvaða lið sem er,“ sagði Hákon að lokum.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. 4. janúar 2023 09:01 Spenntur að fara loks á stórmót: „Var frekar vongóður í þetta skiptið“ Óðinn Þór Ríkharðsson kveðst spenntur að vera loksins á leið á stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta. 3. janúar 2023 11:31 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
„Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. 4. janúar 2023 09:01
Spenntur að fara loks á stórmót: „Var frekar vongóður í þetta skiptið“ Óðinn Þór Ríkharðsson kveðst spenntur að vera loksins á leið á stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta. 3. janúar 2023 11:31