Veðmálaskandall skekur snókerheiminn Valur Páll Eiríksson skrifar 4. janúar 2023 10:45 Zhao Xintong var dæmdur í bann í gær. Will Matthews/PA Images via Getty Images Tíu kínverskir snókerspilarar hafa verið dæmdir í bann af Alþjóðasnókersambandinu vegna gruns um aðild þeirra að stórfelldu veðmálasvindli innan íþróttarinnar. Alþjóðasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem greint er frá því að Jason Ferguson, stjórnarformaður sambandsins, hafi ákveðið að banna þá Zhang Jiankang og Zhao Xintong frá því að taka þátt á heimsmótaröðinni í snóker. Þeir sæta rannsókn vegna ásakana um hagræðingu úrslita og er ákvörðun sambandsins hluti af víðtækri rannsókn vegna slíks, sem talið er stafa af veðmálasvindli. Zhao Xintong átti að spila við fjórfaldan heimsmeistara Mark Selby á hinu árlega Masters-móti sem hefst í Alexandra Palace í Lundúnum um helgina, en ljóst er að ekki verður af því. Xintong fagnaði sigri á breska meistaramótinu árið 2021. Þeir Xintong og Jiankang eru níundi og tíundi í röð kínverskra snókerspilara sem hafa hlotið bann vegna meints veðmálasvindls. Liang Wenbo var fyrstur í október en sjö snókerspilarar voru skikkaðir í bann í desember. Þeir Lu Ning, Li Hang, Zhao Jianbo, Bai Langning og Chang Bingyu voru bannaðir snemma í desember. Yan Bingtao, sigurvegari Masters-mótsins árið 2021, fylgdi um miðjan mánuðinn og Chen Zifan varð sá áttundi í lok desember. Í tilkynningu Alþjóðasnókersambandsins segir að „víðtæk rannsókn þess væri langt komin“ og að tilkynningar vegna hennar sé að vænta fljótlega. Þegar henni lýkur verði möguleikar á kærum gegn mönnunum tíu skoðaðar. Snóker Kína Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Alþjóðasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem greint er frá því að Jason Ferguson, stjórnarformaður sambandsins, hafi ákveðið að banna þá Zhang Jiankang og Zhao Xintong frá því að taka þátt á heimsmótaröðinni í snóker. Þeir sæta rannsókn vegna ásakana um hagræðingu úrslita og er ákvörðun sambandsins hluti af víðtækri rannsókn vegna slíks, sem talið er stafa af veðmálasvindli. Zhao Xintong átti að spila við fjórfaldan heimsmeistara Mark Selby á hinu árlega Masters-móti sem hefst í Alexandra Palace í Lundúnum um helgina, en ljóst er að ekki verður af því. Xintong fagnaði sigri á breska meistaramótinu árið 2021. Þeir Xintong og Jiankang eru níundi og tíundi í röð kínverskra snókerspilara sem hafa hlotið bann vegna meints veðmálasvindls. Liang Wenbo var fyrstur í október en sjö snókerspilarar voru skikkaðir í bann í desember. Þeir Lu Ning, Li Hang, Zhao Jianbo, Bai Langning og Chang Bingyu voru bannaðir snemma í desember. Yan Bingtao, sigurvegari Masters-mótsins árið 2021, fylgdi um miðjan mánuðinn og Chen Zifan varð sá áttundi í lok desember. Í tilkynningu Alþjóðasnókersambandsins segir að „víðtæk rannsókn þess væri langt komin“ og að tilkynningar vegna hennar sé að vænta fljótlega. Þegar henni lýkur verði möguleikar á kærum gegn mönnunum tíu skoðaðar.
Snóker Kína Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira