Kaldasti desember í meira en hundrað ár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2023 18:31 Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum á Veðurstofunni. Vísir/Sigurjón Ríflega hundrað ára kuldamet féll í Reykjavík í desember en hann var síðast kaldari árið 1916. Veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort um sé að ræða áhrif loftslagsbreytinga en vissulega hafi verið miklar öfgar í veðri síðustu tvo mánuði. Tilfinning margra sem búa á suðvesturhorninu reyndist rétt, desember mánuður var óvenjukaldur og það eftir hlýjasta nóvember mánuði á landsvísu frá upphafi mælinga. „Desember mánuður var mjög óvenjulegur. Þetta er áttundi kaldasti desember á landsvísu frá upphafi mælinga. Síðast var kaldara árið 1973 og í Reykjavík hefur ekki verið kaldara frá árinu 1916,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum á Veðurstofu Íslands. Meðalhitinn í Reykjavík í desember var mínus þrjú komma níu stig. Kaldast var 30. desember þegar meðalhiti sólarhringsins mældist ellefu komma þrjú stig. Þá var frostakaflinn í Reykjavík líka óvenjulangur en meðalhiti sólarhringsins var undir frostmarki frá 7. desember og þar til í dag. Það fer þó að frysta aftur strax á morgun og varir út vikuna. Kristín segir að við séum þó enn langt frá kuldametinu. „Lang kaldasti desember mánuður, bæði á landinu öllu og í Reykjavík er árið 1880 og það var alveg töluvert kaldara eða mínus 7,5 stig að jafnaði í Reykjavík,“ segir hún. Hins vegar hafi ekki fallið met í snjóþyngslum. „Það er ekki óvenjulega mikill snjór. Hann var bara þurr og safnaðist mikið saman í sköflum. En mánuðurinn hefur verið óvenju úrkomulítill,“ segir hún. Hún segir of snemmt að segja til um hvort um sé að ræða áhrif vegna loftslagsbreytinga. „Þetta hefur verið óvenjulegt undanfarin ár. Við þurfum bara að skoða það betur hvort að öfgar í veðurfari komi svona fram á Íslandi. Við getum ekki svarað til um það strax. En það er auðvitað eitthvað sem við erum að skoða,“ segir Kristín að lokum. Veður Reykjavík Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjá meira
Tilfinning margra sem búa á suðvesturhorninu reyndist rétt, desember mánuður var óvenjukaldur og það eftir hlýjasta nóvember mánuði á landsvísu frá upphafi mælinga. „Desember mánuður var mjög óvenjulegur. Þetta er áttundi kaldasti desember á landsvísu frá upphafi mælinga. Síðast var kaldara árið 1973 og í Reykjavík hefur ekki verið kaldara frá árinu 1916,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum á Veðurstofu Íslands. Meðalhitinn í Reykjavík í desember var mínus þrjú komma níu stig. Kaldast var 30. desember þegar meðalhiti sólarhringsins mældist ellefu komma þrjú stig. Þá var frostakaflinn í Reykjavík líka óvenjulangur en meðalhiti sólarhringsins var undir frostmarki frá 7. desember og þar til í dag. Það fer þó að frysta aftur strax á morgun og varir út vikuna. Kristín segir að við séum þó enn langt frá kuldametinu. „Lang kaldasti desember mánuður, bæði á landinu öllu og í Reykjavík er árið 1880 og það var alveg töluvert kaldara eða mínus 7,5 stig að jafnaði í Reykjavík,“ segir hún. Hins vegar hafi ekki fallið met í snjóþyngslum. „Það er ekki óvenjulega mikill snjór. Hann var bara þurr og safnaðist mikið saman í sköflum. En mánuðurinn hefur verið óvenju úrkomulítill,“ segir hún. Hún segir of snemmt að segja til um hvort um sé að ræða áhrif vegna loftslagsbreytinga. „Þetta hefur verið óvenjulegt undanfarin ár. Við þurfum bara að skoða það betur hvort að öfgar í veðurfari komi svona fram á Íslandi. Við getum ekki svarað til um það strax. En það er auðvitað eitthvað sem við erum að skoða,“ segir Kristín að lokum.
Veður Reykjavík Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði