Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2023 13:15 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borgarstjórn, sat fund forsætisnefndar borgarstjórnar Reykjavíkur á föstudag. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. Fréttastofa greindi frá því í morgun að Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi sakað meirihlutann í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að beiðni hennar um að málefni Ljósleiðarans yrðu rædd í borgarstjórn var hafnað. Marta segir höfnun meirihlutans merki um einræðistilburði og leyndarhyggju ríkja hvað varðar málefni ljósleiðarans. Hafi stofnað rýnihóp vegna trúnaðarskyldu Einar Þorsteinsson var á fundi forsætisnefndar borgarinnar á föstudag þar sem beiðni Mörtu um að Ljósleiðarinn yrði ræddur á fundi borgarstjórnar á morgun var hafnað. Einar sat fundinn sem varafulltrúi og var því ekki viðstaddur þegar umræða um beiðni Mörtu fór fram. Þarna sé þó um að ræða mál sem ekki sé hægt að ræða fyrir opnum tjöldum enn sem komið er. „Þarna er um að ræða viðskiptamálefni fyrirtækis sem er á samkeppnismarkaði og það er eðli máls samkvæmt ekki hægt að ræða þau fyrir opnum tjöldum í borgarstjórn,“ segir Einar í samtali við fréttastofu en Ljósleiðarinn er í eigu borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur, sem borgin á 93 prósenta hlut í. „Við í meirihlutanum í borgarráði lögðum hins vegar til að stofnaður yrði rýnihópur svo að fulltrúar allra flokka í borgarráði hefðu tækifæri til að fá jafnan aðgang að öllum gögnum málsins, alveg eins og meirihlutinn. Þar sem við gætum farið yfir þau og rýnt alla hagsmuni borgarinnar sem eru í húfi og áhættuna sem felst í þessu máli,“ segir hann. Noti öll stóru orðin í orðabók Sjálfstæðisflokksins Á fundum rýnihópsins, sem Marta á sæti í, hafi borgarfulltrúum gefist tækifæri til að sinna eftirlitshlutverki sínu. „Þegar fram líða stundir og hægt er að aflétta trúnaði af þeim gögnum sem um ræðir verður þetta að sjálfsögðu rætt í borgarstjórn fyrir opnum tjöldum en það eru ekki allir í borgarstjórn sem hafa aðgengi að þessum gögnum, sem hafa verið lögð fyrir rýnihópinn, því þar er bara einn fulltrúi frá hverjum flokki,“ segir Einar. „Þess vegna yrði umræðan í borgarstjórn afar undarleg þar sem sumir í borgarstjórn þekktu til gagnanna en aðrir ekki og þessi umræða í borgarstjórn á þessum tímapunkti yrði afar undarleg og skrítin. Því er farsælast að vinna þetta vel á vettvangi rýnihópsins og síðar í borgarstjórn.“ Hann átti sig ekki á því hvers vegna borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins saki meirihlutann um einræðistilburði eða haldi því fram að hann hafi ekki fengið gögn afhent. „Ég átta mig ekki alveg á því hvers konar gamaldsags pólitík Sjálfstæðismenn eru að stunda. Þeir vita það að það er ekki hægt að ræða þetta fyrir opnum tjöldum. Þá nýta þau tækifærið til að krefjast þess að það sé gert vegna þess að þau vita að við getum ekki gert annað en að hafna því. Þá geta þau sakað okkur um leyndarhyggju og jafnvel spillingu og notað öll stóru orðin í orðabók Sjálfstæðisflokksins,“ segir Einar. „Verði þeim bara að góðu með það. Við erum að vinna þetta faglega á vettvangi rýnihópsins, allan hafa jafnan aðgang að gögnum, það er í góðri samvinnu við alla aðra flokka í borgarstjórn nema Sjálfstæðisflokk. Allar ásakanir um leyndarhyggju og slíkt eru algjörlega órökstuddar og óskiljanlegar.“ Reykjavík Borgarstjórn Fjarskipti Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Minnihlutinn „bara að þyrla upp ryki“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar í tvígang. Oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann aðeins vera að þyrla upp ryki. 2. janúar 2023 12:00 Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56 Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í morgun að Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi sakað meirihlutann í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að beiðni hennar um að málefni Ljósleiðarans yrðu rædd í borgarstjórn var hafnað. Marta segir höfnun meirihlutans merki um einræðistilburði og leyndarhyggju ríkja hvað varðar málefni ljósleiðarans. Hafi stofnað rýnihóp vegna trúnaðarskyldu Einar Þorsteinsson var á fundi forsætisnefndar borgarinnar á föstudag þar sem beiðni Mörtu um að Ljósleiðarinn yrði ræddur á fundi borgarstjórnar á morgun var hafnað. Einar sat fundinn sem varafulltrúi og var því ekki viðstaddur þegar umræða um beiðni Mörtu fór fram. Þarna sé þó um að ræða mál sem ekki sé hægt að ræða fyrir opnum tjöldum enn sem komið er. „Þarna er um að ræða viðskiptamálefni fyrirtækis sem er á samkeppnismarkaði og það er eðli máls samkvæmt ekki hægt að ræða þau fyrir opnum tjöldum í borgarstjórn,“ segir Einar í samtali við fréttastofu en Ljósleiðarinn er í eigu borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur, sem borgin á 93 prósenta hlut í. „Við í meirihlutanum í borgarráði lögðum hins vegar til að stofnaður yrði rýnihópur svo að fulltrúar allra flokka í borgarráði hefðu tækifæri til að fá jafnan aðgang að öllum gögnum málsins, alveg eins og meirihlutinn. Þar sem við gætum farið yfir þau og rýnt alla hagsmuni borgarinnar sem eru í húfi og áhættuna sem felst í þessu máli,“ segir hann. Noti öll stóru orðin í orðabók Sjálfstæðisflokksins Á fundum rýnihópsins, sem Marta á sæti í, hafi borgarfulltrúum gefist tækifæri til að sinna eftirlitshlutverki sínu. „Þegar fram líða stundir og hægt er að aflétta trúnaði af þeim gögnum sem um ræðir verður þetta að sjálfsögðu rætt í borgarstjórn fyrir opnum tjöldum en það eru ekki allir í borgarstjórn sem hafa aðgengi að þessum gögnum, sem hafa verið lögð fyrir rýnihópinn, því þar er bara einn fulltrúi frá hverjum flokki,“ segir Einar. „Þess vegna yrði umræðan í borgarstjórn afar undarleg þar sem sumir í borgarstjórn þekktu til gagnanna en aðrir ekki og þessi umræða í borgarstjórn á þessum tímapunkti yrði afar undarleg og skrítin. Því er farsælast að vinna þetta vel á vettvangi rýnihópsins og síðar í borgarstjórn.“ Hann átti sig ekki á því hvers vegna borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins saki meirihlutann um einræðistilburði eða haldi því fram að hann hafi ekki fengið gögn afhent. „Ég átta mig ekki alveg á því hvers konar gamaldsags pólitík Sjálfstæðismenn eru að stunda. Þeir vita það að það er ekki hægt að ræða þetta fyrir opnum tjöldum. Þá nýta þau tækifærið til að krefjast þess að það sé gert vegna þess að þau vita að við getum ekki gert annað en að hafna því. Þá geta þau sakað okkur um leyndarhyggju og jafnvel spillingu og notað öll stóru orðin í orðabók Sjálfstæðisflokksins,“ segir Einar. „Verði þeim bara að góðu með það. Við erum að vinna þetta faglega á vettvangi rýnihópsins, allan hafa jafnan aðgang að gögnum, það er í góðri samvinnu við alla aðra flokka í borgarstjórn nema Sjálfstæðisflokk. Allar ásakanir um leyndarhyggju og slíkt eru algjörlega órökstuddar og óskiljanlegar.“
Reykjavík Borgarstjórn Fjarskipti Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Minnihlutinn „bara að þyrla upp ryki“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar í tvígang. Oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann aðeins vera að þyrla upp ryki. 2. janúar 2023 12:00 Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56 Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Minnihlutinn „bara að þyrla upp ryki“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar í tvígang. Oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann aðeins vera að þyrla upp ryki. 2. janúar 2023 12:00
Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56
Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32