Tungutak Baldur Hafstað skrifar 29. desember 2022 13:01 Málfræðingar trana sér yfirleitt ekki fram, og reyndar finnst mér að okkar virtustu málvísindamenn mættu láta meira í sér heyra á opinberum vettvangi. En nú verð ég að hrósa Ríkisútvarpinu og Guðrúnu Línberg Guðjónsdóttur fyrir að hafa í þáttunum Orð af orði rætt við þrjá sérfræðinga sem nýlega fluttu fyrirlestra á málþingi undir yfirskriftinni „Kynhlutlaust mál“. Á þinginu töluðu fulltrúar þriggja kynslóða: Finnur Ágúst Ingimundarson MA; dr. Guðrún Þórhallsdóttir dósent; og dr. Höskuldur Þráinsson, fyrrverandi prófessor. Til glöggvunar skal ég nefnda örfá atriði sem fram komu í máli þremenninganna: 1. Við höfum lengi sagt: „Allir velkomnir“ – í svokölluðu kynhlutlausu karlkyni. Að baki liggur „arfleifð indóevrópska samkynsins“. Þetta hefur ekkert með líffræðilegt kyn að gera frekar en orðin gestur og læknir: Við segjum t.d.: „Það komu margir gestir,“ og eigum við bæði konur og karla. 2. Hugtökin „sjálfgefið kyn“ og „vísandi kyn“ eru hjálpleg í umræðunni: „Heyra allir í mér?“ (sjálfgefið kyn) og „Heyrið þið öll í mér?“ (vísandi kyn). En stundum er ekki hægt að velja hér á milli, sbr. spurninguna: „Eru allir mættir?“ Við getum tæplega sagt: „Eruð þið öll mætt?“ 4. „Í þessu húsi eru íbúðir fyrir aldraða“ (ekki: öldruð). Málfræðilegt karlkyn er sjálfgefið í dæmum af þessu tagi, sbr.: Ég pantaði borð fyrir fjóra; Margur er ríkari en hann hyggur. Höskuldur Þráinsson spurði: „Getur fólk sem elst upp í íslensku málumhverfi komist hjá því að túlka karlkynið í dæmum af þessu tagi sem sjálfgefið, þ.e. þannig að það eigi ekkert sérstaklega við karla, sé kynhlutlaust?“ 5. Það er mikilvægt að eiga málstaðal sem allir skynja á sama hátt. Breytileiki í kynjanotkun getur valdið misskilningi. 6. Það verður erfitt að venja heila þjóð á nýja notkun málfræðilegra kynja. „Nýlenskan“ felur í sér handstýrða málbreytingu. Þetta nýja mál hefur aldrei verið til, enginn hefur alist upp við það; það hefur enginn beðið um að árþúsunda hefð að baki íslenskunni verði raskað. Ég hvet ykkur, ágætu lesendur, og þá kannski helst fréttamenn, stjórnmálamenn og auglýsendur, til að fara inn á slóðina https://islenskan.is/malfregnir þar sem fyrrnefndir sérfræðingar hafa orðið. Að lokum tvennt: 1. Nánast hver einasti viðmælandi fréttamanna talar enn það mál sem hann lærði ómeðvitað í bernsku, hvort sem hann er karl eða kona, ungur eða gamall. Hann segir t.d.: „Það var enginn heima“ (en ekki: „Það voru engin heima“). Hann segir: „Það komu margir í afmælið“ (en ekki: „Það komu mörg í afmælið“). 2. Þeir stjórnmálamenn sem vilja taka nýlenskuna upp eru þegar komnir í vanda: Fylgið hrynur af vinstri grænum sem auglýsa: „Öll velkomin“ – og segja niðurlútir eftir á: „Sárafá mættu“. En atkvæði sópast að Samfylkingunni sem auglýsir: „Allir velkomnir“ – og sendir frá sér frétt að fundi loknum: „Fjölmargir mættu“. Höfundur er fyrrverandi prófessor í íslensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Málfræðingar trana sér yfirleitt ekki fram, og reyndar finnst mér að okkar virtustu málvísindamenn mættu láta meira í sér heyra á opinberum vettvangi. En nú verð ég að hrósa Ríkisútvarpinu og Guðrúnu Línberg Guðjónsdóttur fyrir að hafa í þáttunum Orð af orði rætt við þrjá sérfræðinga sem nýlega fluttu fyrirlestra á málþingi undir yfirskriftinni „Kynhlutlaust mál“. Á þinginu töluðu fulltrúar þriggja kynslóða: Finnur Ágúst Ingimundarson MA; dr. Guðrún Þórhallsdóttir dósent; og dr. Höskuldur Þráinsson, fyrrverandi prófessor. Til glöggvunar skal ég nefnda örfá atriði sem fram komu í máli þremenninganna: 1. Við höfum lengi sagt: „Allir velkomnir“ – í svokölluðu kynhlutlausu karlkyni. Að baki liggur „arfleifð indóevrópska samkynsins“. Þetta hefur ekkert með líffræðilegt kyn að gera frekar en orðin gestur og læknir: Við segjum t.d.: „Það komu margir gestir,“ og eigum við bæði konur og karla. 2. Hugtökin „sjálfgefið kyn“ og „vísandi kyn“ eru hjálpleg í umræðunni: „Heyra allir í mér?“ (sjálfgefið kyn) og „Heyrið þið öll í mér?“ (vísandi kyn). En stundum er ekki hægt að velja hér á milli, sbr. spurninguna: „Eru allir mættir?“ Við getum tæplega sagt: „Eruð þið öll mætt?“ 4. „Í þessu húsi eru íbúðir fyrir aldraða“ (ekki: öldruð). Málfræðilegt karlkyn er sjálfgefið í dæmum af þessu tagi, sbr.: Ég pantaði borð fyrir fjóra; Margur er ríkari en hann hyggur. Höskuldur Þráinsson spurði: „Getur fólk sem elst upp í íslensku málumhverfi komist hjá því að túlka karlkynið í dæmum af þessu tagi sem sjálfgefið, þ.e. þannig að það eigi ekkert sérstaklega við karla, sé kynhlutlaust?“ 5. Það er mikilvægt að eiga málstaðal sem allir skynja á sama hátt. Breytileiki í kynjanotkun getur valdið misskilningi. 6. Það verður erfitt að venja heila þjóð á nýja notkun málfræðilegra kynja. „Nýlenskan“ felur í sér handstýrða málbreytingu. Þetta nýja mál hefur aldrei verið til, enginn hefur alist upp við það; það hefur enginn beðið um að árþúsunda hefð að baki íslenskunni verði raskað. Ég hvet ykkur, ágætu lesendur, og þá kannski helst fréttamenn, stjórnmálamenn og auglýsendur, til að fara inn á slóðina https://islenskan.is/malfregnir þar sem fyrrnefndir sérfræðingar hafa orðið. Að lokum tvennt: 1. Nánast hver einasti viðmælandi fréttamanna talar enn það mál sem hann lærði ómeðvitað í bernsku, hvort sem hann er karl eða kona, ungur eða gamall. Hann segir t.d.: „Það var enginn heima“ (en ekki: „Það voru engin heima“). Hann segir: „Það komu margir í afmælið“ (en ekki: „Það komu mörg í afmælið“). 2. Þeir stjórnmálamenn sem vilja taka nýlenskuna upp eru þegar komnir í vanda: Fylgið hrynur af vinstri grænum sem auglýsa: „Öll velkomin“ – og segja niðurlútir eftir á: „Sárafá mættu“. En atkvæði sópast að Samfylkingunni sem auglýsir: „Allir velkomnir“ – og sendir frá sér frétt að fundi loknum: „Fjölmargir mættu“. Höfundur er fyrrverandi prófessor í íslensku.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun