„Þetta fer ekki að léttast fyrr en það hlýnar í veðri og vorar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. desember 2022 14:00 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikið álag alls staðar í heilbrigðiskerfinu um þessar mundir. Vísir/Egill Mikið álag er í heilbrigðiskerfinu vegna óvenju mikils flensufárs. Landspítali hefur gripið til takmarkana og á heilsugæslustöðvum eru tímar fullbókaðir og löng bið á Læknavaktinni. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks að leita annarra ráða en að birtast beint á stöðvunum. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni fyrr en það fer að hlýna í veðri. Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítala takmarkaðar við einn gest og gilda takmarkanirnar meðan veirufaraldrar geisa í samfélaginu. Grímuskylda er á spítalanum og gestir mega ekki vera eð einkenni frá öndunarvegi, til að mynda kvef, eða meltingarvegi, til að mynda niðurgang, að því er segir í tilkynningu á vef Landspítala. Már Kristjánsson forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum sagði í kvöldfréttum í gær að gríðarlegt álag væri á spítalanum vegna óvenju mikils flensufárs. Ný rými fyrir sjúklinga hafi verið opnuð og biðlað til fólks að halda sig heima sé það veikt. Álagið er einnig víðar, til að mynda á heilsugæslustöðvum þar sem allt er fullbókað og á Læknavaktinni hefur fólk þurft að bíða í langan tíma undanfarnar vikur. Vegna vægari veikinda og minniháttar slysa hefur fólk þó verið hvatt til að leita þangað frekar en á bráðamóttöku. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tekur undir það að fólk eigi að halda sig heima sé um minniháttar veikindi að ræða, þó þau sinni vissulega öllum sem þurfa raunverulega á aðstoð að halda. „Það sem við erum svona að biðlast til er að fólk aðeins hugsi sig um, skoði hvað er hægt að gera annað, leiti ráða, hringi á sína heilsugæslustöð, hringja í Upplýsingamiðstöðina [í síma 513-1700] eða 1700 símann og svona fái ráð um hvað er hægt að gera, ekki bara birtast beint,“ segir hún. Álagið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram Fólk er hvatt til að fara varlega, ekki síst yfir áramótin, huga að eigin heilsu og forðast margmenni sé það veikt. Þá geti húsráð hjálpað auk verkjalyfja á borð við Paratabs. Allt geti það dregið úr álaginu. „Það er gríðarlega mikið að gera alls staðar í kerfinu. Það er mikið að gera á stöðvunum, Læknavaktin er alveg á fullu, bráðamóttökur, það er bið alls staðar,“ segir Sigríður. „Þess vegna er svo gott að fólk sé búið að hringja og hafa samband, þá er alla vega hægt að meta erindin og þá vitum við pínulítið meira um af hverju fólk er að koma og erum í rauninni fljótari að afgreiða þá sem að þurfa að koma,“ segir hún enn fremur. Álagið hafi verið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram, þó allt sé nú reynt til að bregðast við ástandinu. „Það virðist vera, bara eftir Covid, að þá er greinilega mjög mikið um erfiðar pestir. Þannig vissulega er þetta orðið lengra en við vonuðumst til og ég sé ekki annað en að þetta ástand vari eitthvað aðeins fram á nýár, bara meðan það er svona mikill vetur. Þetta fer ekki að léttast fyrr en hlýnar í veðri og vorar,“ segir Sigríður. Heilsugæsla Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest á heimsóknartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 29. desember 2022 08:52 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítala takmarkaðar við einn gest og gilda takmarkanirnar meðan veirufaraldrar geisa í samfélaginu. Grímuskylda er á spítalanum og gestir mega ekki vera eð einkenni frá öndunarvegi, til að mynda kvef, eða meltingarvegi, til að mynda niðurgang, að því er segir í tilkynningu á vef Landspítala. Már Kristjánsson forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum sagði í kvöldfréttum í gær að gríðarlegt álag væri á spítalanum vegna óvenju mikils flensufárs. Ný rými fyrir sjúklinga hafi verið opnuð og biðlað til fólks að halda sig heima sé það veikt. Álagið er einnig víðar, til að mynda á heilsugæslustöðvum þar sem allt er fullbókað og á Læknavaktinni hefur fólk þurft að bíða í langan tíma undanfarnar vikur. Vegna vægari veikinda og minniháttar slysa hefur fólk þó verið hvatt til að leita þangað frekar en á bráðamóttöku. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tekur undir það að fólk eigi að halda sig heima sé um minniháttar veikindi að ræða, þó þau sinni vissulega öllum sem þurfa raunverulega á aðstoð að halda. „Það sem við erum svona að biðlast til er að fólk aðeins hugsi sig um, skoði hvað er hægt að gera annað, leiti ráða, hringi á sína heilsugæslustöð, hringja í Upplýsingamiðstöðina [í síma 513-1700] eða 1700 símann og svona fái ráð um hvað er hægt að gera, ekki bara birtast beint,“ segir hún. Álagið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram Fólk er hvatt til að fara varlega, ekki síst yfir áramótin, huga að eigin heilsu og forðast margmenni sé það veikt. Þá geti húsráð hjálpað auk verkjalyfja á borð við Paratabs. Allt geti það dregið úr álaginu. „Það er gríðarlega mikið að gera alls staðar í kerfinu. Það er mikið að gera á stöðvunum, Læknavaktin er alveg á fullu, bráðamóttökur, það er bið alls staðar,“ segir Sigríður. „Þess vegna er svo gott að fólk sé búið að hringja og hafa samband, þá er alla vega hægt að meta erindin og þá vitum við pínulítið meira um af hverju fólk er að koma og erum í rauninni fljótari að afgreiða þá sem að þurfa að koma,“ segir hún enn fremur. Álagið hafi verið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram, þó allt sé nú reynt til að bregðast við ástandinu. „Það virðist vera, bara eftir Covid, að þá er greinilega mjög mikið um erfiðar pestir. Þannig vissulega er þetta orðið lengra en við vonuðumst til og ég sé ekki annað en að þetta ástand vari eitthvað aðeins fram á nýár, bara meðan það er svona mikill vetur. Þetta fer ekki að léttast fyrr en hlýnar í veðri og vorar,“ segir Sigríður.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest á heimsóknartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 29. desember 2022 08:52 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest á heimsóknartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 29. desember 2022 08:52