„Hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem íþróttamaður verður þú að leyfa þér að dreyma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. desember 2022 07:00 Bjarki Már Elísson fór yfir víðan völl í viðtali sínu við Vísi og Stöð 2. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson settist niður með Vísi og Stöð 2 nýverið. Ræddi hann lífið og tilveruna sem og HM í handbolta sem fram fer í janúar en segja má að þjóðin sé að prjóna yfir sig um þessar mundir. Bjarki Már segir að Ísland hafi alla burði til að fara langt en gamla klisjan eigi þó alltaf við: „einn leikur í einu.“ „Myndi segja að ég væri sterkari andlega, að vera í þessari pressu og spila stóra leiki þar sem mikið er undir. Lenti í smá meiðslum í upphafi tímabils og fór hægt af stað en að undanförnu hefur gengið vel svo ég tel að ég sé í góðum málum fyrir janúar,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson í viðtali við Vísi og Stöð 2 áður en talið barst að öðrum leikmönnum landsliðsins. „Maður veit bara hvað þeir eru góðir. Er ekkert með hökuna í gólfinu að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] og Ómar Ingi [Magnússon] séu að skora átta til tíu mörk í Meistaradeildinni og að Viktor Gísli [Hallgrímsson] sé að verja vel. Gott fyrir þá að koma fullir sjálfstrausts inn í janúarverkefnið. Get ekki annað sagt en að ég sé mjög spenntur.“ Hvernig er spennustigið hjá leikmönnum? „Við höfum alveg rætt að við finnum fyrir meiri áhuga. Kannski skiljanlegt eftir síðasta stórmót. Ég get bara talað fyrir mig og þá sem ég þekki vel innan hópsins, við vorum búnir að sjá þetta fyrir okkur. Tvö, þrjú ár síðan við sáum fyrir okkur að við gætum búið til mjög gott lið. Strákarnir sem nefndir voru áðan [Ómar Ingi, Gísli Þorgeir og Viktor Gísli] að koma upp og við vissum alveg að ef þeir myndu halda rétt á spilunum og við í hópnum, í landsliðinu, þá myndi eitthvað gerast á næstu árum.“ „Þetta er ekki að koma okkur á óvart, vissum á hvaða vegferð við vorum og erum. Full snemmt að fara tala um úrslitaleikinn en maður má leyfa sér að dreyma, hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem íþróttamaður verður þú að leyfa þér að dreyma. Sjá hlutina fyrir þér og þá er líklegra að þeir gerist.“ Er það pirrandi eða spennandi þegar Logi Geirsson segir að Ísland verði heimsmeistarar? „Veit það ekki. Bæði bara. Ég pæli ekkert í því þannig. Hann er að vinna í sjónvarpi og vinnur við að selja vöruna sem hann er að fjalla um. Það er ekkert pirrandi, Logi er snillingur og bara gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal: Bjarki Már leyfir sér dreyma Getum við komist á pall? „Við getum það alveg. Veit að þetta er klisja og allt það en við verðum að eiga góðan riðil. Ef við vinnum ekki riðilinn, ef við förum ekki með þessi fjögur – allavega tvö stig í milliriðli ertu ekki með nógu góðan grunn til að fara upp úr milliriðlinum. Þetta er leiðinlegt að heyra en við verðum að byrja á fyrsta leik á móti Portúgal, þannig er það bara,“ sagði Bjarki Már að lokum. Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Sjá meira
„Myndi segja að ég væri sterkari andlega, að vera í þessari pressu og spila stóra leiki þar sem mikið er undir. Lenti í smá meiðslum í upphafi tímabils og fór hægt af stað en að undanförnu hefur gengið vel svo ég tel að ég sé í góðum málum fyrir janúar,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson í viðtali við Vísi og Stöð 2 áður en talið barst að öðrum leikmönnum landsliðsins. „Maður veit bara hvað þeir eru góðir. Er ekkert með hökuna í gólfinu að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] og Ómar Ingi [Magnússon] séu að skora átta til tíu mörk í Meistaradeildinni og að Viktor Gísli [Hallgrímsson] sé að verja vel. Gott fyrir þá að koma fullir sjálfstrausts inn í janúarverkefnið. Get ekki annað sagt en að ég sé mjög spenntur.“ Hvernig er spennustigið hjá leikmönnum? „Við höfum alveg rætt að við finnum fyrir meiri áhuga. Kannski skiljanlegt eftir síðasta stórmót. Ég get bara talað fyrir mig og þá sem ég þekki vel innan hópsins, við vorum búnir að sjá þetta fyrir okkur. Tvö, þrjú ár síðan við sáum fyrir okkur að við gætum búið til mjög gott lið. Strákarnir sem nefndir voru áðan [Ómar Ingi, Gísli Þorgeir og Viktor Gísli] að koma upp og við vissum alveg að ef þeir myndu halda rétt á spilunum og við í hópnum, í landsliðinu, þá myndi eitthvað gerast á næstu árum.“ „Þetta er ekki að koma okkur á óvart, vissum á hvaða vegferð við vorum og erum. Full snemmt að fara tala um úrslitaleikinn en maður má leyfa sér að dreyma, hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem íþróttamaður verður þú að leyfa þér að dreyma. Sjá hlutina fyrir þér og þá er líklegra að þeir gerist.“ Er það pirrandi eða spennandi þegar Logi Geirsson segir að Ísland verði heimsmeistarar? „Veit það ekki. Bæði bara. Ég pæli ekkert í því þannig. Hann er að vinna í sjónvarpi og vinnur við að selja vöruna sem hann er að fjalla um. Það er ekkert pirrandi, Logi er snillingur og bara gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal: Bjarki Már leyfir sér dreyma Getum við komist á pall? „Við getum það alveg. Veit að þetta er klisja og allt það en við verðum að eiga góðan riðil. Ef við vinnum ekki riðilinn, ef við förum ekki með þessi fjögur – allavega tvö stig í milliriðli ertu ekki með nógu góðan grunn til að fara upp úr milliriðlinum. Þetta er leiðinlegt að heyra en við verðum að byrja á fyrsta leik á móti Portúgal, þannig er það bara,“ sagði Bjarki Már að lokum.
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Sjá meira