Víða ófært og vegir lokaðir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2022 14:45 Ökumenn eru beðnir um að fylgjast vel með færðinni. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. Á Suðurlandi er víða ófært, þungfært eða þæfingsfærð. Vegagerðin vinnur að mokstri en vegna skafrennings reynist verkið torvelt. Ófært er á Fljótshlíðarvegi og fleiri vegum. Erfið akstursskilyrði eru víða á Suðurlandi.Vegagerðin Vegurinn á milli Kirkjubæjarklausturs og Markarfljóts er lokaður og verður ekki opnaður í dag. Austan við Kirkjubæjarklaustur er að mestu greiðfært en farið er að hvessa verulega. Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði en hálka og léleg færð á öðrum leiðum í nágrenni. Sömu sögu er að segja af Norður- og Norðausturlandi en búið er að loka Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Færð er mjög tekin að spillast á Vatnsskarði eystra og þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði. Lokað er í Víkurskarði og við Þverárfjall. Vegfarendur eru beðnir um að sýna varúð.Vegagerðin Eins og fyrr segir er gul viðvörun í gildi á Austurlandi að Glettingi frá klukkan 13 til 21 í dag. Spáð er 13 til 18 metrum á sekúndu með snjókomu eða éljum og skafrenningi. Á Austfjörðum er gert ráð fyrir hríð, norðaustan 15 til 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi til klukkan 23 í kvöld. Á Suðausturlandi er stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu og snarpari vindhviður við fjöll, en gula viðvörunin gildir til klukkan 10 í fyrramálið. Veður Umferð Samgöngur Tengdar fréttir Myndaveisla: Víkverjar komu á annað hundrað ferðamönnum til bjargar á aðfangadag Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima. 25. desember 2022 14:02 Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Á Suðurlandi er víða ófært, þungfært eða þæfingsfærð. Vegagerðin vinnur að mokstri en vegna skafrennings reynist verkið torvelt. Ófært er á Fljótshlíðarvegi og fleiri vegum. Erfið akstursskilyrði eru víða á Suðurlandi.Vegagerðin Vegurinn á milli Kirkjubæjarklausturs og Markarfljóts er lokaður og verður ekki opnaður í dag. Austan við Kirkjubæjarklaustur er að mestu greiðfært en farið er að hvessa verulega. Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði en hálka og léleg færð á öðrum leiðum í nágrenni. Sömu sögu er að segja af Norður- og Norðausturlandi en búið er að loka Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Færð er mjög tekin að spillast á Vatnsskarði eystra og þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði. Lokað er í Víkurskarði og við Þverárfjall. Vegfarendur eru beðnir um að sýna varúð.Vegagerðin Eins og fyrr segir er gul viðvörun í gildi á Austurlandi að Glettingi frá klukkan 13 til 21 í dag. Spáð er 13 til 18 metrum á sekúndu með snjókomu eða éljum og skafrenningi. Á Austfjörðum er gert ráð fyrir hríð, norðaustan 15 til 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi til klukkan 23 í kvöld. Á Suðausturlandi er stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu og snarpari vindhviður við fjöll, en gula viðvörunin gildir til klukkan 10 í fyrramálið.
Veður Umferð Samgöngur Tengdar fréttir Myndaveisla: Víkverjar komu á annað hundrað ferðamönnum til bjargar á aðfangadag Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima. 25. desember 2022 14:02 Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Myndaveisla: Víkverjar komu á annað hundrað ferðamönnum til bjargar á aðfangadag Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima. 25. desember 2022 14:02
Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45