Gæti orðið mjög þungfært á skömmum tíma Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2022 23:30 Veðurfræðingur segir mikilvægt að fylgjast vel með á morgun. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Töluverð snjókoma er í kortunum víðsvegar á landinu í nótt og á morgun. Mesta ofankoman verður líklega á vesturhluta Suðurlands og leiðindaveður verður á Vestfjörðum ef spáin gengur eftir. Veðurfræðingur segir mikilvægt að fylgjast vel með enda geti orðið þungfært á skömmum tíma. Vegagerðin og borgaryfirvöld eru í viðbragðsstöðu. „Það getur orðið býsna jólalegt nokkuð víða,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gert er ráð fyrir töluverðri úrkomu fyrri partinn á morgun en mesti snjórinn verður líklega í Vík í Mýrdal. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi. Gert er ráð fyrir austan og norðaustan tíu til fimmtán metrum á sekúndu og ofankomu. Líkur eru á samgöngutruflunum á Suðurlandi og Suðausturlandi.Veðurstofan „Það verður eiginlega enginn landshluti sem sleppur alveg við úrkomu nema kannski sunnanverðir Austfirðir og vestur undir Öræfi. Það er svona suðausturhornið sem sleppur einna best. En það munu líklega allir fá eitthvað.“ Höfuðborgin sleppur ólíklega og samkvæmt spám fer strax að snjóa í nótt. Ofankoma verður líklega einhver fram að hádegi. „Höfuðborgarsvæðið er eiginlega alveg á jaðrinum, samkvæmt spánni, þannig að það væri óvarlegt að taka sénsinn á því að það myndi ekki snjóa hérna. En hversu mikið það verður, það er dálítið snúið. Þessi vindátt gefur ekki alltaf mikla ofankomu en hún getur gert það,“ segir Óli Þór. Svona lítur spáin út klukkan átta í fyrramálið.Veðurstofan Óli Þór segir að Vegagerðin og borgaryfirvöld séu í viðbragðsstöðu. Hann mælir með því að fólk hafi varann á. Mjög þungfært geti orðið á Suðurlandi á tiltölulega skömmum tíma, til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum. Er þá ekki sniðugt að vakna aðeins fyrr í fyrramálið? „Ég myndi alveg ætla mér allavega 15-20 mínútur auka, það er alveg óhætt. Menn þurfa bara að vera viðbúnir því að það getur snjóað dálítið mikið hérna fyrripartinn á morgun og þá er kannski ekki endilega gott að eiga einhver stór innkaup eftir. Það getur ansi mikið komið en ég er að vona að spáin sé það góð að við fáum bara sýnishorn.“ Veður Umferð Tengdar fréttir Gul viðvörun vegna snjókomu á aðfangadag Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins. 23. desember 2022 14:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Það getur orðið býsna jólalegt nokkuð víða,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gert er ráð fyrir töluverðri úrkomu fyrri partinn á morgun en mesti snjórinn verður líklega í Vík í Mýrdal. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi. Gert er ráð fyrir austan og norðaustan tíu til fimmtán metrum á sekúndu og ofankomu. Líkur eru á samgöngutruflunum á Suðurlandi og Suðausturlandi.Veðurstofan „Það verður eiginlega enginn landshluti sem sleppur alveg við úrkomu nema kannski sunnanverðir Austfirðir og vestur undir Öræfi. Það er svona suðausturhornið sem sleppur einna best. En það munu líklega allir fá eitthvað.“ Höfuðborgin sleppur ólíklega og samkvæmt spám fer strax að snjóa í nótt. Ofankoma verður líklega einhver fram að hádegi. „Höfuðborgarsvæðið er eiginlega alveg á jaðrinum, samkvæmt spánni, þannig að það væri óvarlegt að taka sénsinn á því að það myndi ekki snjóa hérna. En hversu mikið það verður, það er dálítið snúið. Þessi vindátt gefur ekki alltaf mikla ofankomu en hún getur gert það,“ segir Óli Þór. Svona lítur spáin út klukkan átta í fyrramálið.Veðurstofan Óli Þór segir að Vegagerðin og borgaryfirvöld séu í viðbragðsstöðu. Hann mælir með því að fólk hafi varann á. Mjög þungfært geti orðið á Suðurlandi á tiltölulega skömmum tíma, til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum. Er þá ekki sniðugt að vakna aðeins fyrr í fyrramálið? „Ég myndi alveg ætla mér allavega 15-20 mínútur auka, það er alveg óhætt. Menn þurfa bara að vera viðbúnir því að það getur snjóað dálítið mikið hérna fyrripartinn á morgun og þá er kannski ekki endilega gott að eiga einhver stór innkaup eftir. Það getur ansi mikið komið en ég er að vona að spáin sé það góð að við fáum bara sýnishorn.“
Veður Umferð Tengdar fréttir Gul viðvörun vegna snjókomu á aðfangadag Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins. 23. desember 2022 14:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Gul viðvörun vegna snjókomu á aðfangadag Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins. 23. desember 2022 14:38