„Tilfinningin í landinu eins og fyrir Ólympíuleikana í London“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. desember 2022 22:39 Logi Geirsson er vægast sagt að verða spenntur fyrir komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Vladimir Rys/Bongarts/Getty Images Óhætt er að segja að eftirvænting íslensku þjóðarinnar fyrir HM í handbolta sé orðin mikil. Logi Gerisson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, er líklega einn spenntasti maður landsins þessa dagana og hann var á línunni í seinasta þætti af Handkastinu. „Það er óhætt að segja það,“ sagði Logi, aðspurður að því hvort hann væri kominn með fiðring í mallakút eins og stjórnandi þáttarins, Arnar Daði Arnarsson, komst svo skemmtilega að orði. „Ég byrjaði að lýsa stórmótum stuttu eftir að ég hætti. Síðasta stórmótið mitt var EM 2010 þegar við fengum bronsið og eftir það hef ég bara verið í sjónvarpinu öll stórmót síðan.“ „Ég finn bara núna að þetta er öðruvísi. Núna er tilfinningin í landinu eins og fyrir Ólympíuleikana í London. Við erum að fara á þetta heimsmeistaramót til að gera einhverja hluti og við erum bara bjartsýn. Við sjáum það bara að Norðmenn sem eru með lélegra lið en við að mínu mati, þeir eru að stefna á gullið. Við eigum bara að gera það líka.“ Þá vildi Arnar fá að heyra skoðun Loga á landsliðshópnum sem verður kynntur á morgun. Sjálfur var Arnar búinn að henda fram sínum pælingum á Twitter-síðu sinni þar sem hann veltir yfir sér ýmusm hlutum varðandi hópinn. Gummi Gumm tilkynnir HM landsliðshópinn sinn á fimmtudaginn. Spurningarmerkin eru fá en þau eru þó nokkur.A) Tekur hann 2 eða 3 markmenn?B) Hákon Daði, Orri Freyr eða Stiven?C) Donni eða Teitur?D) Teitur eða Óðinn?Það er 23 dagar í fyrsta leik Íslands á HM! #Handkastið— Arnar Daði (@arnardadi) December 20, 2022 Logi tók sér góðan tíma í að velta þessu fyrir sér með Arnari, enda engar smá ákvarðanir sem Guðmundur Guðmundsson á fyrir höndum þegar kemur að því að velja landsliðshópinn. Logi var viss um að í hópnum yrðu þrír markmenn og ef hann væri í sætinu hans Gumma þá myndi hann taka Stiven Tobar Valencia með í staðinn fyrir Hákon Daða Styrmisson. Þá átti Logi erfitt með að velja á milli manna á hægri vængnum, en umræðuna, sem hefst eftir 37 mínútur, má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: HM Handkastið x Pitturinn HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
„Það er óhætt að segja það,“ sagði Logi, aðspurður að því hvort hann væri kominn með fiðring í mallakút eins og stjórnandi þáttarins, Arnar Daði Arnarsson, komst svo skemmtilega að orði. „Ég byrjaði að lýsa stórmótum stuttu eftir að ég hætti. Síðasta stórmótið mitt var EM 2010 þegar við fengum bronsið og eftir það hef ég bara verið í sjónvarpinu öll stórmót síðan.“ „Ég finn bara núna að þetta er öðruvísi. Núna er tilfinningin í landinu eins og fyrir Ólympíuleikana í London. Við erum að fara á þetta heimsmeistaramót til að gera einhverja hluti og við erum bara bjartsýn. Við sjáum það bara að Norðmenn sem eru með lélegra lið en við að mínu mati, þeir eru að stefna á gullið. Við eigum bara að gera það líka.“ Þá vildi Arnar fá að heyra skoðun Loga á landsliðshópnum sem verður kynntur á morgun. Sjálfur var Arnar búinn að henda fram sínum pælingum á Twitter-síðu sinni þar sem hann veltir yfir sér ýmusm hlutum varðandi hópinn. Gummi Gumm tilkynnir HM landsliðshópinn sinn á fimmtudaginn. Spurningarmerkin eru fá en þau eru þó nokkur.A) Tekur hann 2 eða 3 markmenn?B) Hákon Daði, Orri Freyr eða Stiven?C) Donni eða Teitur?D) Teitur eða Óðinn?Það er 23 dagar í fyrsta leik Íslands á HM! #Handkastið— Arnar Daði (@arnardadi) December 20, 2022 Logi tók sér góðan tíma í að velta þessu fyrir sér með Arnari, enda engar smá ákvarðanir sem Guðmundur Guðmundsson á fyrir höndum þegar kemur að því að velja landsliðshópinn. Logi var viss um að í hópnum yrðu þrír markmenn og ef hann væri í sætinu hans Gumma þá myndi hann taka Stiven Tobar Valencia með í staðinn fyrir Hákon Daða Styrmisson. Þá átti Logi erfitt með að velja á milli manna á hægri vængnum, en umræðuna, sem hefst eftir 37 mínútur, má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: HM Handkastið x Pitturinn
HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira