„Við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2022 13:27 Reykjanesbrautin var að mestu lokuð fyrir umferð í rúman sólarhring. Vísir/Egill Vegagerðin telur það hafa verið rétta ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í rúman sólarhring út af óveðrinu líkt og gert var. Sérstakur samráðshópur hefur verið stofnaður til að fara yfir lokunina. Lokun Reykjanesbrautarinnar vegna veðurs í rúman sólarhring hefur verið gagnrýnd nokkuð. Nú hefur verið ákveðið að stofna sérstakan samráðshóp til að fara yfir lokunina en á meðal þeirra sem eiga sæti í þeim hópi eru fulltrúar innviðaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórans á Suðurnesjum og Vegagerðarinnar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir erfitt að staðhæfa hvort hægt hefði verið að stytta lokunartímann. „Við reyndum að opna á mánudagskvöldið og eftir klukkustund þá voru bílar farnir að festast og blindan stöðvaði umferðina þannig við urðum að loka aftur. Sem að sýnir nú ástandið og að við erum ekki að loka þessu í einhverju tómarúmi eða bara til þess að loka.“ Þá segir hann mögulega hægt að skoða það að hleypa stærri bílum á brautina þegar veður er slæmt eða hafa fylgd. „Við fylgdum rútum frá Leifsstöð til Reykjavíkur og til baka aftur til þess að ná í fleiri farþega. Þannig að það er bara eitthvað verklag sem við þurfum að skoða til framtíðar ef svona aðstæður, sem ég á nú ekki von á að gerist oft, verða.“ Hann segir Vegagerðina telja að það hafi verið rétt ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í þann tíma sem hún var lokuð. „Það sýndi sig hvað gerðist þegar við opnuðum, rúta sem fýkur út af, að ástandið var þannig að við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina fyrr en við gerðum.“ Veður Samgöngur Reykjanesbær Snjómokstur Tengdar fréttir „Það er allt hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf á vellinum“ Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er að komast aftur í rétt horf eftir umtalsverðar raskanir síðustu daga. Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að koma öllum á áfangastað fyrir jól en félagið hefur meðal annars tekið tvær breiðþotur á leigu til þess að það gangi upp. 21. desember 2022 12:26 „Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29 Reykjanesbrautin enn lokuð og fjarlægja þarf marga bíla Reykjanesbraut er enn lokuð vegna mjög slæmra akstursskilyrða. Mikið er af bílum sem þarf að fjarlægja. 20. desember 2022 06:46 Fylgdarakstur gengið brösulega og búast við að lokanir standi lengi Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:46 Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Lokun Reykjanesbrautarinnar vegna veðurs í rúman sólarhring hefur verið gagnrýnd nokkuð. Nú hefur verið ákveðið að stofna sérstakan samráðshóp til að fara yfir lokunina en á meðal þeirra sem eiga sæti í þeim hópi eru fulltrúar innviðaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórans á Suðurnesjum og Vegagerðarinnar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir erfitt að staðhæfa hvort hægt hefði verið að stytta lokunartímann. „Við reyndum að opna á mánudagskvöldið og eftir klukkustund þá voru bílar farnir að festast og blindan stöðvaði umferðina þannig við urðum að loka aftur. Sem að sýnir nú ástandið og að við erum ekki að loka þessu í einhverju tómarúmi eða bara til þess að loka.“ Þá segir hann mögulega hægt að skoða það að hleypa stærri bílum á brautina þegar veður er slæmt eða hafa fylgd. „Við fylgdum rútum frá Leifsstöð til Reykjavíkur og til baka aftur til þess að ná í fleiri farþega. Þannig að það er bara eitthvað verklag sem við þurfum að skoða til framtíðar ef svona aðstæður, sem ég á nú ekki von á að gerist oft, verða.“ Hann segir Vegagerðina telja að það hafi verið rétt ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í þann tíma sem hún var lokuð. „Það sýndi sig hvað gerðist þegar við opnuðum, rúta sem fýkur út af, að ástandið var þannig að við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina fyrr en við gerðum.“
Veður Samgöngur Reykjanesbær Snjómokstur Tengdar fréttir „Það er allt hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf á vellinum“ Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er að komast aftur í rétt horf eftir umtalsverðar raskanir síðustu daga. Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að koma öllum á áfangastað fyrir jól en félagið hefur meðal annars tekið tvær breiðþotur á leigu til þess að það gangi upp. 21. desember 2022 12:26 „Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29 Reykjanesbrautin enn lokuð og fjarlægja þarf marga bíla Reykjanesbraut er enn lokuð vegna mjög slæmra akstursskilyrða. Mikið er af bílum sem þarf að fjarlægja. 20. desember 2022 06:46 Fylgdarakstur gengið brösulega og búast við að lokanir standi lengi Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:46 Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Það er allt hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf á vellinum“ Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er að komast aftur í rétt horf eftir umtalsverðar raskanir síðustu daga. Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að koma öllum á áfangastað fyrir jól en félagið hefur meðal annars tekið tvær breiðþotur á leigu til þess að það gangi upp. 21. desember 2022 12:26
„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29
Reykjanesbrautin enn lokuð og fjarlægja þarf marga bíla Reykjanesbraut er enn lokuð vegna mjög slæmra akstursskilyrða. Mikið er af bílum sem þarf að fjarlægja. 20. desember 2022 06:46
Fylgdarakstur gengið brösulega og búast við að lokanir standi lengi Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:46
Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. 19. desember 2022 06:43