Ritari dæmdur fyrir hlutdeild í fleiri en tíu þúsund morðum Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 15:54 Irmgard Furchner var átján og nítján ára gömul þegar hún vann sem ritari í útrýmingarbúðum í Stutthof. Því var réttað yfir henni fyrir ungmennadómstól í bænum Itzehoe. AP/Christian Charisius Fyrrverandi ritari í útrýmingarbúðum nasista var fundinn sekur um hlutdeild í morði á um 10.500 manns í Þýskalandi í dag. Konan er á tíræðisaldri en hún hlaut tveggja ára skilorðbundinn fangelsisdóm. Imgard Furchner er 97 ára gömul og fyrsta konan sem réttað er yfir vegna glæpa nasista í áratugi. Hún starfaði sem ritari í útrýmingarbúðum í Stutthof þegar hún var táningur frá 1943 til 1945, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þúsundir manna voru teknir af lífi í gasklefum þar á þeim tíma. Dómari í bænum Itzehoe í norðanverðu Þýskalandi sem kvað upp dóminn sagði að Furchner hefði verið fullkunnugt um það sem fór fram í búðunum þrátt fyrir að hún hafi verið borgaralegur starfsmaður. Hún hefði getað sagt upp störfum hvenær sem var. Því var hún var fundin sek um að aðstoða við dráp á 10.505 manns og hlutdeild í tilraun til að drepa fimm til viðbótar. Furchner lýsti iðrun og harmaði að hafa verið í útrýmingarbúðunum á meðan morðin áttu sér stað. Ekki liggur fyrir hvort að hún ætli að áfrýja dómnum. Stutthof er nærri núverandi landamærum Þýskalands og Póllands. Talið er að um 65.000 manns hafi verið teknir af lífi þar, þar á meðal gyðingar, Pólverjar og sovéskir stríðsfangar. Fólk sem lifði af vistina í útrýmingarbúðunum bar vitni við réttarhöldin en sumt þeirra lést á meðan á þeim stóð. Furchner flúði af elliheimilinu þar sem hún bjó þegar réttarhöldin hófust í fyrra en lögregla fann hana á götum Hamborgar. Mögulegt er að réttarhöldin yfir Furchner verði þau síðustu sem tengjast glæpum nasista í Þýskalandi. Rannsókn stendur þó enn yfir á nokkrum einstaklingum til viðbótar. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Imgard Furchner er 97 ára gömul og fyrsta konan sem réttað er yfir vegna glæpa nasista í áratugi. Hún starfaði sem ritari í útrýmingarbúðum í Stutthof þegar hún var táningur frá 1943 til 1945, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þúsundir manna voru teknir af lífi í gasklefum þar á þeim tíma. Dómari í bænum Itzehoe í norðanverðu Þýskalandi sem kvað upp dóminn sagði að Furchner hefði verið fullkunnugt um það sem fór fram í búðunum þrátt fyrir að hún hafi verið borgaralegur starfsmaður. Hún hefði getað sagt upp störfum hvenær sem var. Því var hún var fundin sek um að aðstoða við dráp á 10.505 manns og hlutdeild í tilraun til að drepa fimm til viðbótar. Furchner lýsti iðrun og harmaði að hafa verið í útrýmingarbúðunum á meðan morðin áttu sér stað. Ekki liggur fyrir hvort að hún ætli að áfrýja dómnum. Stutthof er nærri núverandi landamærum Þýskalands og Póllands. Talið er að um 65.000 manns hafi verið teknir af lífi þar, þar á meðal gyðingar, Pólverjar og sovéskir stríðsfangar. Fólk sem lifði af vistina í útrýmingarbúðunum bar vitni við réttarhöldin en sumt þeirra lést á meðan á þeim stóð. Furchner flúði af elliheimilinu þar sem hún bjó þegar réttarhöldin hófust í fyrra en lögregla fann hana á götum Hamborgar. Mögulegt er að réttarhöldin yfir Furchner verði þau síðustu sem tengjast glæpum nasista í Þýskalandi. Rannsókn stendur þó enn yfir á nokkrum einstaklingum til viðbótar.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira