Lausn komin á fánamálið í Fjallabyggð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 21:19 Ólíkar venjur voru viðhafðar á Siglufirði og á Ólafsfirði en nú hafa þær verið samræmdar. Vísir/Egill Lausn hefur fundist í fánamálinu svokallaða í Fjallabyggð, eftir að bæjarstjórn sveitarfélagsins samþykkti nýverið tillögu bæjarstjórans um framtíðarfyrirkomulag flöggunar í Fjallabyggð. Það vakti nokkra athygli í haust þegar Vísir greindi frá því að bæjarráð Fjallabyggðar hafði samþykkt að hætt yrði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. Tillögurnar voru tilkomnar til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins eftir sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Siglufjarðarmegin hafi verið hefð fyrir því að flagga við andlát. Kom fram að flöggun íslenska fánans við bæjarskrifstofurnar, sér í lagi um helgar, hafi í sumum tilvikum skapað vandræði fyrir starfsmenn sveitarfélagsins. Tillagan fól í sér að íslenska fánanum yrði aðeins flaggað við stofnanir Fjallabyggðar á opinberum fánadögum. Blendin viðbrögð voru við tillögunni. Til að mynda sagðist Siglfirðingurinn Kristján L. Möller vera bæði hissa og undrandi á tillögunni í samtali við Vísi. Sagðist hann einnig telja að tillagan hafi lagst illa í íbúa Siglfirðinga. Svo virðist sem Kristján hafi haft rétt fyrir sér. Í minnisblaði Sigríðar Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar, er tekið fram að „í ljósi viðbragða og sjónarmiða margra bæjarbúa“ hafi bæjarstjóra verið falið að vinna málið áfram. Framlag vinnuskólans hluti af samkomulaginu Segir Sigríður í minnisblaðinu hafa haft það að leiðarljósi að finna lausn þar sem gætt yrði samræmis á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Farið yrði eftir sömu reglum og kirkjurnar í kjörnunum tveimur viðhafa varðandi andlát og útfarir, það er að flagga við útfarir, en ekki andlát. Lausnin sem fram er komin er sú að starfsmaður í stjórnsýsluhúsinu á Ólafsfirði geti annast flöggun á útfarardögum við Stjórnsýsluhúsið á Ólafsfirði, þar sem almennt fari útfarir ekki fram um helgar á Ólafsfirði. Þá greinir bæjarstjórinn frá því að samkomulag hafi verið gert við Júlíu Birgisdóttur, formann sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju, að kirkjuvörður eða meðhjálpari muni annast flöggun við Ráðhúsið á Siglufirði, á sama tíma og flaggað er við útfarir í Siglufjarðarkirkju. Sem hluti af samkomulaginu mun bæjarfélagið á móti leggja til starfskrafta úr vinnuskólanum á sumrin, í ákveðin verkefni á vegum Siglufjarðarkikju. Þau verkefni munu þó alltaf miðast við fjölda nemenda í vinnuskólanum á hverjum tíma og getu hans. Undir samkomulagið ritar fyrrnefndur bæjarstjóri og fyrrnefndur formaður sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju. Tillögur bæjarstjórans voru einróma samþykktar í bæjarstjórn Fjallabyggðar í síðustu viku, og er því fram komin lausn á fánamálinu svokallaða. Fjallabyggð Stjórnsýsla Íslenski fáninn Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira
Það vakti nokkra athygli í haust þegar Vísir greindi frá því að bæjarráð Fjallabyggðar hafði samþykkt að hætt yrði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. Tillögurnar voru tilkomnar til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins eftir sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Siglufjarðarmegin hafi verið hefð fyrir því að flagga við andlát. Kom fram að flöggun íslenska fánans við bæjarskrifstofurnar, sér í lagi um helgar, hafi í sumum tilvikum skapað vandræði fyrir starfsmenn sveitarfélagsins. Tillagan fól í sér að íslenska fánanum yrði aðeins flaggað við stofnanir Fjallabyggðar á opinberum fánadögum. Blendin viðbrögð voru við tillögunni. Til að mynda sagðist Siglfirðingurinn Kristján L. Möller vera bæði hissa og undrandi á tillögunni í samtali við Vísi. Sagðist hann einnig telja að tillagan hafi lagst illa í íbúa Siglfirðinga. Svo virðist sem Kristján hafi haft rétt fyrir sér. Í minnisblaði Sigríðar Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar, er tekið fram að „í ljósi viðbragða og sjónarmiða margra bæjarbúa“ hafi bæjarstjóra verið falið að vinna málið áfram. Framlag vinnuskólans hluti af samkomulaginu Segir Sigríður í minnisblaðinu hafa haft það að leiðarljósi að finna lausn þar sem gætt yrði samræmis á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Farið yrði eftir sömu reglum og kirkjurnar í kjörnunum tveimur viðhafa varðandi andlát og útfarir, það er að flagga við útfarir, en ekki andlát. Lausnin sem fram er komin er sú að starfsmaður í stjórnsýsluhúsinu á Ólafsfirði geti annast flöggun á útfarardögum við Stjórnsýsluhúsið á Ólafsfirði, þar sem almennt fari útfarir ekki fram um helgar á Ólafsfirði. Þá greinir bæjarstjórinn frá því að samkomulag hafi verið gert við Júlíu Birgisdóttur, formann sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju, að kirkjuvörður eða meðhjálpari muni annast flöggun við Ráðhúsið á Siglufirði, á sama tíma og flaggað er við útfarir í Siglufjarðarkirkju. Sem hluti af samkomulaginu mun bæjarfélagið á móti leggja til starfskrafta úr vinnuskólanum á sumrin, í ákveðin verkefni á vegum Siglufjarðarkikju. Þau verkefni munu þó alltaf miðast við fjölda nemenda í vinnuskólanum á hverjum tíma og getu hans. Undir samkomulagið ritar fyrrnefndur bæjarstjóri og fyrrnefndur formaður sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju. Tillögur bæjarstjórans voru einróma samþykktar í bæjarstjórn Fjallabyggðar í síðustu viku, og er því fram komin lausn á fánamálinu svokallaða.
Fjallabyggð Stjórnsýsla Íslenski fáninn Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira