Mæla ekki með því að nefna örnefni eftir núlifandi fólki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 19:15 Helgi Björnsson hefur á starfsferli sínum rannsakað jökla um allan heim. Hinn nafnlausi tindur sem um ræðir er 1.374 metra hár. Stöð 2/Snævarr Guðmundsson Örnefnanefnd telur ekki rétt að mæla með því að ónefndur fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Ekki sé hefð fyrir því að nefna náttúrufyrirbæri eftir núlifandi fólki. Nefndin bendir þó að það sé ekki hlutverk hennar að taka ákvörðun um ný nöfn á náttúrufyrirbærum. Málið má rekja til þess að Gunnar Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri Náttúrustofa Suðausturlands, og Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður sendu á dögunum inn erindi til sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Tindurinn sem um ræðir er innan marka Þóðarhyrnu-eldstöðvakerfisins.Úr bréfi Gunnars, Snævarrs og Leifs. Þar leggja þeir til að umræddur tindur, sem er 1.374 metra hár, um 2,5 kílómetra vestan frá Geirvörtum og um fjórum kílómetrum norðaustur af Hágöngum, verði nefndur í höfuðið á Helga. Vildu þeir með því heiðra Helga fyrir hans merku vísindastörf. Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti fyrir sitt leyti tillöguna, en vísaði henni til nafnfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum „til ákvörðunartöku". Stofnunin áframsendi málið til örnafnanefndar. Sérfræðingar mæla ekki með að nefna örnefni eftir lifandi fólki Umsögn nefndarinnar hefur nú borist og var hún kynnt í sveitarstjórn Skaftárhrepss í síðustu viku. Í umsögninni vekur nefndin athygli á því að það sé ekki hlutverk Árnastofnunar eða örnefnanefnd að taka ákvörðun um ný nöfn á náttúrufyrirbærum. Afrit af umsögninni var einnig sent Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Í umsögninni er vísað í lög um örnefni þar sem fram kemur að hlutverk nefndarinnar sé að veita umsögn um nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum, frumkvæðið komi frá sveitarfélögum og endanlega ákvörðun taki menningar- og viðskiptaráðherra. Tindurinn sem um ræðir er hér til hægri. Geirvörtur eru fjær á myndinni.Snævarr Guðmundsson Ekki sé fullljóst hvort að umræddur teljist nýr, en líklegt er að hann hafi komið undan jökli á síðustu öld. Þá segir nefndin að hún starfi eftir því meginsjónarmiði að ekki skuli nefna náttúrufyrirbæri eftir núlifandi fólki. Þetta byggi á tilmælum í ályktun sérfræðingahóps um örnefni, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Telur nefndin því ekki rétt að mæla með nafngift sem gangi í berhöggi við þau tilmæli. Skaftárhreppur Stjórnsýsla Vatnajökulsþjóðgarður Vísindi Háskólar Tengdar fréttir Ræða hvort nafnlaus tindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga jöklafræðing Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“ 1. desember 2022 11:02 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Málið má rekja til þess að Gunnar Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri Náttúrustofa Suðausturlands, og Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður sendu á dögunum inn erindi til sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Tindurinn sem um ræðir er innan marka Þóðarhyrnu-eldstöðvakerfisins.Úr bréfi Gunnars, Snævarrs og Leifs. Þar leggja þeir til að umræddur tindur, sem er 1.374 metra hár, um 2,5 kílómetra vestan frá Geirvörtum og um fjórum kílómetrum norðaustur af Hágöngum, verði nefndur í höfuðið á Helga. Vildu þeir með því heiðra Helga fyrir hans merku vísindastörf. Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti fyrir sitt leyti tillöguna, en vísaði henni til nafnfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum „til ákvörðunartöku". Stofnunin áframsendi málið til örnafnanefndar. Sérfræðingar mæla ekki með að nefna örnefni eftir lifandi fólki Umsögn nefndarinnar hefur nú borist og var hún kynnt í sveitarstjórn Skaftárhrepss í síðustu viku. Í umsögninni vekur nefndin athygli á því að það sé ekki hlutverk Árnastofnunar eða örnefnanefnd að taka ákvörðun um ný nöfn á náttúrufyrirbærum. Afrit af umsögninni var einnig sent Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Í umsögninni er vísað í lög um örnefni þar sem fram kemur að hlutverk nefndarinnar sé að veita umsögn um nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum, frumkvæðið komi frá sveitarfélögum og endanlega ákvörðun taki menningar- og viðskiptaráðherra. Tindurinn sem um ræðir er hér til hægri. Geirvörtur eru fjær á myndinni.Snævarr Guðmundsson Ekki sé fullljóst hvort að umræddur teljist nýr, en líklegt er að hann hafi komið undan jökli á síðustu öld. Þá segir nefndin að hún starfi eftir því meginsjónarmiði að ekki skuli nefna náttúrufyrirbæri eftir núlifandi fólki. Þetta byggi á tilmælum í ályktun sérfræðingahóps um örnefni, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Telur nefndin því ekki rétt að mæla með nafngift sem gangi í berhöggi við þau tilmæli.
Skaftárhreppur Stjórnsýsla Vatnajökulsþjóðgarður Vísindi Háskólar Tengdar fréttir Ræða hvort nafnlaus tindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga jöklafræðing Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“ 1. desember 2022 11:02 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Ræða hvort nafnlaus tindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga jöklafræðing Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“ 1. desember 2022 11:02