Telur forkastanlegt að halda drengnum í gæsluvarðhaldi Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2022 10:12 Málið vakti mikla athygli, skók samfélagið. Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir skjólstæðing sinn, 19 ára að aldri, sitja einan eftir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögmaðurinn gagnrýnir harðlega það að fá ekki umbeðin gögn í málinu. Ómar R. Valdimarsson lögmaður er verjandi 19 ára manns sem situr einn eftir í gæsluvarðhaldi vegna hnífaárásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti-club. Hann er ósáttur fyrir hönd skjólstæðings síns og telur hann grátt leikinn af lögreglu og ákæruvaldinu. Samfélagið var slegið þegar fréttir bárust af því að hópur grímuklæddra manna hafi ráðist inn á Bankastræti Club í síðasta mánuði, ráðist þar á tvo menn og stungið. Miklum sögum fóru af hefndaraðgerðum sem stæðu fyrir dyrum og varð hálfgert messufall í kjölfarið í skemmtanalífi miðborgarinnar. Viðbúnaður lögreglu var mikill. Lögreglan handtók fjórtán manns vegna málsins. Aðeins einn af þeim situr enn í gæsluvarðhaldi en að sögn Ómars, sem er afar ósáttur fyrir hönd síns skjólstæðings sem neitar aðild að málinu, en sakborningar í málinu voru upphaflega 30. Segir allt tal um játningu tilhæfulaust Ómar segir Héraðsdóm Reykjavíkur ekki svara kröfu um afhendingu gagna, lögreglan hafi ekki afhent snefil af gögnum en ætli engu að síður að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir hinum unga manni. „Það er með ólíkindum að 19 ára barn sé haldið í gæsluvarðhaldi án þess að ákæruvaldið hafi afhent svo mikið sem snefil af gögnum, sem tengja hann við málið,“ segir Ómar ósáttur. Hann er ómyrkur í máli í samtali við Vísi. Ómar telur skjólstæðing sinn grátt leikinn af lögreglu og dómstólum, en hann situr einn eftir í varðhaldi af þrjátíu sakborningum í málinu.gassi „Drengurinn hefur neitað sök en ákæruvaldið heldur því fram, þvert á neitan hans, að hann hafi játað. Þetta er svo tekið upp af dómstólum, sem er mjög óheppilegt. Nú stendur til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir barninu, án þess að afhent hafa verið nokkur gögn. Hvernig á sakborningur að verjast kröfu, sem hann veit ekki á hverju er byggð?“ spyr lögmaðurinn. Neita að afhenda gögn Ómar spyr jafnframt hvernig dómstólar geti stimplað kröfur ákæruvaldsins, án þess að verjendur fá tækifæri til þess að skoða þær og gögnin sem þær eru grundvallaðar á, með gagnrýnum augum? „Hvernig geta dómstólar réttlætt það, að kröfu um afhendingu gagna — réttur sem er vel að merkja vel skilgreindur í lögum um meðferð sakamála — sé ekki svo mikið sem svarað fyrr en eftir dúk og disk?” Ómar bætir því við að þetta skjóti skökku við: „Síðan er hlaupið upp til handa og fóta í hvert skipti sem löggan bankar upp á og vill frelsissvipta borgarana, með mjög misgóðum rökum í það og það skiptið.” Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Samfélagið var slegið þegar fréttir bárust af því að hópur grímuklæddra manna hafi ráðist inn á Bankastræti Club í síðasta mánuði, ráðist þar á tvo menn og stungið. Miklum sögum fóru af hefndaraðgerðum sem stæðu fyrir dyrum og varð hálfgert messufall í kjölfarið í skemmtanalífi miðborgarinnar. Viðbúnaður lögreglu var mikill. Lögreglan handtók fjórtán manns vegna málsins. Aðeins einn af þeim situr enn í gæsluvarðhaldi en að sögn Ómars, sem er afar ósáttur fyrir hönd síns skjólstæðings sem neitar aðild að málinu, en sakborningar í málinu voru upphaflega 30. Segir allt tal um játningu tilhæfulaust Ómar segir Héraðsdóm Reykjavíkur ekki svara kröfu um afhendingu gagna, lögreglan hafi ekki afhent snefil af gögnum en ætli engu að síður að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir hinum unga manni. „Það er með ólíkindum að 19 ára barn sé haldið í gæsluvarðhaldi án þess að ákæruvaldið hafi afhent svo mikið sem snefil af gögnum, sem tengja hann við málið,“ segir Ómar ósáttur. Hann er ómyrkur í máli í samtali við Vísi. Ómar telur skjólstæðing sinn grátt leikinn af lögreglu og dómstólum, en hann situr einn eftir í varðhaldi af þrjátíu sakborningum í málinu.gassi „Drengurinn hefur neitað sök en ákæruvaldið heldur því fram, þvert á neitan hans, að hann hafi játað. Þetta er svo tekið upp af dómstólum, sem er mjög óheppilegt. Nú stendur til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir barninu, án þess að afhent hafa verið nokkur gögn. Hvernig á sakborningur að verjast kröfu, sem hann veit ekki á hverju er byggð?“ spyr lögmaðurinn. Neita að afhenda gögn Ómar spyr jafnframt hvernig dómstólar geti stimplað kröfur ákæruvaldsins, án þess að verjendur fá tækifæri til þess að skoða þær og gögnin sem þær eru grundvallaðar á, með gagnrýnum augum? „Hvernig geta dómstólar réttlætt það, að kröfu um afhendingu gagna — réttur sem er vel að merkja vel skilgreindur í lögum um meðferð sakamála — sé ekki svo mikið sem svarað fyrr en eftir dúk og disk?” Ómar bætir því við að þetta skjóti skökku við: „Síðan er hlaupið upp til handa og fóta í hvert skipti sem löggan bankar upp á og vill frelsissvipta borgarana, með mjög misgóðum rökum í það og það skiptið.”
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira