Öllu Evrópuflugi í fyrramálið með Icelandair aflýst Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2022 22:31 Öllu Evrópuflugi Icelandair í fyrramálið hefur verið aflýst. Hallfríður Ólafsdóttir Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi til Evrópi í fyrramálið. Dagflugi til Tenerife, Las Palmas og Boston hefur verið seinkað. Veðurspár benda til að svipaðar aðstæður gætu skipast á morgun og í dag þegar ekki tókst að halda Reykjanesbrautinni opinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að vonast sé eftir því að aðstæður við Keflavíkurflugvöll lagist eftir því sem líður á daginn. Farþegar sem eiga bókað flug með Icelandair eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélaginu. Unnið er að því að koma þeim farþegum sem hafa verið fastir á Keflavíkurflugvelli í dag með rútum til Reykjavíkur. Í tilkynningunni segir að staðan á flugvellinum hafi verið mjög snúin í dag þar sem starfsfólk átti í erfiðleikum með að komast til vinnu og því var fáliðað á flugvellinum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir daginn hafa verið afar erfiðan, bæði fyrir farþega og starfsfólk. Við aðstæðurnar sem sköpuðust var ekki hægt að veita farþegum þá þjónustu sem flugfélagið hefði viljað. „Sem betur fer lítur nú út fyrir að í kvöld takist að koma farþegum frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins. Við gerum okkur grein fyrir því að þessar raskanir hafa mikil áhrif á hátíðaráætlanir margra og við gerum allt sem við getum til þess að koma öllum farþegum á áfangastað þegar veðrið hefur gengið yfir. Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki félagsins sem staðið hefur í eldlínunni í dag við mjög erfiðar aðstæður og farþegum okkar fyrir að sýna þolinmæði og skilning við erfiðar aðstæður,“ er haft eftir Boga í tilkynningu. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38 Gul viðvörun um allt land á morgun Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu. 19. desember 2022 17:40 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að vonast sé eftir því að aðstæður við Keflavíkurflugvöll lagist eftir því sem líður á daginn. Farþegar sem eiga bókað flug með Icelandair eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélaginu. Unnið er að því að koma þeim farþegum sem hafa verið fastir á Keflavíkurflugvelli í dag með rútum til Reykjavíkur. Í tilkynningunni segir að staðan á flugvellinum hafi verið mjög snúin í dag þar sem starfsfólk átti í erfiðleikum með að komast til vinnu og því var fáliðað á flugvellinum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir daginn hafa verið afar erfiðan, bæði fyrir farþega og starfsfólk. Við aðstæðurnar sem sköpuðust var ekki hægt að veita farþegum þá þjónustu sem flugfélagið hefði viljað. „Sem betur fer lítur nú út fyrir að í kvöld takist að koma farþegum frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins. Við gerum okkur grein fyrir því að þessar raskanir hafa mikil áhrif á hátíðaráætlanir margra og við gerum allt sem við getum til þess að koma öllum farþegum á áfangastað þegar veðrið hefur gengið yfir. Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki félagsins sem staðið hefur í eldlínunni í dag við mjög erfiðar aðstæður og farþegum okkar fyrir að sýna þolinmæði og skilning við erfiðar aðstæður,“ er haft eftir Boga í tilkynningu.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38 Gul viðvörun um allt land á morgun Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu. 19. desember 2022 17:40 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58
Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38
Gul viðvörun um allt land á morgun Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu. 19. desember 2022 17:40