Sækjum fram á völlinn í orkuskiptunum Halla Hrund Logadóttir skrifar 19. desember 2022 17:00 Orkuskiptin eru eitt stærsta tækifæri Íslands. Minni mengun, meira orkuöryggi og möguleiki fyrir íslenskt atvinnulíf að selja vörur frá grænasta hagkerfi í heimi. Ef við náum að sækja fram þar á vandaðan máta, þá gæti gull orkuskiptanna verið í höfn. Gull sem slær enga aðra þjóð úr leik, heldur skapar hvatningu fyrir fleiri að spila með. Ísland er í forréttindastöðu. Við erum langt komin með orkuskiptin og eigum auðlindir og hugvit. Við höfum því möguleika á að taka vel ígrundaðar ákvarðanir um leiðina í mark samtímis því að vera í leiðtogahlutverki í orkuskiptum á heimsvísu. Orkustofnun leggur lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði. Umsjón Orkusjóðs, sem veitir árlega styrki til tuga verkefna til að hraða orkuskiptum; þátttaka í rammaáætlun; fræðsla um orkuskipti og bætta orkunýtni í gegnum Orkusetur; aðkoma að uppbyggingu innviða; og útgáfa leyfa til sjálfbærrar orkunýtingar eru dæmi um birtingarmyndir þess sem Orkustofnun fæst við. Nýverið gaf stofnunin út gagnvirkt Orkuskiptalíkan sem er öflugt greiningartól fyrir þessa vegferð og sýnaólíkar sviðsmyndir þess að betur má ef duga skal. Sú vinna undirstrikar að framundan eru mikilvægar ákvarðanir í tengslum við orkuskiptin. Grunnforsendur líkansins endurspegla núverandi hraða orkuskipta, án aukinna aðgerða stjórnvalda og atvinnulífs. Gagnvirkni líkansins er síðan ætlað að gefa notandanum færi á að sjá í beinni hversu miklu hraðar við þurfum að hreyfa okkur til þess að ná markmiðum stjórnvalda til skemmri (2030) og lengri (2040) tíma og hvað það þýðir varðandi orkuþörf og samdrátt í losun. Þannig getur líkanið hjálpað stjórnvöldum og hagaðilum að útfæra aðgerðir, meta innviða- og orkuöflun, og efla samstarf með markvissari hætti. Í úrslitaleikjum orkuskiptanna reynir á samvinnu þvert á ólíka hagsmuni og hópa. Við þurfum að sækja fram ávöllinn og sýna sterka liðsheild í því verkefni. Tökum seiglu Messi okkur til fyrirmyndar og verum yfir sundrungu hafin. Við erum öll í íslenska landsliði orkuskiptanna og getum spilað saman af leikgleði, sóma og stolti - alla leið. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Orkuskiptin eru eitt stærsta tækifæri Íslands. Minni mengun, meira orkuöryggi og möguleiki fyrir íslenskt atvinnulíf að selja vörur frá grænasta hagkerfi í heimi. Ef við náum að sækja fram þar á vandaðan máta, þá gæti gull orkuskiptanna verið í höfn. Gull sem slær enga aðra þjóð úr leik, heldur skapar hvatningu fyrir fleiri að spila með. Ísland er í forréttindastöðu. Við erum langt komin með orkuskiptin og eigum auðlindir og hugvit. Við höfum því möguleika á að taka vel ígrundaðar ákvarðanir um leiðina í mark samtímis því að vera í leiðtogahlutverki í orkuskiptum á heimsvísu. Orkustofnun leggur lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði. Umsjón Orkusjóðs, sem veitir árlega styrki til tuga verkefna til að hraða orkuskiptum; þátttaka í rammaáætlun; fræðsla um orkuskipti og bætta orkunýtni í gegnum Orkusetur; aðkoma að uppbyggingu innviða; og útgáfa leyfa til sjálfbærrar orkunýtingar eru dæmi um birtingarmyndir þess sem Orkustofnun fæst við. Nýverið gaf stofnunin út gagnvirkt Orkuskiptalíkan sem er öflugt greiningartól fyrir þessa vegferð og sýnaólíkar sviðsmyndir þess að betur má ef duga skal. Sú vinna undirstrikar að framundan eru mikilvægar ákvarðanir í tengslum við orkuskiptin. Grunnforsendur líkansins endurspegla núverandi hraða orkuskipta, án aukinna aðgerða stjórnvalda og atvinnulífs. Gagnvirkni líkansins er síðan ætlað að gefa notandanum færi á að sjá í beinni hversu miklu hraðar við þurfum að hreyfa okkur til þess að ná markmiðum stjórnvalda til skemmri (2030) og lengri (2040) tíma og hvað það þýðir varðandi orkuþörf og samdrátt í losun. Þannig getur líkanið hjálpað stjórnvöldum og hagaðilum að útfæra aðgerðir, meta innviða- og orkuöflun, og efla samstarf með markvissari hætti. Í úrslitaleikjum orkuskiptanna reynir á samvinnu þvert á ólíka hagsmuni og hópa. Við þurfum að sækja fram ávöllinn og sýna sterka liðsheild í því verkefni. Tökum seiglu Messi okkur til fyrirmyndar og verum yfir sundrungu hafin. Við erum öll í íslenska landsliði orkuskiptanna og getum spilað saman af leikgleði, sóma og stolti - alla leið. Höfundur er orkumálastjóri.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun