Vísindamaðurinn í fallegu lopapeysunum heiðraður í Bandaríkjunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 18:21 Freysteinn hefur í rannsóknum sínum lagt sérstaka áherslu á nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar, bæði svokallaðar GPS-mælingar og einnig bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (InSAR) þar sem gervitunglamyndir eru nýttar til að varpa ljósi á þær breytingar sem verða á tilteknum landssvæðum, svo sem í aðdraganda eldgosa. Kristinn Ingvarsson Freysteinn Sigmundsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans, hefur verið kjörinn heiðursfélagi hjá Sambandi bandarískra jarðvísindamanna (American Geophysical Union - AGU) fyrir rannsóknir sínar og framlag á sviði jarðeðlisfræði. Greint er frá þessu á vef Háskóla Íslands. Þar segir að Freysteinn sé í hópi rúmlega 50 vísindamanna sem hlotnast þessi heiður í ár en aðild að AGU eiga yfir 130 þúsund vísindamenn á sviði jarð- og geimvísinda. AGU stuðlar að framþróun jarð- og geimvísinda um allan heim með ýmsum hætti, m.a. með útgáfu tímarita, ráðstefnu- og fundahaldi og mikilvægum stuðningi við unga vísindamenn á umræddum sviðum. AGU hefur undanfarin 60 ár heiðrað framúrskarandi vísindamenn fyrir framlag þeirra til fræðanna. Minna en 0,1% félaga hlotnast þessi heiður árlega. Freysteinn er annar vísindamaðurinn á Íslandi sem hýtur þessa heiðursnafnbót (AGU fellow), en 20 ár eru síðan Leó Kristjánsson var heiðraður fyrir rannsóknir á segulsviði jarðar sem lesa má úr hraunlögum Íslands. Í umsögn samtakanna segir að Freysteinn hafi orðið fyrir valinu vegna framúrskarandi árangurs á sínu rannsóknasviði, en hann fæst m.a. við rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum og eldvirkni. „Rannsóknir Freysteins falla vel að framtíðarsýn AGU sem drifin er áfram af sjálfbærni og nýsköpun á sviði vísinda. Það er ekki síður mikilvægt að Freysteinn hefur sinnt störfum sínum af heilindum og virðingu í samstarfi við annað fólk og lagt sitt af mörkum til menntunar, fjölbreytileika og miðlunar innan fræðanna,“ segir einnig í umsögninni. Afar afkastamikill vísindamaður Freysteinn Sigmundsson lauk meistaraprófi í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands 1990 og doktorsprófi í sömu grein frá Háskólanum í Colorado í Bandaríkjunum árið 1992. Að loknu námi hóf hann störf á Norrænu eldfjallastöðinni og var meðal annars forstöðumaður hennar þar til hún sameinaðist Háskóla Íslands árið 2004, þegar Jarðvísindastofnun Háskólans var stofnuð. Freysteinn hefur í rannsóknum sínum lagt sérstaka áherslu á nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar, bæði svokallaðar GPS-mælingar og einnig bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (InSAR) þar sem gervitunglamyndir eru nýttar til að varpa ljósi á þær breytingar sem verða á tilteknum landssvæðum, svo sem í aðdraganda eldgosa. Freysteinn hefur verið í fararbroddi íslenskra jarðvísindamanna um árabil og m.a. stýrt stórum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum sem tengst hafa jarðhræringum og eldsumbrotum hér á landi. Hann er afar afkastamikill vísindamaður og í samvinnu við stóran hóp samstarfsaðila hefur hann birt yfir 150 greinar á sviði jarðvísinda. Sú nýjasta birtist í hinu virta tímariti Nature í síðustu viku og fjallar um samspil kvikuhreyfinga og spennulosunar í aðdraganda gossins í Fagradalsfjalli í fyrra. Þá hefur Freysteinn leiðbeint fjölda meistara- og doktorsnema í námi og verið óþreytandi við að varpa ljósi á jarðhræringar hér á landi í fjölmiðlum. Vísindi Háskólar Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Þar segir að Freysteinn sé í hópi rúmlega 50 vísindamanna sem hlotnast þessi heiður í ár en aðild að AGU eiga yfir 130 þúsund vísindamenn á sviði jarð- og geimvísinda. AGU stuðlar að framþróun jarð- og geimvísinda um allan heim með ýmsum hætti, m.a. með útgáfu tímarita, ráðstefnu- og fundahaldi og mikilvægum stuðningi við unga vísindamenn á umræddum sviðum. AGU hefur undanfarin 60 ár heiðrað framúrskarandi vísindamenn fyrir framlag þeirra til fræðanna. Minna en 0,1% félaga hlotnast þessi heiður árlega. Freysteinn er annar vísindamaðurinn á Íslandi sem hýtur þessa heiðursnafnbót (AGU fellow), en 20 ár eru síðan Leó Kristjánsson var heiðraður fyrir rannsóknir á segulsviði jarðar sem lesa má úr hraunlögum Íslands. Í umsögn samtakanna segir að Freysteinn hafi orðið fyrir valinu vegna framúrskarandi árangurs á sínu rannsóknasviði, en hann fæst m.a. við rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum og eldvirkni. „Rannsóknir Freysteins falla vel að framtíðarsýn AGU sem drifin er áfram af sjálfbærni og nýsköpun á sviði vísinda. Það er ekki síður mikilvægt að Freysteinn hefur sinnt störfum sínum af heilindum og virðingu í samstarfi við annað fólk og lagt sitt af mörkum til menntunar, fjölbreytileika og miðlunar innan fræðanna,“ segir einnig í umsögninni. Afar afkastamikill vísindamaður Freysteinn Sigmundsson lauk meistaraprófi í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands 1990 og doktorsprófi í sömu grein frá Háskólanum í Colorado í Bandaríkjunum árið 1992. Að loknu námi hóf hann störf á Norrænu eldfjallastöðinni og var meðal annars forstöðumaður hennar þar til hún sameinaðist Háskóla Íslands árið 2004, þegar Jarðvísindastofnun Háskólans var stofnuð. Freysteinn hefur í rannsóknum sínum lagt sérstaka áherslu á nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar, bæði svokallaðar GPS-mælingar og einnig bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (InSAR) þar sem gervitunglamyndir eru nýttar til að varpa ljósi á þær breytingar sem verða á tilteknum landssvæðum, svo sem í aðdraganda eldgosa. Freysteinn hefur verið í fararbroddi íslenskra jarðvísindamanna um árabil og m.a. stýrt stórum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum sem tengst hafa jarðhræringum og eldsumbrotum hér á landi. Hann er afar afkastamikill vísindamaður og í samvinnu við stóran hóp samstarfsaðila hefur hann birt yfir 150 greinar á sviði jarðvísinda. Sú nýjasta birtist í hinu virta tímariti Nature í síðustu viku og fjallar um samspil kvikuhreyfinga og spennulosunar í aðdraganda gossins í Fagradalsfjalli í fyrra. Þá hefur Freysteinn leiðbeint fjölda meistara- og doktorsnema í námi og verið óþreytandi við að varpa ljósi á jarðhræringar hér á landi í fjölmiðlum.
Vísindi Háskólar Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?