Ingibjörg tekur við af Hörpu sem safnstjóri Listasafns Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 15:59 Ingibjörg Jóhannsdóttir er nýr safnstjóri Listasafns Íslands. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað Ingibjörgu Jóhannsdóttur til að gegna embætti safnstjóra við Listasafn Íslands. Hún tekur við starfinu af Hörpu Þórsdóttir sem skipuð var þjóðminjavörður í ágúst síðastliðnum. Sú skipan olli töluverðum titringi í listasamfélaginu og var meðal annars gagnrýnd harðlega af félagi fornleifafræðinga og þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Embættið var ekki auglýst. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að Ingibjörg hafi undanfarin ár verið skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík og Landakotsskóla, samanlagt hátt í tvo áratugi. „Hún er því reyndur stjórnandi og hefur góða þekkingu á laga- og starfsumhverfi forstöðumanna og reynslu af mannahaldi. Áður hafði hún starfað um þriggja ára skeið við Listasafn Íslands, verið stundakennari við Listaháskóla Íslands og fleiri skóla. Ingibjörg nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Myndlistaskólann í Reykjavík og Pratt Institute í New York þar sem hún lauk Master of Fine Art prófi,“ segir í tilkynningunni. Umsækjendur um starfið voru sjö en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka. „Skipuð var hæfnisnefnd sem mat þrjá umsækjendur vel hæfa til að gegna embætti safnstjóra. Að loknum ráðningarviðtölum ráðherra var það heildstætt mat að Ingibjörg stæði öðrum umsækjendum framar, sakir stjórnunarreynslu sinnar, menntunar og sýn hennar á framtíð Listasafns Íslands.“ Skipunin er til fimm ára samkvæmt meginreglu um skipan forstöðumanna ríkisstofnana. Ingibjörg mun taka við embætti safnstjóra hinn 1. mars 2023 en fram að því mun Guðrún Jóna Halldórsdóttir verða starfandi safnstjóri. Vistaskipti Menning Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 17. nóvember 2022 18:30 „Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi“ Mennta- og viðskiptaráðherra segir að meta hefði átt betur hvernig skipan þjóðminjavarðar legðist í safnageirann í ljósi þess hve lengi þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Nú er til skoðunar að setja hámarkstíma á stöðuna. Auglýsing fyrir stöðuna var tilbúin í ráðuneytinu, en allt kom fyrir ekki. 1. október 2022 12:01 Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28 „Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu“ Formaður BHM segir óeðlilegt að skipa í stöðu þjóðminjavarðar, staðan hefði átt að vera auglýst. Formaður félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. 2. september 2022 21:02 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Sú skipan olli töluverðum titringi í listasamfélaginu og var meðal annars gagnrýnd harðlega af félagi fornleifafræðinga og þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Embættið var ekki auglýst. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að Ingibjörg hafi undanfarin ár verið skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík og Landakotsskóla, samanlagt hátt í tvo áratugi. „Hún er því reyndur stjórnandi og hefur góða þekkingu á laga- og starfsumhverfi forstöðumanna og reynslu af mannahaldi. Áður hafði hún starfað um þriggja ára skeið við Listasafn Íslands, verið stundakennari við Listaháskóla Íslands og fleiri skóla. Ingibjörg nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Myndlistaskólann í Reykjavík og Pratt Institute í New York þar sem hún lauk Master of Fine Art prófi,“ segir í tilkynningunni. Umsækjendur um starfið voru sjö en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka. „Skipuð var hæfnisnefnd sem mat þrjá umsækjendur vel hæfa til að gegna embætti safnstjóra. Að loknum ráðningarviðtölum ráðherra var það heildstætt mat að Ingibjörg stæði öðrum umsækjendum framar, sakir stjórnunarreynslu sinnar, menntunar og sýn hennar á framtíð Listasafns Íslands.“ Skipunin er til fimm ára samkvæmt meginreglu um skipan forstöðumanna ríkisstofnana. Ingibjörg mun taka við embætti safnstjóra hinn 1. mars 2023 en fram að því mun Guðrún Jóna Halldórsdóttir verða starfandi safnstjóri.
Vistaskipti Menning Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 17. nóvember 2022 18:30 „Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi“ Mennta- og viðskiptaráðherra segir að meta hefði átt betur hvernig skipan þjóðminjavarðar legðist í safnageirann í ljósi þess hve lengi þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Nú er til skoðunar að setja hámarkstíma á stöðuna. Auglýsing fyrir stöðuna var tilbúin í ráðuneytinu, en allt kom fyrir ekki. 1. október 2022 12:01 Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28 „Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu“ Formaður BHM segir óeðlilegt að skipa í stöðu þjóðminjavarðar, staðan hefði átt að vera auglýst. Formaður félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. 2. september 2022 21:02 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 17. nóvember 2022 18:30
„Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi“ Mennta- og viðskiptaráðherra segir að meta hefði átt betur hvernig skipan þjóðminjavarðar legðist í safnageirann í ljósi þess hve lengi þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Nú er til skoðunar að setja hámarkstíma á stöðuna. Auglýsing fyrir stöðuna var tilbúin í ráðuneytinu, en allt kom fyrir ekki. 1. október 2022 12:01
Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28
„Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu“ Formaður BHM segir óeðlilegt að skipa í stöðu þjóðminjavarðar, staðan hefði átt að vera auglýst. Formaður félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. 2. september 2022 21:02