Þingmaður Framsóknar bað framkvæmdastjóra N4 að óska eftir styrk Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. desember 2022 23:59 María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4. N4 Framkvæmdastjóri hjá N4 á Akureyri segir þingmann Framsóknar hafa óskað sérstaklega eftir því að sjónvarpsstöðin bæði fjárlaganefnd um styrk. Þá sé stöðin sannarlega fjölmiðill, þrátt fyrir að meginþungi framleiðslunnar sé kostað efni. Nefndarmaður í fjárlaganefnd þvertekur fyrir að nefndin hafi misstigið sig í málinu. Fjárlaganefnd kynnti nú í vikunni hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni. Formaður nefndarinnar nefndi sérstaklega fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri sem mögulegan styrkþega. Styrknum var einmitt bætt á fjárlög eftir að sérstök beiðni um hann barst frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins til nefndarinnar. Tryggvi Páll hitti framkvæmdastjórann N4, Maríu Björk Ingvadóttur á Akureyri. Hún segist hafa skrifað bréfið eftir að þingmaður hafi beðið hana um það, því einmitt stæði til að fjalla um styrki til einkarekinna fjölmiðla í fjárlaganefnd. „Ég held það sé engin launung. Það var Ingibjörg Isakssen. Hún sagði „ég hef heyrt hvað þú hefur verið að kalla eftir. Okkur þykir mjög mikilvægt að fá þau rök. Hvað er það sem gengur svona erfiðlega? Hvað er til ráða?“ Það var það sem ég gerði. Ég svaraði því. Er það glæpur?“ María segir Ingibjörgu Isaksen hafa beðið sig um að óska eftir styrk frá fjárlaganefnd.Alþingi Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort N4 geti yfir höfuð talist fjölmiðill þar sem meginþorri efnis á stöðinni eru kostaðar umfjallanir. „Við erum fréttastöð að því leyti að við skrifum fréttir á heimasíðuna og við vinnum fréttir upp úr innslögunum okkar. segir María. „Við rekum ekki fréttastofu,því það kostar ofboðslega mikla peninga eins og allar fréttastöðvar vita.“ Viðtalið við Maríu í heild má sjá að neðan. Í nefndaráliti sem birt var í gærkvöldi kemur fram að í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar hafi meirihluti beint því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gilda um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Fjárlaganefnd hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir meðhöndlun sína. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í nefndinni. Hann segir umfjöllunina á misskilningi byggða. „Ég sé ekki hvar nefnin hafi misstigið sig í þessu. Nema kannski með því að hafa ekki áttað sig á því að hafa þetta enn skýrara til að einhver misskilningur færi ekki af stað, en það væri hægt að misskilja þá margt annað í þessu líka.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir við Vísi að hundrað milljóna króna viðbótin sem meirihluti fjárlaganefndar lagði til renni inn í almenna styrkjakerfið til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Þeir hefðu numið tæpum fjögur hundruð milljónum en viðbótin þýðir að þeir verði nær fimm hundruð milljónum, um fjórðungshækkun. Alþingi Fjölmiðlar Fjárlagafrumvarp 2023 Akureyri Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Fjárlaganefnd kynnti nú í vikunni hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni. Formaður nefndarinnar nefndi sérstaklega fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri sem mögulegan styrkþega. Styrknum var einmitt bætt á fjárlög eftir að sérstök beiðni um hann barst frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins til nefndarinnar. Tryggvi Páll hitti framkvæmdastjórann N4, Maríu Björk Ingvadóttur á Akureyri. Hún segist hafa skrifað bréfið eftir að þingmaður hafi beðið hana um það, því einmitt stæði til að fjalla um styrki til einkarekinna fjölmiðla í fjárlaganefnd. „Ég held það sé engin launung. Það var Ingibjörg Isakssen. Hún sagði „ég hef heyrt hvað þú hefur verið að kalla eftir. Okkur þykir mjög mikilvægt að fá þau rök. Hvað er það sem gengur svona erfiðlega? Hvað er til ráða?“ Það var það sem ég gerði. Ég svaraði því. Er það glæpur?“ María segir Ingibjörgu Isaksen hafa beðið sig um að óska eftir styrk frá fjárlaganefnd.Alþingi Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort N4 geti yfir höfuð talist fjölmiðill þar sem meginþorri efnis á stöðinni eru kostaðar umfjallanir. „Við erum fréttastöð að því leyti að við skrifum fréttir á heimasíðuna og við vinnum fréttir upp úr innslögunum okkar. segir María. „Við rekum ekki fréttastofu,því það kostar ofboðslega mikla peninga eins og allar fréttastöðvar vita.“ Viðtalið við Maríu í heild má sjá að neðan. Í nefndaráliti sem birt var í gærkvöldi kemur fram að í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar hafi meirihluti beint því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gilda um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Fjárlaganefnd hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir meðhöndlun sína. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í nefndinni. Hann segir umfjöllunina á misskilningi byggða. „Ég sé ekki hvar nefnin hafi misstigið sig í þessu. Nema kannski með því að hafa ekki áttað sig á því að hafa þetta enn skýrara til að einhver misskilningur færi ekki af stað, en það væri hægt að misskilja þá margt annað í þessu líka.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir við Vísi að hundrað milljóna króna viðbótin sem meirihluti fjárlaganefndar lagði til renni inn í almenna styrkjakerfið til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Þeir hefðu numið tæpum fjögur hundruð milljónum en viðbótin þýðir að þeir verði nær fimm hundruð milljónum, um fjórðungshækkun.
Alþingi Fjölmiðlar Fjárlagafrumvarp 2023 Akureyri Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?